Felldu tillögu SUS: Sameinuð um kynjakvóta Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 17:31 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra „Ég var líka einu sinni tvítug, ég trúði því að jafnrétti væri innan seilingar. Það væri bara rétt handan við hornið og ég var á móti öllum aðgerðum til að flýta því,“ þetta sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun um jöfn tækifæri var lagt til að: „Öllum hugmyndum um þvingað jafnræði, á borð við kynjakvóta, er hafnað.“ Tillagan tekur undir með sjónarmiðum SUS í fréttum vísis í gær. Páley lagði fram breytingartillögu þess efnis að setningin félli úr ályktuninni. „En síðan eru liðin tuttugu ár og við erum bara staðin í stað. Við erum meira að segja farin aftur á bak. Hjá okkur eru hlutirnir að gerast of hægt. Ég ætla síður en svo að fara að tala fyrir kynjakvótum og fléttulistum en það er ljóst að við þurfum aðgerðir ef við ætlum ekki að bíða eftir því að jafnrétti komi til okkar. Þessi setning sem ég vil að verði felld út gengur of langt og er algjörlega í ósamræmi við það sem komið fram hjá formanni okkar,“ bætti Páley við og tók þar með undir sjónarmið Bjarna Benediktssonar í setningarræðu hans á landsfundi um jafnan rétt kynjanna. Ungar konur, með Laufey Rún Ketilsdóttir formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna í broddi fylkingar, komu í pontu og lýstu þeirri skoðun sinni að það væru vond skilaboð til ungra kvenna að þær þurfi hjálp til að komast áfram í lífinu. Þær komist þangað sem þær vilja á eigin verðleikum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði orð í belg og sagði: „Af hverju er ekki jafnrétti í okkar samfélagi? Vegna þess að ekki bara í áratugi, ekki bara í árhundruð heldur í árþúsund hefur staðan verið sú að öðru kyninu hefur verið haldið frá völdum og mismunum hefur verið allan þennan tíma. Það er ekki fyrr en fyrst núna í nútímanum að þessi þróun er að snúast við. Og ekki halda það í eina sekúndu að við séum ekki menguð af þessari sögu. En í ljósi þess að ójafnræðið hefur verið svo mikið og svo lengi þá tel ég að það sé nauðsynlegt að við horfum til þessarar stöðu og höfum það í huga að þessi saga hvílir á okkur.“ Hann tók undir með Páleyju að setningin ætti að fara út. Það fyrirkomulag að óska eftir tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni þegar tilnefnt væri í nefndir ríkisins væri gott og hefði gefist vel. Það þvingaði fólk til að hugleiða jafnrétti og hafa jafn marga af gagnstæðu kyni í nefndum og ráðum ríkisins. Tillaga Páleyjar um að fella ætti setninguna út var samþykkt með miklum meirihluta á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn tekur því ekki skýra afstöðu gegn kynjakvótum. Tengdar fréttir SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Ég var líka einu sinni tvítug, ég trúði því að jafnrétti væri innan seilingar. Það væri bara rétt handan við hornið og ég var á móti öllum aðgerðum til að flýta því,“ þetta sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun um jöfn tækifæri var lagt til að: „Öllum hugmyndum um þvingað jafnræði, á borð við kynjakvóta, er hafnað.“ Tillagan tekur undir með sjónarmiðum SUS í fréttum vísis í gær. Páley lagði fram breytingartillögu þess efnis að setningin félli úr ályktuninni. „En síðan eru liðin tuttugu ár og við erum bara staðin í stað. Við erum meira að segja farin aftur á bak. Hjá okkur eru hlutirnir að gerast of hægt. Ég ætla síður en svo að fara að tala fyrir kynjakvótum og fléttulistum en það er ljóst að við þurfum aðgerðir ef við ætlum ekki að bíða eftir því að jafnrétti komi til okkar. Þessi setning sem ég vil að verði felld út gengur of langt og er algjörlega í ósamræmi við það sem komið fram hjá formanni okkar,“ bætti Páley við og tók þar með undir sjónarmið Bjarna Benediktssonar í setningarræðu hans á landsfundi um jafnan rétt kynjanna. Ungar konur, með Laufey Rún Ketilsdóttir formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna í broddi fylkingar, komu í pontu og lýstu þeirri skoðun sinni að það væru vond skilaboð til ungra kvenna að þær þurfi hjálp til að komast áfram í lífinu. Þær komist þangað sem þær vilja á eigin verðleikum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði orð í belg og sagði: „Af hverju er ekki jafnrétti í okkar samfélagi? Vegna þess að ekki bara í áratugi, ekki bara í árhundruð heldur í árþúsund hefur staðan verið sú að öðru kyninu hefur verið haldið frá völdum og mismunum hefur verið allan þennan tíma. Það er ekki fyrr en fyrst núna í nútímanum að þessi þróun er að snúast við. Og ekki halda það í eina sekúndu að við séum ekki menguð af þessari sögu. En í ljósi þess að ójafnræðið hefur verið svo mikið og svo lengi þá tel ég að það sé nauðsynlegt að við horfum til þessarar stöðu og höfum það í huga að þessi saga hvílir á okkur.“ Hann tók undir með Páleyju að setningin ætti að fara út. Það fyrirkomulag að óska eftir tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni þegar tilnefnt væri í nefndir ríkisins væri gott og hefði gefist vel. Það þvingaði fólk til að hugleiða jafnrétti og hafa jafn marga af gagnstæðu kyni í nefndum og ráðum ríkisins. Tillaga Páleyjar um að fella ætti setninguna út var samþykkt með miklum meirihluta á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn tekur því ekki skýra afstöðu gegn kynjakvótum.
Tengdar fréttir SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30