Enski boltinn

Evra enn reiður yfir því að hafa verið sendur frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evra í leik með Man. Utd.
Evra í leik með Man. Utd. vísir/getty
Frakkinn Patrice Evra er enn pirraður yfir því að hafa verið sendur frá Man. Utd fyrir rúmu ári síðan.

Hann fór til Juventus á Ítalíu í júlí í fyrra en þá voru aðeins liðnir tveir mánuðir frá því hann skrifaði undir nýjan eins árs samning við United.

Þá var Louis van Gaal nýtekinn við liðinu og hafði augljóslega ekki mikinn áhuga á því að nýta krafta Frakkans.

Evra átti síðan mjög gott tímabil með Juventus þar sem hann varð tvöfaldur meistari.

„Mér finnst enn erfitt að tala um hvernig staðið var að brottför minni frá Manchester," sagði Evra.

„Ég fór til Tórínó aðallega út af fjölskyldunni því þeir hjá Manchester höfðu sett inn ákvæði í samninginn sem breytti stöðunni verulega mikið. Það fór verulega í taugarnar á mér. Þegar ferlinum er lokið get ég talað betur um þetta mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×