Börnin látin bíða Magnús Baldursson og Katrín Davíðsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brennidepil umræðunnar síðustu vikur og má hrósa fjölmiðlum fyrir það. Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra frásagnir foreldranna og barnanna sjálfra, þær fá okkur sem samfélag til að horfast betur í augu við þessi erfiðu vandamál. Frá árinu 2006 hefur nánari greiningu á ADHD verið sinnt á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru en ADHD-einkennum. Þar getur verið um að ræða kvíða og depurð, samskiptavanda, mótþróa og hegðunarerfiðleika, auk þess sem þangað er vísað börnum sem sýna af sér einhverfulíka hegðun. Ástæða þess að börnum er vísað í nánari athugun er aðkallandi og hamlandi vandi og að þau úrræði sem komið hefur verið á hafa ekki reynst nægjanleg. Auk nánari greiningar er á Þroska- og hegðunarstöð boðið upp á einstaklingsráðgjöf og hópmeðferð í formi námskeiða; svo sem uppeldisnámskeið fyrir foreldra, sérhæft námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, námskeið fyrir börn með ADHD þar sem meðal annars er unnið með einbeitingu og félagsfærni, og námskeið um kvíða sem eru sniðin bæði að börnum og foreldrum.Komin á endastöð Síðustu ár hefur ásókn í þjónustuna farið sífellt vaxandi og biðlistar lengst. Frá árinu 2008 hefur fjöldi tilvísana aukist um 60% án þess að fengist hafi fjármagn til að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið gerðar margar atlögur að ráðuneyti og yfirstjórn Heilsugæslunnar til að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að Greiningarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild LSH hafa þrengt inntökuskilyrði með þeim afleiðingum að tilvísunum til Þroska- og hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En þarna kemur líka til betri meðvitund foreldra og skólafólks um geðheilbrigðismál og hversu brýnt er að á þeim sé tekið með uppbyggjandi hætti. Loks er ekkert launungarmál að það hefur verið mikið álag í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og ekki að efa að þar eru börnin fórnarlömb ekki síður en fullorðnir. Nú er svo komið að biðtími í nánari greiningu á Þroska- og hegðunarstöð getur verið allt að 16 mánuðum. Flest þessara barna hafa áður þurft að þreyja langa bið eftir að komast í frumgreiningu. Foreldrum fallast nánast hendur við þessa fréttir. Búið er vísa barninu í nánari greiningu vegna alvarlegs vanda, en svo blasir þetta við. Þarna er í húfi meira en heilt skólaár. Og þetta er á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm þroskaferli eiga sér stað og fyrir barn í erfiðri stöðu getur þetta haft mjög vond áhrif á líðan og jafnvel framtíðarhorfur. Hvað varðar þann biðtíma sem börnunum er boðið upp á á okkar vinnustað þá erum við komin á endastöð, lengra verður ekki haldið í þessa átt. Núna verða hlutirnir hreinlega að breytast. Ef horft er til Danmerkur má sjá að þar var í gildi sú regla að biðtími skuli ekki vera lengri en tveir mánuðir eftir að tilvísun berst. Þann 1. september síðastliðinn var svo tekið upp það viðmið að biðtími ætti ekki vera lengri en einn mánuður. Komi til þess að sérfræðiþjónusta hins opinbera geti ekki sinnt barninu innan tímamarkanna eigi það rétt á að sækja þessa þjónustu til einkaaðila á kostnað ríkisins.Á skjön við Barnasáttmálann Auðvitað eiga börnin sér sína málsvara en þau eru ekki sterkur þrýstihópur og verða oftast að treysta á aðra til að rödd þeirra heyrist. Í þessu málefni er greinilega margt athugavert í okkar samfélagi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Mælst var til að geðheilbrigðisþjónusta við börn yrði efld og þeim tryggður betri aðgangur að greiningum og þeirri meðferð sem þörf væri á. Að auka ætti vægi sálfræðimeðferðar, efla fræðslu og félagsleg úrræði og styðja betur við foreldra og kennara (sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda á að þetta ástand kemur illa saman við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem er ein af grundvallargreinum sáttmálans. Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.Höfundar starfa báðir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brennidepil umræðunnar síðustu vikur og má hrósa fjölmiðlum fyrir það. Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra frásagnir foreldranna og barnanna sjálfra, þær fá okkur sem samfélag til að horfast betur í augu við þessi erfiðu vandamál. Frá árinu 2006 hefur nánari greiningu á ADHD verið sinnt á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru en ADHD-einkennum. Þar getur verið um að ræða kvíða og depurð, samskiptavanda, mótþróa og hegðunarerfiðleika, auk þess sem þangað er vísað börnum sem sýna af sér einhverfulíka hegðun. Ástæða þess að börnum er vísað í nánari athugun er aðkallandi og hamlandi vandi og að þau úrræði sem komið hefur verið á hafa ekki reynst nægjanleg. Auk nánari greiningar er á Þroska- og hegðunarstöð boðið upp á einstaklingsráðgjöf og hópmeðferð í formi námskeiða; svo sem uppeldisnámskeið fyrir foreldra, sérhæft námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, námskeið fyrir börn með ADHD þar sem meðal annars er unnið með einbeitingu og félagsfærni, og námskeið um kvíða sem eru sniðin bæði að börnum og foreldrum.Komin á endastöð Síðustu ár hefur ásókn í þjónustuna farið sífellt vaxandi og biðlistar lengst. Frá árinu 2008 hefur fjöldi tilvísana aukist um 60% án þess að fengist hafi fjármagn til að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið gerðar margar atlögur að ráðuneyti og yfirstjórn Heilsugæslunnar til að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að Greiningarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild LSH hafa þrengt inntökuskilyrði með þeim afleiðingum að tilvísunum til Þroska- og hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En þarna kemur líka til betri meðvitund foreldra og skólafólks um geðheilbrigðismál og hversu brýnt er að á þeim sé tekið með uppbyggjandi hætti. Loks er ekkert launungarmál að það hefur verið mikið álag í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og ekki að efa að þar eru börnin fórnarlömb ekki síður en fullorðnir. Nú er svo komið að biðtími í nánari greiningu á Þroska- og hegðunarstöð getur verið allt að 16 mánuðum. Flest þessara barna hafa áður þurft að þreyja langa bið eftir að komast í frumgreiningu. Foreldrum fallast nánast hendur við þessa fréttir. Búið er vísa barninu í nánari greiningu vegna alvarlegs vanda, en svo blasir þetta við. Þarna er í húfi meira en heilt skólaár. Og þetta er á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm þroskaferli eiga sér stað og fyrir barn í erfiðri stöðu getur þetta haft mjög vond áhrif á líðan og jafnvel framtíðarhorfur. Hvað varðar þann biðtíma sem börnunum er boðið upp á á okkar vinnustað þá erum við komin á endastöð, lengra verður ekki haldið í þessa átt. Núna verða hlutirnir hreinlega að breytast. Ef horft er til Danmerkur má sjá að þar var í gildi sú regla að biðtími skuli ekki vera lengri en tveir mánuðir eftir að tilvísun berst. Þann 1. september síðastliðinn var svo tekið upp það viðmið að biðtími ætti ekki vera lengri en einn mánuður. Komi til þess að sérfræðiþjónusta hins opinbera geti ekki sinnt barninu innan tímamarkanna eigi það rétt á að sækja þessa þjónustu til einkaaðila á kostnað ríkisins.Á skjön við Barnasáttmálann Auðvitað eiga börnin sér sína málsvara en þau eru ekki sterkur þrýstihópur og verða oftast að treysta á aðra til að rödd þeirra heyrist. Í þessu málefni er greinilega margt athugavert í okkar samfélagi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Mælst var til að geðheilbrigðisþjónusta við börn yrði efld og þeim tryggður betri aðgangur að greiningum og þeirri meðferð sem þörf væri á. Að auka ætti vægi sálfræðimeðferðar, efla fræðslu og félagsleg úrræði og styðja betur við foreldra og kennara (sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda á að þetta ástand kemur illa saman við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem er ein af grundvallargreinum sáttmálans. Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.Höfundar starfa báðir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar