Munurinn á útflutningstekjum af ferðaþjónustu og neyslu erlendra gesta Cristi Frent og Edward Huijbens skrifar 29. október 2015 07:00 Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er áhersla lögð á áreiðanleg gögn og það að „markmið í ferðaþjónustu byggi á áreiðanlegum mælingum á núverandi stöðu“. Slík gögn eru m.a. svokallaðir ferðaþjónustureikningar, sem höfundar Vegvísisins vilja að gefnir verði út árlega. Þessir ferðaþjónustureikningar, einnig nefndir hliðarreikningar við þjóðhagsreikninga, eru unnir eftir alþjóðlegum stöðlum Sameinuðu þjóðanna um meðferð hagstærða í ferðaþjónustu. Nýverið birti Hagstofa Íslands nýja ferðaþjónustureikninga fyrir tímabilið 2009-2013, þar sem m.a. er sérstaklega gerð grein fyrir neyslu erlendra gesta. Í fréttaumfjöllun um tekjur af hinum mikla straumi ferðamanna sem komið hefur til Íslands undanfarið er gjarnan rætt um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Hagstofan talar í þessu samhengi um „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“. Þessar tekjur eru síðan bornar saman við útflutningstekjur af hinum stóru atvinnuvegunum, þ.e. sjávarútvegi og stóriðju. Fréttnæmt hefur þótt að útflutningstekjur af ferðaþjónustu hafa virst vera meiri en af hinum stóru atvinnuvegunum tveimur. Þar með er talað um að ferðaþjónusta sé orðin sú atvinnugrein sem afli þjóðarbúinu mestra gjaldeyristekna. Ekki er þó allt sem sýnist. Þegar málið er skoðað betur og þá hvað er átt við með „tekjur af erlendum ferðamönum hérlendis og erlendis“ stenst þetta ekki skoðun. Nýir ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar, sem birtust í júní og ágúst 2015, voru unnir í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála og byggja á aðferðafræði Sameinuðu þjóðanna. Þar var gerð grein fyrir neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma, það er þær beinu tekjur sem sannanlega verða til af komu erlendra ferðamanna til Íslands. Neysla þeirra eru því tekjur sem koma inn í landið vegna ferðamannastraumsins hingað til lands og gefa til kynna hvert umfang íslenskrar ferðaþjónustu er innanlands. Árið 2013 voru þessar tekjur um 165 milljarðar, eins og sjá má á töflu 1. Árin 2009-2013 eru þær að jafnaði um 60% af heildarútflutningstekjum af ferðaþjónustu.Þau rúmu 40 prósent sem eftir standa eru vissulega hluti af útflutningstekjum íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en hafa lítið með erlenda ferðamenn sem koma til Íslands að gera.Þessi rúmu 40% samanstanda af:Tekjum af starfsemi íslenskra flugfélaga erlendisLeigutekjum íslenskra flugfélaga erlendisTekjum af farandverkafólki, áhöfnum skipa og flugvéla, námsmönnum að utan og sjúklingum sem koma hingað í leit að lækninguTekjum af millilendingarfarþegum sem aldrei fara út fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar Heildarútflutningstekjur eru aðeins upplýsandi í samhengi við gjaldeyrisjöfnuð, áhrif ferðaþjónustu á verðbólgu og gengi krónunnar. Samanburður þessara tekna við framleiðslugreinar á borð við sjávarútveg og stóriðju, eins og sá sem vísað var til hér í upphafi, gefur ekki rétta mynd af ferðaþjónustu í landinu. Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum. Í þessu ljósi má sýna á mynd raunverulega stöðu íslenskrar ferðaþjónustu (neyslu erlendra ferðamanna sem hingað koma) í samanburði við sjávarútveg og stóriðju.Við viljum leggja áherslu á að hætt verði að tala um útflutningstekjur í samhengi við umfang íslenskrar ferðaþjónustu, þar sem það gefur ranga mynd af þeim tekjum sem verða til vegna erlendra ferðamanna sem hingað koma. Áætlanir opinberra eða einkaaðila um fjárfestingu, framtíð, skipulag, innviði og sýn fyrir íslenska ferðaþjónustu ættu að byggja á gögnum um neyslu erlendra ferðamanna í stað hinna margumræddu útflutningstekna.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun