Innlent

Iðnaðarráðherra vottar Svíum samúð sína

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir vísir/ernir
„Hugur minn er hjá íbúum Trollhattan eftir þennan hræðilega atburð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra á Facebook- síðu sinni. Þrír létu lífið og tveir eru alvarlega slasaðir eftir hnífaárás í skóla í bænum í kvöld.

„Trollhattan er vinarbær Reykjanesbæjar og hefur verið um langt skeið. Ég hef tvisvar farið þangað og keppt á vinarbæjarmótum bæði í handbolta og fótbolta og á góðar minningar frá þeim tíma,“segir hún.

Árásarmaðurinn réðist grímuklæddur í skólann vopnaður sverði  og var einn kennari við skólann látinn þegar lögreglu bar að garði. Síðar lést ellefu ára drengur á sjúkrahúsi. Þá skaut lögregla árásarmanninn til bana á vettvangi.

Hugur minn er hjá íbúum Trollhattan eftir þennan hræðilega atburð. Trollhattan er vinarbær Reykjanesbæjar og hefur verið...

Posted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on 22. október 2015

Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn lést á sjúkrahúsi

Maðurinn sem réðst inn í skóla í bænum Trollhattann í suðvesturhluta Svíþjóðar í morgun lést á sjúkrahúsi í dag en lögregla skaut hann á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×