Misrétti í launastefnu ríkisfyrirtækja? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar 22. október 2015 07:00 Greinarhöfundur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) 1999-2014. Eitt af því sem vakti undrun mína á þessum tíma var hve mjög misjafnlega virðist vera gefið þegar kemur að rekstrarfé ríkisfyrirtækja. Sum þeirra virðast fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan önnur berjast í bökkum og þurfa reglulega að glíma við niðurskurð, m.a. með kvalafullum uppsögnum starfsmanna. Þegar meðallaun nokkurra ríkisfyrirtækja eru skoðuð í síðustu samantekt Frjálsrar verslunar, „300 stærstu“, kemur í ljós mikill launamunur. Eins og sést á súluritinu sem hér fylgir, munar miklu á meðallaunum þess fyrirtækis sem greiðir hæstu meðallaunin og þess sem greiðir þau lægstu. Af þessum tölum má álykta sem svo að Landsvirkjun sé með launahæstu fyrirtækjum landsins, að einkafyrirtækjum meðtöldum. Samkvæmt þessu voru meðalmánaðarlaun starfsmanna hjá Landsvirkjun 900 þúsund krónur á móti 500 þúsund króna meðallaunum hjá RÚV. Nú má sjálfsagt skýra eitthvað af þessum mikla launamun með mismunandi menntunarstigi starfsmanna þessara fyrirtækja, en tæplega þó allan. Af þessu má draga þá ályktun að ákveðið misræmi sé í launastefnu ríkisfyrirtækja. Spurningin er því hvort þessi launamunur sé eðlilegur og geti flokkast undir góða stjórnunarhætti? Eru launin hjá RÚV of lág eða eru launin hjá Landsvirkjun of há, nema hvort tveggja sé?Mega sum ríkisfyrirtæki strá um sig almannafé? Aðeins nokkur hundruð metrar skilja að ríkisfyrirtækin RÚV í Efstaleiti og Landsvirkjun í Háaleiti. Fleiri hundruð þúsund krónur skilja hins vegar fyrirtækin að í mánaðarlaunum starfsmanna. Annað fyrirtækið sér landsmönnum fyrir dagskrárefni á öldum ljósvakans en hitt sér þjóðinni fyrir raforku. Miklar niðurskurðarkröfur eru jafnan gerðar til RÚV en Landsvirkjun virðist sigla lygnan sjó og hafa meira en nóg umleikis.Íburðarmiklir aðalfundir Landsvirkjunar hafa vakið athygli þar sem kostnaðurinn virðist hlaupa á milljónum króna. Kostnaður við aðalfundi RÚV er hins vegar nokkrir tugir þúsunda. Á sama tíma og rekstrarliðir RÚV eru landsmönnum opnir og gegnsæir, virðist annað gilda um fjárreiður Landsvirkjunar. T.d. er ómögulegt að sjá af ársreikningi fyrirtækisins hve miklu fé er eytt í markaðsmál. Því er flækt saman við svokallaðan þróunarkostnað. Þessi rekstrarliður er hins vegar mjög skýr í ársreikningi RÚV. Það er ekki langt síðan Landsvirkjun barst fyrirspurn frá Alþingi þar sem óskað var eftir upplýsingum um kostnað vegna skoðunar fyrirtækisins á lagningu sæstrengs til Bretlands. Ljóst er að fyrirtækið er búið að leggja í verulegan kostnað sem tengist þessu verkefni undanfarin 5-6 ár. Landsvirkjun neitaði hins vegar að veita Alþingi umbeðnar upplýsingar og bar við samkeppnisástæðum. Sá fyrirsláttur er illskiljanlegur þegar óumdeilt er að Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu á íslenskum orkumarkaði og á ekki í neinni samkeppni. Ljóst er því að ekki gilda sömu lögmál um fjárreiður þessara tveggja ríkisfyrirtækja sem borin eru saman hér að ofan. Fyrirfram skyldi maður þó ætla að krafan væri sú að öll ríkisfyrirtæki væru rekin á sem hagkvæmastan hátt þannig að þau skiluðu sem mestum afgangi í ríkissjóð þegar svo ber undir. Sú virðist þó ekki vera raunin. Lög um þetta virðast heldur ekki vera til. Rekstrarforsendur ríkisfyrirtækja eru mjög mismunandi. Fjármunir sumra eru skornir við nögl en önnur virðast geta slegið um sig að vild. Brýnt virðist vera að sett séu samræmd lög og reglur um þetta þannig að ákveðin ríkisfyrirtæki geti ekki gengið á lagið og ráðstafað hagnaði sínum fyrirfram í trássi við hagsmuni eigenda sinna, almennings í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Ríkisútvarpinu (RÚV) 1999-2014. Eitt af því sem vakti undrun mína á þessum tíma var hve mjög misjafnlega virðist vera gefið þegar kemur að rekstrarfé ríkisfyrirtækja. Sum þeirra virðast fitna eins og púkinn á fjósbitanum á meðan önnur berjast í bökkum og þurfa reglulega að glíma við niðurskurð, m.a. með kvalafullum uppsögnum starfsmanna. Þegar meðallaun nokkurra ríkisfyrirtækja eru skoðuð í síðustu samantekt Frjálsrar verslunar, „300 stærstu“, kemur í ljós mikill launamunur. Eins og sést á súluritinu sem hér fylgir, munar miklu á meðallaunum þess fyrirtækis sem greiðir hæstu meðallaunin og þess sem greiðir þau lægstu. Af þessum tölum má álykta sem svo að Landsvirkjun sé með launahæstu fyrirtækjum landsins, að einkafyrirtækjum meðtöldum. Samkvæmt þessu voru meðalmánaðarlaun starfsmanna hjá Landsvirkjun 900 þúsund krónur á móti 500 þúsund króna meðallaunum hjá RÚV. Nú má sjálfsagt skýra eitthvað af þessum mikla launamun með mismunandi menntunarstigi starfsmanna þessara fyrirtækja, en tæplega þó allan. Af þessu má draga þá ályktun að ákveðið misræmi sé í launastefnu ríkisfyrirtækja. Spurningin er því hvort þessi launamunur sé eðlilegur og geti flokkast undir góða stjórnunarhætti? Eru launin hjá RÚV of lág eða eru launin hjá Landsvirkjun of há, nema hvort tveggja sé?Mega sum ríkisfyrirtæki strá um sig almannafé? Aðeins nokkur hundruð metrar skilja að ríkisfyrirtækin RÚV í Efstaleiti og Landsvirkjun í Háaleiti. Fleiri hundruð þúsund krónur skilja hins vegar fyrirtækin að í mánaðarlaunum starfsmanna. Annað fyrirtækið sér landsmönnum fyrir dagskrárefni á öldum ljósvakans en hitt sér þjóðinni fyrir raforku. Miklar niðurskurðarkröfur eru jafnan gerðar til RÚV en Landsvirkjun virðist sigla lygnan sjó og hafa meira en nóg umleikis.Íburðarmiklir aðalfundir Landsvirkjunar hafa vakið athygli þar sem kostnaðurinn virðist hlaupa á milljónum króna. Kostnaður við aðalfundi RÚV er hins vegar nokkrir tugir þúsunda. Á sama tíma og rekstrarliðir RÚV eru landsmönnum opnir og gegnsæir, virðist annað gilda um fjárreiður Landsvirkjunar. T.d. er ómögulegt að sjá af ársreikningi fyrirtækisins hve miklu fé er eytt í markaðsmál. Því er flækt saman við svokallaðan þróunarkostnað. Þessi rekstrarliður er hins vegar mjög skýr í ársreikningi RÚV. Það er ekki langt síðan Landsvirkjun barst fyrirspurn frá Alþingi þar sem óskað var eftir upplýsingum um kostnað vegna skoðunar fyrirtækisins á lagningu sæstrengs til Bretlands. Ljóst er að fyrirtækið er búið að leggja í verulegan kostnað sem tengist þessu verkefni undanfarin 5-6 ár. Landsvirkjun neitaði hins vegar að veita Alþingi umbeðnar upplýsingar og bar við samkeppnisástæðum. Sá fyrirsláttur er illskiljanlegur þegar óumdeilt er að Landsvirkjun er í markaðsráðandi stöðu á íslenskum orkumarkaði og á ekki í neinni samkeppni. Ljóst er því að ekki gilda sömu lögmál um fjárreiður þessara tveggja ríkisfyrirtækja sem borin eru saman hér að ofan. Fyrirfram skyldi maður þó ætla að krafan væri sú að öll ríkisfyrirtæki væru rekin á sem hagkvæmastan hátt þannig að þau skiluðu sem mestum afgangi í ríkissjóð þegar svo ber undir. Sú virðist þó ekki vera raunin. Lög um þetta virðast heldur ekki vera til. Rekstrarforsendur ríkisfyrirtækja eru mjög mismunandi. Fjármunir sumra eru skornir við nögl en önnur virðast geta slegið um sig að vild. Brýnt virðist vera að sett séu samræmd lög og reglur um þetta þannig að ákveðin ríkisfyrirtæki geti ekki gengið á lagið og ráðstafað hagnaði sínum fyrirfram í trássi við hagsmuni eigenda sinna, almennings í landinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar