Innlent

Lögreglan keyrði fram á líkamsárás

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Fórnarlamb árásarinnar var flutt á slysadeild til skoðunar.
Fórnarlamb árásarinnar var flutt á slysadeild til skoðunar. vísir/tumi
Lögreglumenn sem voru við eftirlit í miðbænum keyrðu fram á líkamsárás í miðbænum í nótt. Árásaraðilinn var handtekinn, samkvæmt tilkynningu lögreglu, og færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar var hann látinn dúsa í fangageymslu. Maðurinn verður yfirheyrður í dag.

Fórnarlamb árásarinnar var flutt á slysadeild til skoðunar.

Önnur líkamsárás átti sér stað á skemmtistað í miðbænum og fékk sá sem fyrir árásinni varð minniháttar áverka í andliti. Honum var ráðlagt að fara á slysadeild til skoðunar. Lögreglan veit ekki hver réðist á viðkomandi.

Lögreglu var þá tilkynnt um yfirstandandi innbrot í Breiðholti. Þegar komið var á staðinn reyndi innbrotsþjófurinn að flýja af vettvangi en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum, sem handtóku hann. Einnig var brotist inn á veitingastað í miðbænum og áfengi stolið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×