„Vinirnir mega alveg svitna aðeins,“ - Bibbi í Skálmöld gefur út skáldsögu Guðrún Ansnes skrifar 13. október 2015 07:00 Bókin kemur út þann 5.nóvember næstkomandi. „Ég er búinn að gefa út helling af plötum og hlutir hætta að vera nýjir. En nú er ég allt í einu einn, að fá alla til að fíla nýju bókina mína,” segir Bibbi, spenntur. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég hef alltaf sagt sögur, bæði í sambandi við Skálmaldarplöturnar, skrifað leikrit og hitt og þetta. Ætli ég hafi ekki alltaf haft þetta svo á bak við eyrað, en ferlið óx mér í augum. Það þarf rosalega mörg orð í eina bók,“ segir Snæbjörn, sem oftar en ekki gengur undir nafninu Bibbi. „Svo fór ég á túr með Skálmöld og bloggaði á meðan. Einhvern veginn hrönnuðust orðin upp og daglega voru komin um þúsund orð,“ útskýrir Bibbi og segir að þá hafi runnið upp fyrir honum að líklega gæti hann alveg splæst í eina skáldsögu eða svo. Segir sagan Gerill frá Arngrími Sævari Eggertssyni, sem langar til að meika það í tónlistinni. Það ætlar kauði sér að gera með tveimur mögnurum og óbilandi sjálfstrausti. Aðspurður hvort þetta sé sjálfsævisaga með skáldlegu ívafi segir Bibbi svo ekki vera, þótt sannarlega megi sjá þar einhver líkindi. „Stundum stendur maður sig að verki, þegar maður er að spila sig stóran og töff. Ég hef gert það að gamni mínu að halda utan um aðstæður þar sem ég hef hagað mér kjánalega og verið beinlínis hallærislegur í aðstæðum þar sem ég taldi mig frekar töff. Ég nota þannig aðstæður, en fæ líka lánuð karaktereinkenni héðan og þaðan. Það verður alveg hægt að setja í samhengi, “ bendir hann á. „Félagarnir eru dálítið að pissa á sig, og spyrja svolítið „þú segir nú ekki allt úr rútunni“, en það er bara allt í lagi að láta þá svitna svolítið,“ skýtur hann svo að og skellir upp úr.Kápan er stórfengleg og verður sannarlega spennandi að grúska í innihaldinu.Ætlar sér ekki hefðbundnar leiðir„Að gefa út bók, fara svo og lesa upp úr henni í Eymundsson og bíða svo eftir að um hana verði kannski fjallað í Kiljunni heillaði mig ekki, en ég vinn hjá Pipar auglýsingastofunni og hef fengið bókaútgáfur inn á borð til mín. Ég sá þannig fyrir mér að gera eitthvað stærra og meira, viðraði þá hugmynd við bókaútgáfuna, reif smá kjaft og var með það sama kominn með samning. Þá var komið að því að standa við stóru orðin og gera eitthvað annað,“ segir Bibbi. Úr varð að nú kemur Bibbi til með að flétta saman upplestur og rokkmennskuna. „Ég ætla sem sagt alveg að mæta í Eymundson, en ég ætla að spila lögin sem Arngrímur semur í bókinni.“ Má því búast við aðeins öðrum vinkli á Bibba, þar sem hann segist sannarlega finna fyrir ákveðnu frelsi þegar hann semur tónlist undir nafni Arngríms. „Þannig getur maður verið passlega asnalegur, og gert eitthvað allt öðruvísi.“ Fyrir áhugasama um framvindu mála hefur Bibbi snarað í fésbókarsíðu þar sem öllum nánari upplýsingar um Geril, Skálmöld, Ljótu Hálfvitana og allt heila klabbið, verður samviksusamlega útdeilt. "Þá er maður ekki að bögga vinina stanslaust, þeir bara af-líka við síðuna," laumar Bibbi að í blálokin. Tengdar fréttir Óli Palli: „Gamall frasi segir ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að“ Tónlistarstjóri Rásar 2 segir að hann viti ekki til þess að kvartað hafi verið yfir framkomu Gísla Pálma á Menningarnótt í gær. 23. ágúst 2015 21:45 Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Rokkjötnum frestað: Mastodon sótti hart að því að spila á Íslandi Þrátt fyrir að ofursveitin Mastodon hætti við allt Evrópuferðalag sitt mun hún samt koma til Íslands. 21. júlí 2015 11:01 Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Snæbjörn Ragnarsson á í nógu að snúast um helgina en Ljótu Hálfvitarnir ætla lána hann um stund til Mannakjöts. 22. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Ég hef alltaf sagt sögur, bæði í sambandi við Skálmaldarplöturnar, skrifað leikrit og hitt og þetta. Ætli ég hafi ekki alltaf haft þetta svo á bak við eyrað, en ferlið óx mér í augum. Það þarf rosalega mörg orð í eina bók,“ segir Snæbjörn, sem oftar en ekki gengur undir nafninu Bibbi. „Svo fór ég á túr með Skálmöld og bloggaði á meðan. Einhvern veginn hrönnuðust orðin upp og daglega voru komin um þúsund orð,“ útskýrir Bibbi og segir að þá hafi runnið upp fyrir honum að líklega gæti hann alveg splæst í eina skáldsögu eða svo. Segir sagan Gerill frá Arngrími Sævari Eggertssyni, sem langar til að meika það í tónlistinni. Það ætlar kauði sér að gera með tveimur mögnurum og óbilandi sjálfstrausti. Aðspurður hvort þetta sé sjálfsævisaga með skáldlegu ívafi segir Bibbi svo ekki vera, þótt sannarlega megi sjá þar einhver líkindi. „Stundum stendur maður sig að verki, þegar maður er að spila sig stóran og töff. Ég hef gert það að gamni mínu að halda utan um aðstæður þar sem ég hef hagað mér kjánalega og verið beinlínis hallærislegur í aðstæðum þar sem ég taldi mig frekar töff. Ég nota þannig aðstæður, en fæ líka lánuð karaktereinkenni héðan og þaðan. Það verður alveg hægt að setja í samhengi, “ bendir hann á. „Félagarnir eru dálítið að pissa á sig, og spyrja svolítið „þú segir nú ekki allt úr rútunni“, en það er bara allt í lagi að láta þá svitna svolítið,“ skýtur hann svo að og skellir upp úr.Kápan er stórfengleg og verður sannarlega spennandi að grúska í innihaldinu.Ætlar sér ekki hefðbundnar leiðir„Að gefa út bók, fara svo og lesa upp úr henni í Eymundsson og bíða svo eftir að um hana verði kannski fjallað í Kiljunni heillaði mig ekki, en ég vinn hjá Pipar auglýsingastofunni og hef fengið bókaútgáfur inn á borð til mín. Ég sá þannig fyrir mér að gera eitthvað stærra og meira, viðraði þá hugmynd við bókaútgáfuna, reif smá kjaft og var með það sama kominn með samning. Þá var komið að því að standa við stóru orðin og gera eitthvað annað,“ segir Bibbi. Úr varð að nú kemur Bibbi til með að flétta saman upplestur og rokkmennskuna. „Ég ætla sem sagt alveg að mæta í Eymundson, en ég ætla að spila lögin sem Arngrímur semur í bókinni.“ Má því búast við aðeins öðrum vinkli á Bibba, þar sem hann segist sannarlega finna fyrir ákveðnu frelsi þegar hann semur tónlist undir nafni Arngríms. „Þannig getur maður verið passlega asnalegur, og gert eitthvað allt öðruvísi.“ Fyrir áhugasama um framvindu mála hefur Bibbi snarað í fésbókarsíðu þar sem öllum nánari upplýsingar um Geril, Skálmöld, Ljótu Hálfvitana og allt heila klabbið, verður samviksusamlega útdeilt. "Þá er maður ekki að bögga vinina stanslaust, þeir bara af-líka við síðuna," laumar Bibbi að í blálokin.
Tengdar fréttir Óli Palli: „Gamall frasi segir ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að“ Tónlistarstjóri Rásar 2 segir að hann viti ekki til þess að kvartað hafi verið yfir framkomu Gísla Pálma á Menningarnótt í gær. 23. ágúst 2015 21:45 Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Rokkjötnum frestað: Mastodon sótti hart að því að spila á Íslandi Þrátt fyrir að ofursveitin Mastodon hætti við allt Evrópuferðalag sitt mun hún samt koma til Íslands. 21. júlí 2015 11:01 Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Snæbjörn Ragnarsson á í nógu að snúast um helgina en Ljótu Hálfvitarnir ætla lána hann um stund til Mannakjöts. 22. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Óli Palli: „Gamall frasi segir ef mamma þín fílar það þá er eitthvað að“ Tónlistarstjóri Rásar 2 segir að hann viti ekki til þess að kvartað hafi verið yfir framkomu Gísla Pálma á Menningarnótt í gær. 23. ágúst 2015 21:45
Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30
Rokkjötnum frestað: Mastodon sótti hart að því að spila á Íslandi Þrátt fyrir að ofursveitin Mastodon hætti við allt Evrópuferðalag sitt mun hún samt koma til Íslands. 21. júlí 2015 11:01
Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Snæbjörn Ragnarsson á í nógu að snúast um helgina en Ljótu Hálfvitarnir ætla lána hann um stund til Mannakjöts. 22. ágúst 2015 08:00