Körfubolti

Bryndís samdi við Íslandsmeistarana

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bryndís Guðmundsdóttir skrifar undir í kvöld fyrir vestan.
Bryndís Guðmundsdóttir skrifar undir í kvöld fyrir vestan. mynd/snæfell

Bryndís Guðmundsdóttir samdi í kvöld við Íslandsmeistara Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta.

Hún kemur til Hólmara frá Keflavík þar sem hún er uppalin og hefur spilað stærstan hluta síns ferils.

Þessi 27 ára gamli framherji rifti samningi við Keflavík á dögunum og hefur leitað sér að liði síðan. Hún verður mikill styrkur fyrir meistarana í Stykkishólmi.

Bryndís Guðmundsdóttir var gríðarlega atkvæðamikil 2014 og skoraði þá 23.5 stig í leik.  Stjórnir Keflavíkur og Snæfells komust að samkomulagi um vistaskipti landsliðsleikmannsins og samdi Bryndís við Snæfell til 2ja ára.

Bryndís spilaði með KR 2012-2013 en hefur annars verið í röðum Keflavíkur.

Bryndís er landsliðskona og var nú síðasta í leikmannahópi landsliðsins á Smáþjóðaleikunum í sumar.

Snæfell vann fyrsta leik tímabilsins örugglega gegn Hamri, 8-59, en Keflavík tapaði með fjórum stigum gegn Val, 92-88.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.