Hagfræðistofnun HÍ: Stytting framhaldsskólanáms skilar hagræðingu upp á 2-3 milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. október 2015 14:25 Kynning á skýrslunni fór fram í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Getty Stytting framhaldsnámsins mun skila hagræðingu innan skólakerfisins sjálfs upp á 2-3 milljarða króna sem skiptist milli haghafa innan kerfisins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem kom út í dag. Skýrslan var kynnt í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Þá er það fullyrt í skýrslunni að með því að stytta námið muni brottfall minnka en staðreyndin er sú að í dag ljúka aðeins 45 prósent þeirra sem skrá sig í framhaldsskólanám við það á fjórum árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Verzlunarskóli Íslands hefur verið vinsælasti framhaldsskólinn undanfarin ár ef mið er tekið af aðsókn.Visir/Vilhelm„Ljóst er að styttingin myndi auka hvata til menntunar og hraðari námsframvindu, samhliða því að atvinnuþátttaka nemenda myndi minnka,“ segir í skýrslunni en fjölmargir nemendur stunda vinnu með námi. Skýrsluhöfundar telja að með þriggja ára framhaldsskólanámi verði fórnarkostnaður við menntun lægri. Hagræðingin skilar sér til þriggja haghafa í kerfinu að mati skýrsluhöfunda. „Það er til kennara í formi hærri launa, nemenda sem bætt þjónusta og skattgreiðenda sem lægri framlög á fjárlögum til framhaldsmenntunar. En hvað kemur í hvers hlut er aftur á móti erfiðar um að geta,“ segir í skýrslunni. „Ætla má að markmið stjórnvalda á öðrum sviðum, semsagt í byggðamálum ráði miklu um hvernig staðið verður að breytingum vegna fækkunar nemenda.“Tölfræðina má nálgast í skýrslunni á vef Hagfræðistofnunar.Vísir/GVAÍ skýrslunni er einnig talað um að styttingin muni einnig hafa töluverð skammtímaáhrif á vinnumarkaðinn þar sem fyrrum fjórða árs nemar munu koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það muni skila fjölgun fólks á vinnumarkaði yfir nokkurra ára bil. „Fjölgunin mun hafa í för með sér útvíkkun framleiðslumöguleikajaðarsins í nokkrum lotum og þar af leiðandi auka hagvöxt næstu fjögur til fimm árin eftir að breytingin gengur í gegn. Hér er áætlað að fækkun framhaldsskólanema um 2.800 ársnemendur muni skila um 1800 - 2000 ársverkum út í atvinnulífið á fjórum til fimm árum sem felur í sér 0,9 - 1,1% aukningu mannafla.Námið dregst á langinn og endar með því að aðeins 58 prósent þeirra sem hefja nám ljúka því innan sex ára.Vísir/gvaÞessi vinnuaflsinnspýting mun væntanlega skila 0,7-0,85%, hagvexti eða um 14-17 milljarða króna aukningu á landsframleiðslu ef miðað er við núverandi þáttaframlegð vinnuafls. Sú hagvaxtaraukning mun skila samtals fimm til sjö milljörðum í auknum skatttekjum á tímabilinu ef miðað er við forsendur um 40 prósent meðalskattheimtu.“ Fyrrnefnt mat er að gefnum þremur forsendum. Í fyrsta lagi að næg vinna sé til staðar fyrir þennan aukna fjölda sem bætist við, í öðru lagi er gert ráð fyrir að framleiðni þessarar aukningar við mannaflann vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé jafn meðalframleiðni í hagkerfinu og í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að svo tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning vinnuafls miðað við heildarmannaafla á vinnumarkaði muni ekki gera kröfu um sérstaka aukningu fjármagnsstofnsins til þess að hagvaxtaráhrifin komi fram. Tengdar fréttir Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30 Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48 Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Stytting framhaldsnámsins mun skila hagræðingu innan skólakerfisins sjálfs upp á 2-3 milljarða króna sem skiptist milli haghafa innan kerfisins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem kom út í dag. Skýrslan var kynnt í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Þá er það fullyrt í skýrslunni að með því að stytta námið muni brottfall minnka en staðreyndin er sú að í dag ljúka aðeins 45 prósent þeirra sem skrá sig í framhaldsskólanám við það á fjórum árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Verzlunarskóli Íslands hefur verið vinsælasti framhaldsskólinn undanfarin ár ef mið er tekið af aðsókn.Visir/Vilhelm„Ljóst er að styttingin myndi auka hvata til menntunar og hraðari námsframvindu, samhliða því að atvinnuþátttaka nemenda myndi minnka,“ segir í skýrslunni en fjölmargir nemendur stunda vinnu með námi. Skýrsluhöfundar telja að með þriggja ára framhaldsskólanámi verði fórnarkostnaður við menntun lægri. Hagræðingin skilar sér til þriggja haghafa í kerfinu að mati skýrsluhöfunda. „Það er til kennara í formi hærri launa, nemenda sem bætt þjónusta og skattgreiðenda sem lægri framlög á fjárlögum til framhaldsmenntunar. En hvað kemur í hvers hlut er aftur á móti erfiðar um að geta,“ segir í skýrslunni. „Ætla má að markmið stjórnvalda á öðrum sviðum, semsagt í byggðamálum ráði miklu um hvernig staðið verður að breytingum vegna fækkunar nemenda.“Tölfræðina má nálgast í skýrslunni á vef Hagfræðistofnunar.Vísir/GVAÍ skýrslunni er einnig talað um að styttingin muni einnig hafa töluverð skammtímaáhrif á vinnumarkaðinn þar sem fyrrum fjórða árs nemar munu koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það muni skila fjölgun fólks á vinnumarkaði yfir nokkurra ára bil. „Fjölgunin mun hafa í för með sér útvíkkun framleiðslumöguleikajaðarsins í nokkrum lotum og þar af leiðandi auka hagvöxt næstu fjögur til fimm árin eftir að breytingin gengur í gegn. Hér er áætlað að fækkun framhaldsskólanema um 2.800 ársnemendur muni skila um 1800 - 2000 ársverkum út í atvinnulífið á fjórum til fimm árum sem felur í sér 0,9 - 1,1% aukningu mannafla.Námið dregst á langinn og endar með því að aðeins 58 prósent þeirra sem hefja nám ljúka því innan sex ára.Vísir/gvaÞessi vinnuaflsinnspýting mun væntanlega skila 0,7-0,85%, hagvexti eða um 14-17 milljarða króna aukningu á landsframleiðslu ef miðað er við núverandi þáttaframlegð vinnuafls. Sú hagvaxtaraukning mun skila samtals fimm til sjö milljörðum í auknum skatttekjum á tímabilinu ef miðað er við forsendur um 40 prósent meðalskattheimtu.“ Fyrrnefnt mat er að gefnum þremur forsendum. Í fyrsta lagi að næg vinna sé til staðar fyrir þennan aukna fjölda sem bætist við, í öðru lagi er gert ráð fyrir að framleiðni þessarar aukningar við mannaflann vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé jafn meðalframleiðni í hagkerfinu og í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að svo tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning vinnuafls miðað við heildarmannaafla á vinnumarkaði muni ekki gera kröfu um sérstaka aukningu fjármagnsstofnsins til þess að hagvaxtaráhrifin komi fram.
Tengdar fréttir Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30 Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48 Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30
Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48
Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði