Innlent

Vilja fjölga klósettum við Dynjanda

Vestfirðir 2015 Dynjandi foss ferðamenn Arnarfjörður
Vestfirðir 2015 Dynjandi foss ferðamenn Arnarfjörður
Umhverfismál Næsta vor hefjast að fullu framkvæmdir vegna innviðauppbyggingar við náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði. Fossinn og umhverfi hans er einn fjölsóttasti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum. „Ferðamönnum þar hefur fjölgað mun hraðar en gert var ráð fyrir og við því þarf að bregðast,“ segir í umfjöllun á vef Umhverfisstofnunar sem fékk styrk til til framkvæmdanna. „Hönnunarvinnu er að mestu lokið á þeim framkvæmdum sem áætlað er að fara í, en þær eru: stækkun og malbikun bílastæðis og göngustígs fyrir hreyfihamlaða, viðhald á núverandi göngustígum og smíðar og uppsetning á pöllum úr járni við helstu útsýnisstaði.“ Fram kemur að í sumar hafi verið sett upp fjögur ný upplýsinga- og fræðsluskilti, ásamt því að malarefni í göngustíga hafi verið flutt með þyrlu á þá staði sem ekki var hægt að koma efni að með öðrum leiðum. Áætlað er að þessum framkvæmdum verði lokið í október á næsta ári. „En fleiri þættir kalla á endurbætur eins og salernisaðstaða.“ Umhverfisstofnun segir að þau þrjú salerni sem séu við Dynjanda anni ekki lengur fjölda gesta yfir sumartímann. „Því verður nú sótt um styrk til byggingar nýrrar salernisaðstöðu og salernum fjölgað.“ – óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×