Innlent

Drónar notaðir við leitina að Herði Björnssyni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hörður Björnsson.
Hörður Björnsson.
Leit að Herði Björnssyni hefur enn ekki borið árangur en í dag hefur áherslan verið lögð á leit á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunar og drónar taka þátt í leitinni.

Í dag einbeittu leitarmenn sér að leit í Hveragerði og nágrenni. Þrjár sveitir hafa leitað í Reykjadal og í dölum þar í kring með svokölluðum drónum en hér fyrir neðan má sjá hvernig drónar nýtast við leit. Tveir hópar hafa heimsótt bæi í Ölfusinu og rætt við húsráðendur. Þyrla Landhelgisgæslunnar tekur einnig þátt í leitinni og sveimar hún yfir hlíðum ofan Hveragerðis. 

Hörður er 25 ára gamall og sást síðast á Laugarásvegi aðfararnótt fimmtudags en þá var hann skólaus. Talið er að hann sé klæddur í svartar buxur og gráa peysu áþekka þeirri sem hann er klæddur í á meðfylgjandi myndum. Hann er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður og með rautt skegg.  Brýnt er fyrir fólki að hafa augun opin fyrir Herði.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir eða staðsetningu Harðar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í s. 8431106 eða með skilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig drónar nýtast við við leit en myndbandið var tekið af meðlimum Björgunarsveitarinnar Dalvíkur á landsæfingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldin var í Eyjafirði fyrir skömmu.


Tengdar fréttir

Leita enn að Herði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×