Börnin látin bíða Magnús Baldursson og Katrín Davíðsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brennidepil umræðunnar síðustu vikur og má hrósa fjölmiðlum fyrir það. Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra frásagnir foreldranna og barnanna sjálfra, þær fá okkur sem samfélag til að horfast betur í augu við þessi erfiðu vandamál. Frá árinu 2006 hefur nánari greiningu á ADHD verið sinnt á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru en ADHD-einkennum. Þar getur verið um að ræða kvíða og depurð, samskiptavanda, mótþróa og hegðunarerfiðleika, auk þess sem þangað er vísað börnum sem sýna af sér einhverfulíka hegðun. Ástæða þess að börnum er vísað í nánari athugun er aðkallandi og hamlandi vandi og að þau úrræði sem komið hefur verið á hafa ekki reynst nægjanleg. Auk nánari greiningar er á Þroska- og hegðunarstöð boðið upp á einstaklingsráðgjöf og hópmeðferð í formi námskeiða; svo sem uppeldisnámskeið fyrir foreldra, sérhæft námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, námskeið fyrir börn með ADHD þar sem meðal annars er unnið með einbeitingu og félagsfærni, og námskeið um kvíða sem eru sniðin bæði að börnum og foreldrum.Komin á endastöð Síðustu ár hefur ásókn í þjónustuna farið sífellt vaxandi og biðlistar lengst. Frá árinu 2008 hefur fjöldi tilvísana aukist um 60% án þess að fengist hafi fjármagn til að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið gerðar margar atlögur að ráðuneyti og yfirstjórn Heilsugæslunnar til að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að Greiningarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild LSH hafa þrengt inntökuskilyrði með þeim afleiðingum að tilvísunum til Þroska- og hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En þarna kemur líka til betri meðvitund foreldra og skólafólks um geðheilbrigðismál og hversu brýnt er að á þeim sé tekið með uppbyggjandi hætti. Loks er ekkert launungarmál að það hefur verið mikið álag í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og ekki að efa að þar eru börnin fórnarlömb ekki síður en fullorðnir. Nú er svo komið að biðtími í nánari greiningu á Þroska- og hegðunarstöð getur verið allt að 16 mánuðum. Flest þessara barna hafa áður þurft að þreyja langa bið eftir að komast í frumgreiningu. Foreldrum fallast nánast hendur við þessa fréttir. Búið er vísa barninu í nánari greiningu vegna alvarlegs vanda, en svo blasir þetta við. Þarna er í húfi meira en heilt skólaár. Og þetta er á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm þroskaferli eiga sér stað og fyrir barn í erfiðri stöðu getur þetta haft mjög vond áhrif á líðan og jafnvel framtíðarhorfur. Hvað varðar þann biðtíma sem börnunum er boðið upp á á okkar vinnustað þá erum við komin á endastöð, lengra verður ekki haldið í þessa átt. Núna verða hlutirnir hreinlega að breytast. Ef horft er til Danmerkur má sjá að þar var í gildi sú regla að biðtími skuli ekki vera lengri en tveir mánuðir eftir að tilvísun berst. Þann 1. september síðastliðinn var svo tekið upp það viðmið að biðtími ætti ekki vera lengri en einn mánuður. Komi til þess að sérfræðiþjónusta hins opinbera geti ekki sinnt barninu innan tímamarkanna eigi það rétt á að sækja þessa þjónustu til einkaaðila á kostnað ríkisins.Á skjön við Barnasáttmálann Auðvitað eiga börnin sér sína málsvara en þau eru ekki sterkur þrýstihópur og verða oftast að treysta á aðra til að rödd þeirra heyrist. Í þessu málefni er greinilega margt athugavert í okkar samfélagi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Mælst var til að geðheilbrigðisþjónusta við börn yrði efld og þeim tryggður betri aðgangur að greiningum og þeirri meðferð sem þörf væri á. Að auka ætti vægi sálfræðimeðferðar, efla fræðslu og félagsleg úrræði og styðja betur við foreldra og kennara (sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda á að þetta ástand kemur illa saman við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem er ein af grundvallargreinum sáttmálans. Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.Höfundar starfa báðir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brennidepil umræðunnar síðustu vikur og má hrósa fjölmiðlum fyrir það. Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra frásagnir foreldranna og barnanna sjálfra, þær fá okkur sem samfélag til að horfast betur í augu við þessi erfiðu vandamál. Frá árinu 2006 hefur nánari greiningu á ADHD verið sinnt á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru en ADHD-einkennum. Þar getur verið um að ræða kvíða og depurð, samskiptavanda, mótþróa og hegðunarerfiðleika, auk þess sem þangað er vísað börnum sem sýna af sér einhverfulíka hegðun. Ástæða þess að börnum er vísað í nánari athugun er aðkallandi og hamlandi vandi og að þau úrræði sem komið hefur verið á hafa ekki reynst nægjanleg. Auk nánari greiningar er á Þroska- og hegðunarstöð boðið upp á einstaklingsráðgjöf og hópmeðferð í formi námskeiða; svo sem uppeldisnámskeið fyrir foreldra, sérhæft námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, námskeið fyrir börn með ADHD þar sem meðal annars er unnið með einbeitingu og félagsfærni, og námskeið um kvíða sem eru sniðin bæði að börnum og foreldrum.Komin á endastöð Síðustu ár hefur ásókn í þjónustuna farið sífellt vaxandi og biðlistar lengst. Frá árinu 2008 hefur fjöldi tilvísana aukist um 60% án þess að fengist hafi fjármagn til að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið gerðar margar atlögur að ráðuneyti og yfirstjórn Heilsugæslunnar til að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að Greiningarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild LSH hafa þrengt inntökuskilyrði með þeim afleiðingum að tilvísunum til Þroska- og hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En þarna kemur líka til betri meðvitund foreldra og skólafólks um geðheilbrigðismál og hversu brýnt er að á þeim sé tekið með uppbyggjandi hætti. Loks er ekkert launungarmál að það hefur verið mikið álag í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og ekki að efa að þar eru börnin fórnarlömb ekki síður en fullorðnir. Nú er svo komið að biðtími í nánari greiningu á Þroska- og hegðunarstöð getur verið allt að 16 mánuðum. Flest þessara barna hafa áður þurft að þreyja langa bið eftir að komast í frumgreiningu. Foreldrum fallast nánast hendur við þessa fréttir. Búið er vísa barninu í nánari greiningu vegna alvarlegs vanda, en svo blasir þetta við. Þarna er í húfi meira en heilt skólaár. Og þetta er á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm þroskaferli eiga sér stað og fyrir barn í erfiðri stöðu getur þetta haft mjög vond áhrif á líðan og jafnvel framtíðarhorfur. Hvað varðar þann biðtíma sem börnunum er boðið upp á á okkar vinnustað þá erum við komin á endastöð, lengra verður ekki haldið í þessa átt. Núna verða hlutirnir hreinlega að breytast. Ef horft er til Danmerkur má sjá að þar var í gildi sú regla að biðtími skuli ekki vera lengri en tveir mánuðir eftir að tilvísun berst. Þann 1. september síðastliðinn var svo tekið upp það viðmið að biðtími ætti ekki vera lengri en einn mánuður. Komi til þess að sérfræðiþjónusta hins opinbera geti ekki sinnt barninu innan tímamarkanna eigi það rétt á að sækja þessa þjónustu til einkaaðila á kostnað ríkisins.Á skjön við Barnasáttmálann Auðvitað eiga börnin sér sína málsvara en þau eru ekki sterkur þrýstihópur og verða oftast að treysta á aðra til að rödd þeirra heyrist. Í þessu málefni er greinilega margt athugavert í okkar samfélagi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Mælst var til að geðheilbrigðisþjónusta við börn yrði efld og þeim tryggður betri aðgangur að greiningum og þeirri meðferð sem þörf væri á. Að auka ætti vægi sálfræðimeðferðar, efla fræðslu og félagsleg úrræði og styðja betur við foreldra og kennara (sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda á að þetta ástand kemur illa saman við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem er ein af grundvallargreinum sáttmálans. Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.Höfundar starfa báðir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar