Felldu tillögu SUS: Sameinuð um kynjakvóta Snærós Sindradóttir skrifar 25. október 2015 17:31 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra „Ég var líka einu sinni tvítug, ég trúði því að jafnrétti væri innan seilingar. Það væri bara rétt handan við hornið og ég var á móti öllum aðgerðum til að flýta því,“ þetta sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun um jöfn tækifæri var lagt til að: „Öllum hugmyndum um þvingað jafnræði, á borð við kynjakvóta, er hafnað.“ Tillagan tekur undir með sjónarmiðum SUS í fréttum vísis í gær. Páley lagði fram breytingartillögu þess efnis að setningin félli úr ályktuninni. „En síðan eru liðin tuttugu ár og við erum bara staðin í stað. Við erum meira að segja farin aftur á bak. Hjá okkur eru hlutirnir að gerast of hægt. Ég ætla síður en svo að fara að tala fyrir kynjakvótum og fléttulistum en það er ljóst að við þurfum aðgerðir ef við ætlum ekki að bíða eftir því að jafnrétti komi til okkar. Þessi setning sem ég vil að verði felld út gengur of langt og er algjörlega í ósamræmi við það sem komið fram hjá formanni okkar,“ bætti Páley við og tók þar með undir sjónarmið Bjarna Benediktssonar í setningarræðu hans á landsfundi um jafnan rétt kynjanna. Ungar konur, með Laufey Rún Ketilsdóttir formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna í broddi fylkingar, komu í pontu og lýstu þeirri skoðun sinni að það væru vond skilaboð til ungra kvenna að þær þurfi hjálp til að komast áfram í lífinu. Þær komist þangað sem þær vilja á eigin verðleikum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði orð í belg og sagði: „Af hverju er ekki jafnrétti í okkar samfélagi? Vegna þess að ekki bara í áratugi, ekki bara í árhundruð heldur í árþúsund hefur staðan verið sú að öðru kyninu hefur verið haldið frá völdum og mismunum hefur verið allan þennan tíma. Það er ekki fyrr en fyrst núna í nútímanum að þessi þróun er að snúast við. Og ekki halda það í eina sekúndu að við séum ekki menguð af þessari sögu. En í ljósi þess að ójafnræðið hefur verið svo mikið og svo lengi þá tel ég að það sé nauðsynlegt að við horfum til þessarar stöðu og höfum það í huga að þessi saga hvílir á okkur.“ Hann tók undir með Páleyju að setningin ætti að fara út. Það fyrirkomulag að óska eftir tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni þegar tilnefnt væri í nefndir ríkisins væri gott og hefði gefist vel. Það þvingaði fólk til að hugleiða jafnrétti og hafa jafn marga af gagnstæðu kyni í nefndum og ráðum ríkisins. Tillaga Páleyjar um að fella ætti setninguna út var samþykkt með miklum meirihluta á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn tekur því ekki skýra afstöðu gegn kynjakvótum. Tengdar fréttir SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
„Ég var líka einu sinni tvítug, ég trúði því að jafnrétti væri innan seilingar. Það væri bara rétt handan við hornið og ég var á móti öllum aðgerðum til að flýta því,“ þetta sagði Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun um jöfn tækifæri var lagt til að: „Öllum hugmyndum um þvingað jafnræði, á borð við kynjakvóta, er hafnað.“ Tillagan tekur undir með sjónarmiðum SUS í fréttum vísis í gær. Páley lagði fram breytingartillögu þess efnis að setningin félli úr ályktuninni. „En síðan eru liðin tuttugu ár og við erum bara staðin í stað. Við erum meira að segja farin aftur á bak. Hjá okkur eru hlutirnir að gerast of hægt. Ég ætla síður en svo að fara að tala fyrir kynjakvótum og fléttulistum en það er ljóst að við þurfum aðgerðir ef við ætlum ekki að bíða eftir því að jafnrétti komi til okkar. Þessi setning sem ég vil að verði felld út gengur of langt og er algjörlega í ósamræmi við það sem komið fram hjá formanni okkar,“ bætti Páley við og tók þar með undir sjónarmið Bjarna Benediktssonar í setningarræðu hans á landsfundi um jafnan rétt kynjanna. Ungar konur, með Laufey Rún Ketilsdóttir formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna í broddi fylkingar, komu í pontu og lýstu þeirri skoðun sinni að það væru vond skilaboð til ungra kvenna að þær þurfi hjálp til að komast áfram í lífinu. Þær komist þangað sem þær vilja á eigin verðleikum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra lagði orð í belg og sagði: „Af hverju er ekki jafnrétti í okkar samfélagi? Vegna þess að ekki bara í áratugi, ekki bara í árhundruð heldur í árþúsund hefur staðan verið sú að öðru kyninu hefur verið haldið frá völdum og mismunum hefur verið allan þennan tíma. Það er ekki fyrr en fyrst núna í nútímanum að þessi þróun er að snúast við. Og ekki halda það í eina sekúndu að við séum ekki menguð af þessari sögu. En í ljósi þess að ójafnræðið hefur verið svo mikið og svo lengi þá tel ég að það sé nauðsynlegt að við horfum til þessarar stöðu og höfum það í huga að þessi saga hvílir á okkur.“ Hann tók undir með Páleyju að setningin ætti að fara út. Það fyrirkomulag að óska eftir tveimur einstaklingum af gagnstæðu kyni þegar tilnefnt væri í nefndir ríkisins væri gott og hefði gefist vel. Það þvingaði fólk til að hugleiða jafnrétti og hafa jafn marga af gagnstæðu kyni í nefndum og ráðum ríkisins. Tillaga Páleyjar um að fella ætti setninguna út var samþykkt með miklum meirihluta á fundinum. Sjálfstæðisflokkurinn tekur því ekki skýra afstöðu gegn kynjakvótum.
Tengdar fréttir SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
SUS styður ekki kynjakvóta í Sjálfstæðisflokknum Tvö sterk félög innan flokksins takast á um kynjakvóta og jafnréttismál. 24. október 2015 14:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent