Réttlát flugfargjöld fyrir alla Ingibjörg Þórðardóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar landsins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda, námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svokölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferðakostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni. Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjölskyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einkabílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið. Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í 16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18 ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ísland er stórt land, strjálbýlt og víða erfitt yfirferðar. Af þeim sökum eru flugsamgöngur nauðsynlegur samgöngumáti innanlands. Þeir sem helst þurfa að reiða sig á innanlandsflug eru íbúar landsins sem búa lengst frá höfuðborginni en þurfa að sækja þangað þjónustu sem ekki er að fá annars staðar á landinu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og stjórnsýslunni. Þjónustu sem byggð hefur verið upp fyrir skattfé allra landsmanna hvar sem þeir búa. Þessu til viðbótar þurfa íbúar landsins að ferðast landshorna á milli vegna fundahalda, námskeiða, íþróttaiðkunar og menningarstarfs, svo fátt eitt sé nefnt. En það er ekki á allra valdi að nota innanlandsflugið til að komast á milli landshluta því fargjöldin eru svo há. Íþróttafólk reynir að ferðast á afsláttarkjörum, svokölluðu ÍSÍ fargjaldi. Aðeins er takmarkað sætaframboð af þeim fargjöldum sem þýðir að oftar en ekki geta lið í hópíþróttum ekki ferðast saman eða að greiða þarf fyrir hluta hópsins fullt fargjald. Vegna þessa er ferðakostnaður mjög íþyngjandi fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni. Dæmi um gríðarlegan kostnað er ef hjón með tvö börn, 12 og 15 ára, eru bókuð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og aftur til baka um næstu helgi. Það kostar fjölskyldu þessa 189.200 krónur. Þessi gífurlegi kostnaður hefur orðið til þess að fólk neyðist til að nota einkabílinn og eyða ómældum tíma í ferðalagið. Við verðum að reyna að finna leið til að lækka þessi fargjöld. Ein leiðin væri að skoða vel hvort eðlilegt þyki að börn borgi fullorðinsgjald 12 ára gömul. Börn eru börn samkvæmt lögum til 18 ára aldurs og ættu því að borga barnagjald fram að þeim aldri. Einnig mætti ræða hvort eðlilegt væri að byrja á að hækka aldurinn upp í 16 ára eða jafnvel vera með ungmennagjald fyrir 13-18 ára. Þetta geta verið fyrstu skrefin til að draga úr ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Ríkið verður síðan að stíga fleiri skref til þess að allir landsmenn hafi jöfn tækifæri til að nýta sér þjónustu fjarri heimabyggð. Við sem búum á landsbyggðinni hljótum að eiga rétt á því.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar