Með hugann við kvikmyndir í lögfræðitíma Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. október 2015 09:00 Þóra Hilmarsdóttir, kvikmyndagerðarkona er að vonum ánægð með verðlaunin. Vísir/AntonBrink Ég leikstýrði og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifaði handritið. Við tókum myndina upp í London í fyrra,“ segir Þóra Hilmarsdóttir sem leikstýrði stuttmyndinni Sub Rosa sem á dögunum hlaut aðalverðlaun í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í San Diego. Þóra útskrifaðist úr Central Sain Martin árið 2012 og hóf störf RSA Films, kvikmynda- og auglýsinga framleiðslufyrirtæki í eigu Ridley og Tony Scott. Einnig hefur hún gert tónlistarmyndbönd nú síðast við lagið Breathe með tónlistarkonunni Mr. Silla en þar má sjá hana slást við leikkonuna Sögu Garðarsdóttur. Myndin var meðal annars tekin upp í London vegna tegnslanetsins sem Þóra og Snjólaug höfðu þar en búninga og leikmyndahönnuður myndarinnar, Júlíana Lára Steingrímsdóttir er einnig búsett í borginni. En einnig fannst þeim sagan betur passa inn í veruleika stórborgarinnar. „Efnið sem við vorum að fjalla um ekki eiga við á Íslandi,“ segir hún en myndin segir söguna af Tildu sem er 8 ára stelpa sem elst upp í blómabúð þar sem óviðeigandi athæfi eiga sér stað á bakvið tjöldin. Tilda hnýsist inn í undirheima blómabúðarinnar og sjálsmynd hennar mótast á ógnarhraða. Hugmyndin að handritinu kviknaði í borginni. „Við bjuggum allar í sama hverfi og þar var blómabúð sem var opin allan sólarhringinn. Þetta var í Hackney sem var á þessum tíma frekar skuggalegt hverfi. Snjólaug var einhvertíman að labba þarna framhjá og pæla hvað væri eiginlega að gerast þarna á nóttunni. Hvort fólk væri að kaupa blóm um miðja nótt og svo framvegis. Þá fæddist þessi hugmynd,“ segir hún. Líkt og áður sagði hlaut myndin aðalverðlaun í stuttmyndaflokki hátíðarinnar en Þóra var ekki viðstödd og tók þakkarræðuna upp og var hún spiluð við afhendingu verðlaunana. „Ég fékk að vita að við hefðum unnið og mátti náttúrulega ekki segja neinum frá. Júlíana tók mig upp að flytja þakkarræðuna á vinnustofunni okkar og svo var þetta bara einhver brjáluð stjörnuhátíð. Adrien Brody var næstur á svið að fá verðlaun,“ segir hún og hlær. „Ég vildi óska að ég hefði getað verið á staðnum en það varð því miður ekki.“ Hún segir afskaplega gaman að fá verðlaun á við þessi og það sé ekki síst hvatning til þess að halda áfram.Stilla úr stuttmyndinni Sub Rosa sem segir söguna af hinni átta ára gömlu Trinu.Og það er einmitt það sem þær hyggjast gera en þær stöllur eru með aðra stuttmynd í bígerð. „Núna ætlum við að eins að snúa blaðinu við og ætlum að gera mynd hérna á Íslandi, með íslenskum leikurum og á Íslensku. Ég og Snjólaug erum að skrifa hana og Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films framleiðir.“ Stuttmyndin sem þær vinna að ber nafnið Frelsun. Það er þó ekki eina verkefnið sem þær vinna að því stefnan er sett á kvikmynd í fullri lengd. „Við Snjólaug erum líka að skrifa handrit að mynd í fullri lengd sem verður líka á Íslensku og erum bara að fara af stað í umsóknarferli og annað,“ segir hún glöð í bragði. Þóra segir að kvikmyndaáhuginn hafi komið fram frekar snemma þó hún hafi um stund þráast við og ákvað að skella sér í bóklegt nám í háskóla. „Ég fór í lögfræði og var þar í eitt og hálft ár en þegar ég var að lesa dóma var ég bara að gera bíómyndir í hausnum,“ segir hún glöð í bragði. „Ég hef mikinn áhuga á listrænum hliðum kvikmyndagerðar. Sub Rosa er með sterkan stíl og listræn. Það er eitthvað sem kveikir í mér,“ segir hún glöð í bragði. Sub Rosa verður sýnd á Northern Wave festival sem fram fer á Grundarfirði um helgina og einnig á San Fransisco shorts. Einnig er myndin tilnefnd fyrir besta handritið á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem sýnir einungis myndir eftir konur í kvikmyndagerð. SUB ROSA trailer from Thora Hilmars on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Ég leikstýrði og Snjólaug Lúðvíksdóttir skrifaði handritið. Við tókum myndina upp í London í fyrra,“ segir Þóra Hilmarsdóttir sem leikstýrði stuttmyndinni Sub Rosa sem á dögunum hlaut aðalverðlaun í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í San Diego. Þóra útskrifaðist úr Central Sain Martin árið 2012 og hóf störf RSA Films, kvikmynda- og auglýsinga framleiðslufyrirtæki í eigu Ridley og Tony Scott. Einnig hefur hún gert tónlistarmyndbönd nú síðast við lagið Breathe með tónlistarkonunni Mr. Silla en þar má sjá hana slást við leikkonuna Sögu Garðarsdóttur. Myndin var meðal annars tekin upp í London vegna tegnslanetsins sem Þóra og Snjólaug höfðu þar en búninga og leikmyndahönnuður myndarinnar, Júlíana Lára Steingrímsdóttir er einnig búsett í borginni. En einnig fannst þeim sagan betur passa inn í veruleika stórborgarinnar. „Efnið sem við vorum að fjalla um ekki eiga við á Íslandi,“ segir hún en myndin segir söguna af Tildu sem er 8 ára stelpa sem elst upp í blómabúð þar sem óviðeigandi athæfi eiga sér stað á bakvið tjöldin. Tilda hnýsist inn í undirheima blómabúðarinnar og sjálsmynd hennar mótast á ógnarhraða. Hugmyndin að handritinu kviknaði í borginni. „Við bjuggum allar í sama hverfi og þar var blómabúð sem var opin allan sólarhringinn. Þetta var í Hackney sem var á þessum tíma frekar skuggalegt hverfi. Snjólaug var einhvertíman að labba þarna framhjá og pæla hvað væri eiginlega að gerast þarna á nóttunni. Hvort fólk væri að kaupa blóm um miðja nótt og svo framvegis. Þá fæddist þessi hugmynd,“ segir hún. Líkt og áður sagði hlaut myndin aðalverðlaun í stuttmyndaflokki hátíðarinnar en Þóra var ekki viðstödd og tók þakkarræðuna upp og var hún spiluð við afhendingu verðlaunana. „Ég fékk að vita að við hefðum unnið og mátti náttúrulega ekki segja neinum frá. Júlíana tók mig upp að flytja þakkarræðuna á vinnustofunni okkar og svo var þetta bara einhver brjáluð stjörnuhátíð. Adrien Brody var næstur á svið að fá verðlaun,“ segir hún og hlær. „Ég vildi óska að ég hefði getað verið á staðnum en það varð því miður ekki.“ Hún segir afskaplega gaman að fá verðlaun á við þessi og það sé ekki síst hvatning til þess að halda áfram.Stilla úr stuttmyndinni Sub Rosa sem segir söguna af hinni átta ára gömlu Trinu.Og það er einmitt það sem þær hyggjast gera en þær stöllur eru með aðra stuttmynd í bígerð. „Núna ætlum við að eins að snúa blaðinu við og ætlum að gera mynd hérna á Íslandi, með íslenskum leikurum og á Íslensku. Ég og Snjólaug erum að skrifa hana og Eva Sigurðardóttir hjá Askja Films framleiðir.“ Stuttmyndin sem þær vinna að ber nafnið Frelsun. Það er þó ekki eina verkefnið sem þær vinna að því stefnan er sett á kvikmynd í fullri lengd. „Við Snjólaug erum líka að skrifa handrit að mynd í fullri lengd sem verður líka á Íslensku og erum bara að fara af stað í umsóknarferli og annað,“ segir hún glöð í bragði. Þóra segir að kvikmyndaáhuginn hafi komið fram frekar snemma þó hún hafi um stund þráast við og ákvað að skella sér í bóklegt nám í háskóla. „Ég fór í lögfræði og var þar í eitt og hálft ár en þegar ég var að lesa dóma var ég bara að gera bíómyndir í hausnum,“ segir hún glöð í bragði. „Ég hef mikinn áhuga á listrænum hliðum kvikmyndagerðar. Sub Rosa er með sterkan stíl og listræn. Það er eitthvað sem kveikir í mér,“ segir hún glöð í bragði. Sub Rosa verður sýnd á Northern Wave festival sem fram fer á Grundarfirði um helgina og einnig á San Fransisco shorts. Einnig er myndin tilnefnd fyrir besta handritið á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem sýnir einungis myndir eftir konur í kvikmyndagerð. SUB ROSA trailer from Thora Hilmars on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira