Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Grótta 22-20 | Eyjakonur lögðu meistarana Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 29. október 2015 19:30 Vera Lopes var atkvæðamikil hjá ÍBV í kvöld og skoraði níu mörk. Vísir/Valli ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Gróttu á heimavelli í kvöld. Bæði lið voru ósgruð fyrir leik kvöldsins. ÍBV leiddi með þremur mörkum, 12-9, að loknum fyrri hálfleik en Grótta náði að jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin héldust að næstu mínúturnar en ÍBV skoraði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn, ekki síst vegna frammistöðu Erlu Rósar Sigmarsdóttur í marki ÍBV á lokamínútunum. Erla Rós varði alls þrettán skot í leiknum en hinum megin á vellinum var Íris Björk Símonardóttir öflug en hún varði sextán skot fyrir Gróttu. Vera Lopes var langmarkahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr alls átján skotum. Telma Amado skoraði fimm örk en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir skoruðu fjögur hvor fyrir Gróttu. Leikurinn var frábær skemmtun en fyrir leikinn höfðu bæði liðin unnið alla sína sjö leiki og því um algjöran toppslag að ræða. Eyjakonur voru þó yfir mestallan leikinn og voru að spila glimrandi góðan handbolta. Gestirnir í Gróttu áttu í vandræðum með varnarleik Eyjakvenna en Grótta hefur verið í vandræðum sóknarlega í vetur. Varnir liðanna voru þó til fyrirmyndar heilt yfir en tæknifeilar voru ótrúlega margir í leiknum. Gróttukonur byrjuðu betur og voru yfir á flestum tölum í byrjun, þá voru þær þó að hiksta sóknarlega og virtust eiga helling inni. Í stöðunni 8-7 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá þeim, Erla Rós Sigmarsdóttir varði vítakast og sóknarleikurinn gekk frábærlega. Staðan var því orðin 11-7 eftir þrjú frábær mörk þeirra. Þá kom annars eins kafli en nú hjá Gróttukonum, þar varði Íris víti en þær skoruðu tvö mörk og minnkuðu muninn niður. Þegar lokaflautan gall í fyrri hálfleik dæmdi Hafsteinn Ingibergsson mark, þegar skot Drífu Þorvaldsdóttur hafnaði í netinu. Eftir að dómarar og eftirlitsmaður HSÍ ræddu saman við ritaraborðið var ákveðið að dæma markið af Eyjakonum, eftir að liðin höfðu labbað til búningsherbergja. Vitaskuld voru áhorfendur í stúkunni óánægðir þegar fréttirnar bárust út en það er skiljanlegt. Í síðari hálfleik virkuðu Gróttustelpur betri en þær jöfnuðu metin þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum, héldu þá margir að þær myndu stinga af en það gerðu þær ekki. Enn fleiri sóknarfeilar litu dagsins ljós hjá Gróttu og ÍBV tók leikinn á seiglunni. Telma Amado og Vera Lopes voru frábærar á lokakaflanum, ásamt Erlu Rós í markinu. Hamingjan skein úr hverju andliti í Eyjaliðinu eftir leik en sigurinn er gríðarlega sterkur í ljósi stöðu liða í deildinni.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/ValliKári: Notalegt á hóteli og Einsa Kalda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttukvenna, viðurkenndi eftir leik að Íslandsmeistararnir hefðu tapað fyrir betra liði í kvöld. „Það er alltaf vont að tapa. Við töpuðum fyrir betra liði í dag. Þær voru grimmari og höfðu meiri löngun til að vinna,“ sagði Kári. „Það var reyndar mjög sárt fyrir okkur að fara með jafn mikið af færum þegar við loksins sköpuðum okkur þau. En hún varði mjög vel í markinu hjá þeim.“ Hann segir að Grótta hafi lent í erfiðleikum með varnarleik ÍBV. „Það er þolinmæðisvinna að spila á móti þessu en ef við hefðum nýtt helminginn af þeim færum sem við náðum að skapa okkur værum við í mun betri málum nú.“ Lið Gróttu kom til Vestmannaeyja með Herjólfi stuttu eftir miðnætti í gærkvöldi en Kári segir að það hafi ekki haft áhrif. „Við vorum við bestu aðstæður hér í kvöld og jafnvel betri en fyrir aðra deildarleiki - við vorum á hóteli, borðuðum á Einsa Kalda og höfðum það bara notalegt.“ „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi haft áhrif á leikinn í kvöld,“ bætti hann við. „Ég vona að tapið geri það að verkum að við spýtum enn meira í. ÍBV er með mjög öflugt lið og á skilið að vera á toppnum.“Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV.Vísir/ValliHrafnhildur: Viðbjóðslegt að spila á móti vörninni okkar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var hæstánægð með leik sinna mann eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Það var ætlunin fyrir leikinn að halda okkur taplausum en þetta var rosalegt,“ sagði Hrafnhildur. „Frá fyrstu mínútu var vitað mál að þetta myndi enda okkar megin - ég hafði að minnsta kosti trú á því miðað við hvernig stelpurnar mættu í leikinn.“ ÍBV spilaði góða 5-1 vörn í kvöld eins og svo oft áður á tímabilinu en Grótta lenti í erfiðleikum með hana. „Við erum búnar að spila þessa vörn nokkuð lengi og erum þrusugóðar í henni. Þegar vinnslan á henni gengur vel er viðbjóðslegt fyrir sóknarmann að spila á móti henni,“ sagði hún og hló. Þegar ÍBV var í undirtölu brást Hrafnhildur við með því að taka markvörðinn af velli og spila með aukamann í sókn. Það kostaði þó ÍBV tvö mörk í kvöld. „Við erum búnar að gera þetta í fullt af leikjum og þetta hefur gengið vel. Heilt yfir höfum við grætt meira á þessu en tapað. Við hættum þessum þegar þetta gekk ekki upp í kvöld en maður reynir auðvitað allt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira
ÍBV er með fullt hús stiga á toppi Olísdeildar kvenna eftir sigur á Íslandsmeisturum Gróttu á heimavelli í kvöld. Bæði lið voru ósgruð fyrir leik kvöldsins. ÍBV leiddi með þremur mörkum, 12-9, að loknum fyrri hálfleik en Grótta náði að jafna metin tólf mínútum fyrir leikslok. Liðin héldust að næstu mínúturnar en ÍBV skoraði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði sér sigurinn, ekki síst vegna frammistöðu Erlu Rósar Sigmarsdóttur í marki ÍBV á lokamínútunum. Erla Rós varði alls þrettán skot í leiknum en hinum megin á vellinum var Íris Björk Símonardóttir öflug en hún varði sextán skot fyrir Gróttu. Vera Lopes var langmarkahæsti leikmaður vallarins með níu mörk úr alls átján skotum. Telma Amado skoraði fimm örk en þær Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunna María Einarsdóttir skoruðu fjögur hvor fyrir Gróttu. Leikurinn var frábær skemmtun en fyrir leikinn höfðu bæði liðin unnið alla sína sjö leiki og því um algjöran toppslag að ræða. Eyjakonur voru þó yfir mestallan leikinn og voru að spila glimrandi góðan handbolta. Gestirnir í Gróttu áttu í vandræðum með varnarleik Eyjakvenna en Grótta hefur verið í vandræðum sóknarlega í vetur. Varnir liðanna voru þó til fyrirmyndar heilt yfir en tæknifeilar voru ótrúlega margir í leiknum. Gróttukonur byrjuðu betur og voru yfir á flestum tölum í byrjun, þá voru þær þó að hiksta sóknarlega og virtust eiga helling inni. Í stöðunni 8-7 fyrir ÍBV kom flottur kafli hjá þeim, Erla Rós Sigmarsdóttir varði vítakast og sóknarleikurinn gekk frábærlega. Staðan var því orðin 11-7 eftir þrjú frábær mörk þeirra. Þá kom annars eins kafli en nú hjá Gróttukonum, þar varði Íris víti en þær skoruðu tvö mörk og minnkuðu muninn niður. Þegar lokaflautan gall í fyrri hálfleik dæmdi Hafsteinn Ingibergsson mark, þegar skot Drífu Þorvaldsdóttur hafnaði í netinu. Eftir að dómarar og eftirlitsmaður HSÍ ræddu saman við ritaraborðið var ákveðið að dæma markið af Eyjakonum, eftir að liðin höfðu labbað til búningsherbergja. Vitaskuld voru áhorfendur í stúkunni óánægðir þegar fréttirnar bárust út en það er skiljanlegt. Í síðari hálfleik virkuðu Gróttustelpur betri en þær jöfnuðu metin þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum, héldu þá margir að þær myndu stinga af en það gerðu þær ekki. Enn fleiri sóknarfeilar litu dagsins ljós hjá Gróttu og ÍBV tók leikinn á seiglunni. Telma Amado og Vera Lopes voru frábærar á lokakaflanum, ásamt Erlu Rós í markinu. Hamingjan skein úr hverju andliti í Eyjaliðinu eftir leik en sigurinn er gríðarlega sterkur í ljósi stöðu liða í deildinni.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/ValliKári: Notalegt á hóteli og Einsa Kalda Kári Garðarsson, þjálfari Gróttukvenna, viðurkenndi eftir leik að Íslandsmeistararnir hefðu tapað fyrir betra liði í kvöld. „Það er alltaf vont að tapa. Við töpuðum fyrir betra liði í dag. Þær voru grimmari og höfðu meiri löngun til að vinna,“ sagði Kári. „Það var reyndar mjög sárt fyrir okkur að fara með jafn mikið af færum þegar við loksins sköpuðum okkur þau. En hún varði mjög vel í markinu hjá þeim.“ Hann segir að Grótta hafi lent í erfiðleikum með varnarleik ÍBV. „Það er þolinmæðisvinna að spila á móti þessu en ef við hefðum nýtt helminginn af þeim færum sem við náðum að skapa okkur værum við í mun betri málum nú.“ Lið Gróttu kom til Vestmannaeyja með Herjólfi stuttu eftir miðnætti í gærkvöldi en Kári segir að það hafi ekki haft áhrif. „Við vorum við bestu aðstæður hér í kvöld og jafnvel betri en fyrir aðra deildarleiki - við vorum á hóteli, borðuðum á Einsa Kalda og höfðum það bara notalegt.“ „Ég get ekki ímyndað mér að það hafi haft áhrif á leikinn í kvöld,“ bætti hann við. „Ég vona að tapið geri það að verkum að við spýtum enn meira í. ÍBV er með mjög öflugt lið og á skilið að vera á toppnum.“Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV.Vísir/ValliHrafnhildur: Viðbjóðslegt að spila á móti vörninni okkar Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var hæstánægð með leik sinna mann eftir sigurinn á Gróttu í kvöld. „Það var ætlunin fyrir leikinn að halda okkur taplausum en þetta var rosalegt,“ sagði Hrafnhildur. „Frá fyrstu mínútu var vitað mál að þetta myndi enda okkar megin - ég hafði að minnsta kosti trú á því miðað við hvernig stelpurnar mættu í leikinn.“ ÍBV spilaði góða 5-1 vörn í kvöld eins og svo oft áður á tímabilinu en Grótta lenti í erfiðleikum með hana. „Við erum búnar að spila þessa vörn nokkuð lengi og erum þrusugóðar í henni. Þegar vinnslan á henni gengur vel er viðbjóðslegt fyrir sóknarmann að spila á móti henni,“ sagði hún og hló. Þegar ÍBV var í undirtölu brást Hrafnhildur við með því að taka markvörðinn af velli og spila með aukamann í sókn. Það kostaði þó ÍBV tvö mörk í kvöld. „Við erum búnar að gera þetta í fullt af leikjum og þetta hefur gengið vel. Heilt yfir höfum við grætt meira á þessu en tapað. Við hættum þessum þegar þetta gekk ekki upp í kvöld en maður reynir auðvitað allt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Sjá meira