Innlent

Rauði Krossinn setti jarðskjálfta á svið

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Æfingin hefur staðið yfir í alla nótt og mun ekki ljúka fyrr en seinna í dag.
Æfingin hefur staðið yfir í alla nótt og mun ekki ljúka fyrr en seinna í dag. vísir/andri marínó
Jarðskjálfti var settur á svið á Suðurlandi síðdegis í gær en um æfingu sjálfboðaliða Rauða krossins er að ræða. Æfingin hefur staðið yfir í alla nótt og mun ekki ljúka fyrr en seinna í dag.

Æfing Rauða Kross Íslands hefur gengið vel en fjöldahjálpabúðir hafa verið settar upp við Goðaland. Gylfi Þór Þorsteinsson er sjálfboðaliði hjá Rauða Kross Íslands.

„Þetta hefur gengið, að mestum hluta ljómandi vel. Við erum að reyna svolítið á þann búnað sem við eigum. Við eigum mikinn búnað til að setja upp þessar fjöldahjálparstöðvar. Bæði erum við með tjöld og bedda og rafstöðvar og annað sem þarf að setja í gang og þetta þarf allt að prófa svo þetta sé nú örugglega í lagi þegar kallið kemur,“ segir hann.

Svo umfangsmiklar æfingar eins og þessi eru framkvæmdar með nokkurra ára fresti en minni æfingar eru haldnar með styttra millibili.

„Oftast erum við nú með minni æfingar, svokallaðar skrifborðsæfingar en við reynum að vera með svona stórar æfingar á nokkurra ára fresti,“ segir hann.

„Við rauði krossinn hefur ákveðnu hlutverki að gegna í almannavarnakerfinu, t.d. við flugvelli landsins þannig að það eru flugslysaæfingar reglulega á flugvöllum þar sem okkar fólk í rauða krossinum kemur að. Síðan höfum við verði að æfa alls konar aðra viðburði svo sem eins og náttúruhamfarir eða annað þannig að við þurfum að vera tilbúin,“ segir Gylfi Þór. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×