Hjúkrunarfræðingar fagna ályktun Sjálfstæðisflokksins 26. október 2015 20:32 Kjaradeilur hjúkrunarfræðinga hafa verið fyrirferðamiklar á árinu. Hér má sjá félagsmenn FÍH við þögul mótmæli á Austurvelli í júní. Vísir/Stefán „Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“ Svo hljóðar ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessari ályktun fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í frétt á vef sínum í dag. Þar útskýrir félagið í hvað ályktuninni felst. Flokkurinn vilji með þessu viðurkenna ákveðna viðbótarmenntun hjúkrunafræðinga sem tíðkast víða erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi. Með þessa menntun á bakinu hafi hjúkrunarfræðingar meðal annars leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum. Erlendis séu þess konar hjúkrunarfræðingar kallaðir „nurse practicioners,“ en samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu. „Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu,“ segir félagið í frétt sinni og bætir við að þess konar hjúkrunarfræðingum fjölgi víða hratt; til að mynda í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi. „Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun,“ segir í frétt félagsins enn fremur sem lýkur á orðunum: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi” Þessi ályktun, líkt og svo margar aðrar sem samþykktar voru á fundinum, voru úr ranni ungra sjálfstæðismanna sem voru fyrirferðamiklir um helgina. Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn vill markvissar aðgerðir til að stytta biðlista fyrir nauðsynlegar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu. Stefnt skal að því að bið sé ekki lengri en 3 mánuðir frá tilvísun læknis. Þá verði sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga viðurkennd til að sinna fyrsta stigs þjónustu og þar með stytta biðtíma eftir læknisþjónustu.“ Svo hljóðar ályktun sem samþykkt var á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessari ályktun fagnar Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í frétt á vef sínum í dag. Þar útskýrir félagið í hvað ályktuninni felst. Flokkurinn vilji með þessu viðurkenna ákveðna viðbótarmenntun hjúkrunafræðinga sem tíðkast víða erlendis en hefur enn ekki verið innleidd hér á landi. Með þessa menntun á bakinu hafi hjúkrunarfræðingar meðal annars leyfi til að taka ákvarðanir um meðferð, greina sjúkdóma og ávísa ákveðnum lyfjum. Þeir starfa bæði á heilsugæslustöðvum og á spítölum í nánu samstarfi með læknum. Erlendis séu þess konar hjúkrunarfræðingar kallaðir „nurse practicioners,“ en samkvæmt Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga á enn eftir að finna góða þýðingu á hugtakinu. „Rannsóknir sýna að þjónusta veitt af nurse practicioners hefur skilað betri þjónustu fyrir sjúklinga, fækkað innlögnum og endurinnlögunum, aukinni samfellu í þjónustu og mikilli hagræðingu varðandi kostnað í heilbrigðisþjónustu,“ segir félagið í frétt sinni og bætir við að þess konar hjúkrunarfræðingum fjölgi víða hratt; til að mynda í Bandaríkjunum, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Bretlandi og Hollandi. „Fáist þessi menntun viðurkennd hér á landi má því búast við bættri þjónustu og hagræðingu í rekstri. Auk þess opnar þetta enn frekari möguleika á starfsþróun fyrir hjúkrunarfræðinga, skapar spennandi atvinnutækifæri, eykur fjölbreytni og aðsókn í grunn- og framhaldsnám í hjúkrun,“ segir í frétt félagsins enn fremur sem lýkur á orðunum: „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar ályktuninni og er að hefja fyrstu skref í kortlagningu á hlutverki, menntun og framtíðarmöguleikum Nurse Practicioner á Íslandi” Þessi ályktun, líkt og svo margar aðrar sem samþykktar voru á fundinum, voru úr ranni ungra sjálfstæðismanna sem voru fyrirferðamiklir um helgina.
Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01
Ungt fólk eins og flóðbylgja á fundinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var óvenju átakalítill. Meirihluti Evrópusambandssinna hefur yfirgefið flokkinn. Flokkurinn er klofinn á milli ungra frjálslyndra og eldri íhaldssamra félaga. 26. október 2015 07:00