Viðskipti innlent

Telja að rekstrarhagnaðurinn verði fjórum milljörðum meiri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group hefur tilefni til að gleðjast.
Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group hefur tilefni til að gleðjast. vísir/gva
Afkoma Icelandair Group var betri á þriðja fjórðungi en ráðgert var þegar félagið uppfærði síðast afkomuspá sína. Þetta sýna drög að árshlutareikningi. Jafnframt hafa afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkst og er uppfærð EBITDA spá félagsins fyrir árið í heild 30 milljónum dala, eða fjórum milljörðum króna, betri en ráðgert var. Búist er við að EBITDA verði á bilinu 210-215 milljónir dalir (27-27,7 milljarðar króna) fyrir árið 2015.  Síðasta útgefna spá hljóðaði upp á 180-185 milljónir dala (23,2-23,8 milljarðar króna.

Samkvæmt drögunum  verður EBITDA þriðja ársfjórðungs um 150 milljón dalir (19,3 milljarðar króna) samanborið við um 124 milljónir dalir (16 milljarða króna) á árinu 2014. Helstu ástæður fyrir betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir eru hærri farþegatekjur  og lægri eldsneytiskostnaður, auk þess sem viðhaldskostnaður var lægri en áætlað hafði verið.

Árshlutareikningur félagsins fyrir þriðja ársfjórðung 2015 verður birtur eftir lokun markaða þann 29. Október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×