Innlent

Berst fyrir orðspori kirkjunnar: „Kirkjan er ekki umbúðir“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur.
Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur.
„Það var eitthvað sem gerðist innra með mér og ég tók þá ákvörðun að ég ætla núna í eina viku að sýna klippur og myndbrot úr starfinu. Þetta er til að sýna ykkur að kirkjan er ekki umbúðir, hún er lífræn.“

Þetta segir Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garðabæ í myndbroti sem hún birti á Facebook síðu sinni í dag. Það sem fékk hana til þess að taka þessa ákvörðun voru ummæli sem aðili setti inn á Facebook síðu hennar: „Kirkjan er bara umbúðir.“ Þetta stakk Jónu og hún ákvað að grípa til aðgerða.

„Nú hefst fjörið!“ skrifar Jóna en mikið hefur gustað um kirkjuna að undanförnu í tengslum við samviskufrelsi presta auk þess sem krafan um aðskilnað ríkis og kirkju dúkkar alltaf upp annað slagið.

Nú hefst fjörið!

Posted by Jóna Hrönn Bolladóttir on Saturday, October 24, 2015
Hún tók upp myndbandið klukkan níu í morgun áður en hún lagði af stað á ráðstefnu um lífræna kirkju. Myndbandið má sjá hér að ofan. Eins og áður segir hyggst hún birta myndbönd af og til alla vikuna. Hún hefur þegar birt tvö myndbönd af ráðstefnunni og annað þeirra má sjá hér að neðan.

Hægt er að fylgjast með Jónu Hrönn með því að fylgja henni á Facebook.





Gluggi nr. 1 - Umbúðir eða inn innhald? Neal Cole segir: Kirkjan snýst ekki um aðferðafræði heldur Jesú Krists. Þess vegna er kirkjan ekki umbúðir heldur bara lærisveinar gæjans frá Nasaret.

Posted by Jóna Hrönn Bolladóttir on Saturday, October 24, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×