Munurinn á útflutningstekjum af ferðaþjónustu og neyslu erlendra gesta Cristi Frent og Edward Huijbens skrifar 29. október 2015 07:00 Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun