Innlent

Óskað eftir aðstoð almennings við leitina að Herði Björnssyni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Leitað hefur verið að Herði síðan 14. október sl.
Leitað hefur verið að Herði síðan 14. október sl. Samsett
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir hjálp almennings við leitina að Herði Björnssyni sem leitað hefur verið árangurslaust síðan 14. október. Í fyrramálið mun lögreglan ásamt björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar leita á höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningu frá Lögreglunni segir að mikill fjöldi björgunarsveitamanna muni koma að leitinni en jafnframt er sérstaklega óskað eftir því að fólk leit í görðum sínum og nærumhverfi, en einnig öðrum svæðum sem því finnst koma til greina að Hörður gæti leynst. Ef fólk verður Harðar vart er það beðið um að tilkynna það strax í 112.

Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg. Síðast er vitað um ferðir hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04:00 þann 14. október sl. Hörður er ekki talinn hættulegur.


Tengdar fréttir

Leitað áfram á Suðurlandi í dag

Hörður Björnsson er enn ófundinn. Leitað var á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði fram að kvöldmat í gær.

Leita að manni sem vill ekki finnast

Á fjórða hundrað manns hafa leitað Harðar Björnssonar frá því á fimmtudag. Lögreglu hafa borist tugir ábendinga um ferðir Harðar en fleiri vísbendingar vantar.

Leita enn að Herði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×