Örlög hafnargarðsins ráðast fyrir helgi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2015 16:26 Tillögur ráðuneytisins miða að því að hluti hafnargarðsins verði varðveittur. visir/gva Forsætisráðuneytið hefur lagt fram sáttatillögu vegna hafnargarðsins á Austurbakka sem forsvarsmenn Landstólpa hyggjast nú skoða. Líklegt þykir að niðurstaða um varðveislu hafnargarðsins náist fyrir helgi. Sáttafundi á milli forsvarsmanna forsætisráðuneytisins og forsvarsmönnum Landstólpa lauk fyrir skömmu og staðfesti Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi að ráðuneytið hefði lagt fram sáttatillögur. „Það komu fram tillögur frá forsætisráðuneytinu og við erum opnir fyrir þessum tillögum,“ en Gísli er ánægður með að hreyfing sé kominn á málið. „Við höfum alltaf verið til í að skoða lausnir og það er gott að ráðuneytið sé nú komið að borðinu og allir farnir að tala saman.“Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAVarðveita hluta hafnargarðsins Að sögn Gísla snúast tillögurnar um að varðveita hluta hafnargarðsins og nú munu forvarsmenn Landstólpi taka sér nokkra daga til þess að skoða tillögurnar. Líklegt er að niðurstaða fáist fyrir helgi en þangað til mun Landstólpi ekki hrófla við hafnargarðinum sjálfum. „Þetta er svolítið flókið vegna þess að þegar hönnun fer á flot þarf maður að átta sig á afleiðingunum að því. Þetta tekur einhverja daga en ég hugsa að þetta ætti að skýrast fyrir helgina,“ sagði Gísli.Verið að skoða tillögurnar með jákvæðum hug Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri menningararfs í forsætisráðuneytinu, sat fundinn fyrir hönd ráðuneytisins og náði Vísir tali af honum. „Það hafa komið tillögur frá forsætisráðuneytinu og það er verið að skoða þær með jákvæðum hug. Ég vil hins vegar ekki greina frá því hvað þessar tillögur ganga út á á þessum tímapunkti á meðan báðir aðilar eru að meta þessar hugmyndir sem eru fram komnar,“ sagði Sigurður Örn.Er eitthvað tekið tillit til viðskiptalegra hagsmuna Landsstólpa í þessum tillögum ykkar?„Ég vil ekki ganga lengra en að segja þetta.“ Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur lagt fram sáttatillögu vegna hafnargarðsins á Austurbakka sem forsvarsmenn Landstólpa hyggjast nú skoða. Líklegt þykir að niðurstaða um varðveislu hafnargarðsins náist fyrir helgi. Sáttafundi á milli forsvarsmanna forsætisráðuneytisins og forsvarsmönnum Landstólpa lauk fyrir skömmu og staðfesti Gísli Steinar Gíslason, forstjóri Landstólpa, í samtali við Vísi að ráðuneytið hefði lagt fram sáttatillögur. „Það komu fram tillögur frá forsætisráðuneytinu og við erum opnir fyrir þessum tillögum,“ en Gísli er ánægður með að hreyfing sé kominn á málið. „Við höfum alltaf verið til í að skoða lausnir og það er gott að ráðuneytið sé nú komið að borðinu og allir farnir að tala saman.“Garðurinn var reistur í tengslum við hafnargerð í Reykjavík á árunum 1913 til 1917.Vísir/GVAVarðveita hluta hafnargarðsins Að sögn Gísla snúast tillögurnar um að varðveita hluta hafnargarðsins og nú munu forvarsmenn Landstólpi taka sér nokkra daga til þess að skoða tillögurnar. Líklegt er að niðurstaða fáist fyrir helgi en þangað til mun Landstólpi ekki hrófla við hafnargarðinum sjálfum. „Þetta er svolítið flókið vegna þess að þegar hönnun fer á flot þarf maður að átta sig á afleiðingunum að því. Þetta tekur einhverja daga en ég hugsa að þetta ætti að skýrast fyrir helgina,“ sagði Gísli.Verið að skoða tillögurnar með jákvæðum hug Sigurður Örn Guðleifsson, settur skrifstofustjóri menningararfs í forsætisráðuneytinu, sat fundinn fyrir hönd ráðuneytisins og náði Vísir tali af honum. „Það hafa komið tillögur frá forsætisráðuneytinu og það er verið að skoða þær með jákvæðum hug. Ég vil hins vegar ekki greina frá því hvað þessar tillögur ganga út á á þessum tímapunkti á meðan báðir aðilar eru að meta þessar hugmyndir sem eru fram komnar,“ sagði Sigurður Örn.Er eitthvað tekið tillit til viðskiptalegra hagsmuna Landsstólpa í þessum tillögum ykkar?„Ég vil ekki ganga lengra en að segja þetta.“
Tengdar fréttir Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02 Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04 Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Framkvæmdum frestað á Austurbakka: Boðað til sáttafundar Forsætisráðuneytið hefur boðið framkvæmdaraðilum á Austurbakka til sáttafundar vegna deilna um friðlýsingu gamla hafnargarðsins. 26. október 2015 11:02
Stál í stál í deilu um meintar fornminjar Stál mætir stáli í deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar um hafnargarðinn á Austurbakka. Sáttafundur er boðaður á morgun en framkvæmdir hófust þó að nýju í dag. Sagnfræðingur segir alveg ljóst að garðurinn teljist ekki vera fornminjar. 26. október 2015 20:04
Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. 24. október 2015 10:45
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24