Börnin látin bíða Magnús Baldursson og Katrín Davíðsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brennidepil umræðunnar síðustu vikur og má hrósa fjölmiðlum fyrir það. Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra frásagnir foreldranna og barnanna sjálfra, þær fá okkur sem samfélag til að horfast betur í augu við þessi erfiðu vandamál. Frá árinu 2006 hefur nánari greiningu á ADHD verið sinnt á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru en ADHD-einkennum. Þar getur verið um að ræða kvíða og depurð, samskiptavanda, mótþróa og hegðunarerfiðleika, auk þess sem þangað er vísað börnum sem sýna af sér einhverfulíka hegðun. Ástæða þess að börnum er vísað í nánari athugun er aðkallandi og hamlandi vandi og að þau úrræði sem komið hefur verið á hafa ekki reynst nægjanleg. Auk nánari greiningar er á Þroska- og hegðunarstöð boðið upp á einstaklingsráðgjöf og hópmeðferð í formi námskeiða; svo sem uppeldisnámskeið fyrir foreldra, sérhæft námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, námskeið fyrir börn með ADHD þar sem meðal annars er unnið með einbeitingu og félagsfærni, og námskeið um kvíða sem eru sniðin bæði að börnum og foreldrum.Komin á endastöð Síðustu ár hefur ásókn í þjónustuna farið sífellt vaxandi og biðlistar lengst. Frá árinu 2008 hefur fjöldi tilvísana aukist um 60% án þess að fengist hafi fjármagn til að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið gerðar margar atlögur að ráðuneyti og yfirstjórn Heilsugæslunnar til að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að Greiningarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild LSH hafa þrengt inntökuskilyrði með þeim afleiðingum að tilvísunum til Þroska- og hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En þarna kemur líka til betri meðvitund foreldra og skólafólks um geðheilbrigðismál og hversu brýnt er að á þeim sé tekið með uppbyggjandi hætti. Loks er ekkert launungarmál að það hefur verið mikið álag í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og ekki að efa að þar eru börnin fórnarlömb ekki síður en fullorðnir. Nú er svo komið að biðtími í nánari greiningu á Þroska- og hegðunarstöð getur verið allt að 16 mánuðum. Flest þessara barna hafa áður þurft að þreyja langa bið eftir að komast í frumgreiningu. Foreldrum fallast nánast hendur við þessa fréttir. Búið er vísa barninu í nánari greiningu vegna alvarlegs vanda, en svo blasir þetta við. Þarna er í húfi meira en heilt skólaár. Og þetta er á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm þroskaferli eiga sér stað og fyrir barn í erfiðri stöðu getur þetta haft mjög vond áhrif á líðan og jafnvel framtíðarhorfur. Hvað varðar þann biðtíma sem börnunum er boðið upp á á okkar vinnustað þá erum við komin á endastöð, lengra verður ekki haldið í þessa átt. Núna verða hlutirnir hreinlega að breytast. Ef horft er til Danmerkur má sjá að þar var í gildi sú regla að biðtími skuli ekki vera lengri en tveir mánuðir eftir að tilvísun berst. Þann 1. september síðastliðinn var svo tekið upp það viðmið að biðtími ætti ekki vera lengri en einn mánuður. Komi til þess að sérfræðiþjónusta hins opinbera geti ekki sinnt barninu innan tímamarkanna eigi það rétt á að sækja þessa þjónustu til einkaaðila á kostnað ríkisins.Á skjön við Barnasáttmálann Auðvitað eiga börnin sér sína málsvara en þau eru ekki sterkur þrýstihópur og verða oftast að treysta á aðra til að rödd þeirra heyrist. Í þessu málefni er greinilega margt athugavert í okkar samfélagi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Mælst var til að geðheilbrigðisþjónusta við börn yrði efld og þeim tryggður betri aðgangur að greiningum og þeirri meðferð sem þörf væri á. Að auka ætti vægi sálfræðimeðferðar, efla fræðslu og félagsleg úrræði og styðja betur við foreldra og kennara (sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda á að þetta ástand kemur illa saman við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem er ein af grundvallargreinum sáttmálans. Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.Höfundar starfa báðir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið ánægjulegt að sjá geðheilbrigðismál barna og unglinga komast í brennidepil umræðunnar síðustu vikur og má hrósa fjölmiðlum fyrir það. Sérstaklega var áhrifaríkt að heyra frásagnir foreldranna og barnanna sjálfra, þær fá okkur sem samfélag til að horfast betur í augu við þessi erfiðu vandamál. Frá árinu 2006 hefur nánari greiningu á ADHD verið sinnt á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslunnar. Ástæður tilvísana snúa oft að fleiru en ADHD-einkennum. Þar getur verið um að ræða kvíða og depurð, samskiptavanda, mótþróa og hegðunarerfiðleika, auk þess sem þangað er vísað börnum sem sýna af sér einhverfulíka hegðun. Ástæða þess að börnum er vísað í nánari athugun er aðkallandi og hamlandi vandi og að þau úrræði sem komið hefur verið á hafa ekki reynst nægjanleg. Auk nánari greiningar er á Þroska- og hegðunarstöð boðið upp á einstaklingsráðgjöf og hópmeðferð í formi námskeiða; svo sem uppeldisnámskeið fyrir foreldra, sérhæft námskeið fyrir foreldra barna með ADHD, námskeið fyrir börn með ADHD þar sem meðal annars er unnið með einbeitingu og félagsfærni, og námskeið um kvíða sem eru sniðin bæði að börnum og foreldrum.Komin á endastöð Síðustu ár hefur ásókn í þjónustuna farið sífellt vaxandi og biðlistar lengst. Frá árinu 2008 hefur fjöldi tilvísana aukist um 60% án þess að fengist hafi fjármagn til að fjölga starfsfólki. Hafa þó verið gerðar margar atlögur að ráðuneyti og yfirstjórn Heilsugæslunnar til að rökstyðja nauðsyn þess. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að Greiningarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild LSH hafa þrengt inntökuskilyrði með þeim afleiðingum að tilvísunum til Þroska- og hegðunarstöðvar hefur fjölgað. En þarna kemur líka til betri meðvitund foreldra og skólafólks um geðheilbrigðismál og hversu brýnt er að á þeim sé tekið með uppbyggjandi hætti. Loks er ekkert launungarmál að það hefur verið mikið álag í samfélaginu í kjölfar efnahagshrunsins og ekki að efa að þar eru börnin fórnarlömb ekki síður en fullorðnir. Nú er svo komið að biðtími í nánari greiningu á Þroska- og hegðunarstöð getur verið allt að 16 mánuðum. Flest þessara barna hafa áður þurft að þreyja langa bið eftir að komast í frumgreiningu. Foreldrum fallast nánast hendur við þessa fréttir. Búið er vísa barninu í nánari greiningu vegna alvarlegs vanda, en svo blasir þetta við. Þarna er í húfi meira en heilt skólaár. Og þetta er á þeim tíma í lífinu þegar viðkvæm þroskaferli eiga sér stað og fyrir barn í erfiðri stöðu getur þetta haft mjög vond áhrif á líðan og jafnvel framtíðarhorfur. Hvað varðar þann biðtíma sem börnunum er boðið upp á á okkar vinnustað þá erum við komin á endastöð, lengra verður ekki haldið í þessa átt. Núna verða hlutirnir hreinlega að breytast. Ef horft er til Danmerkur má sjá að þar var í gildi sú regla að biðtími skuli ekki vera lengri en tveir mánuðir eftir að tilvísun berst. Þann 1. september síðastliðinn var svo tekið upp það viðmið að biðtími ætti ekki vera lengri en einn mánuður. Komi til þess að sérfræðiþjónusta hins opinbera geti ekki sinnt barninu innan tímamarkanna eigi það rétt á að sækja þessa þjónustu til einkaaðila á kostnað ríkisins.Á skjön við Barnasáttmálann Auðvitað eiga börnin sér sína málsvara en þau eru ekki sterkur þrýstihópur og verða oftast að treysta á aðra til að rödd þeirra heyrist. Í þessu málefni er greinilega margt athugavert í okkar samfélagi. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna benti fyrir meira en fjórum árum á ágalla í geðheilbrigðisþjónustu barna á Íslandi. Nefndarmenn höfðu meðal annars áhyggjur af löngum biðlistum eftir greiningu og meðferð. Mælst var til að geðheilbrigðisþjónusta við börn yrði efld og þeim tryggður betri aðgangur að greiningum og þeirri meðferð sem þörf væri á. Að auka ætti vægi sálfræðimeðferðar, efla fræðslu og félagsleg úrræði og styðja betur við foreldra og kennara (sjá gr. 38 og 39). Einnig má benda á að þetta ástand kemur illa saman við 3 gr. Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna sem er ein af grundvallargreinum sáttmálans. Það er fagnaðarefni að geðheilbrigðisstefna sé að fara að líta dagsins ljós og vonandi að í henni felist úrbætur til handa börnum og unglingum. Mikilvægt er að þeir sem með fjárveitingavaldið fara hugi betur að þörfum þessara barna. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn.Höfundar starfa báðir á Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun