Alltaf verið í leiðtogahlutverki Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2015 06:30 Helena Sverrisdóttir er spilandi þjálfari Hauka. vísir/anton „Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
„Ég hafði á tilfinningunni allan tímann að við vorum með þetta,“ segir Helena Sverrisdóttir, spilandi þjálfari Hauka í Dominos-deild kvenna í körfubolta, við Fréttablaðið um sigurinn á Keflavík, 70-47, í úrslitaleik Lengjubikarsins sem fram fór í Iðu á Selfossi um helgina. Þetta er fyrsti titilinn sem Helena vinnur eftir að hún kom heim úr átta ára háskóladvöl og atvinnumennsku og margir telja að hann verði ekki sá síðasti. Helena var best á vellinum eins og svo oft áður með 22 stig og 10 fráköst. „Við spiluðum jafnt og þétt yfir allan leikinn en mér finnst við eiga meira inni. Það er líka eins gott enda er bara október. Við erum með stóran og flottan hóp og það er mikil samkeppni á æfingum. Við erum á réttri leið. Við höfum ekki enn átt einhvern stjörnuleik þar sem við spilum 40 mínútum af góðum körfubolta,“ segir Helena sem bendir á að liðið sé tiltölulega nýtt að vissu leyti. „Ég vissi alltaf að það tæki okkur tím að spila okkur saman. Við erum að spila nýjan sóknarleik sem tekur tím að læra en við erum alltaf að bæta okkur með hverjum leiknum. Við fórum til Danmerkur á dögunum sem ég tel að gaf okkur mikið. Við erum eins og nýtt lið þó við þekkjumst allar frá því í gamla daga,“ segir Helena sem hefur áður þjálfað sumar af stelpunum í liðinu. „Ég þjálfaði þær þegar þær voru bara lillur. Ég var orðin aðstoðarþjálfari í yngri flokkum þegar ég var tólf ára og var að þjálfa þar til ég fór út. Þó Auður Rafns sé bara fjórum árum yngri en ég þjálfaði ég hana áður,“ segir Helena.Allt gott nema veðrið Þessi besta körfuboltakona þjóðarinnar sinnir nú nýju hlutverki, en samhliða því að spila er hún í þriggja manna þjálfarateymi liðsins. Það hefur ekki áhrif á spilamennsku hennar, segir Helena. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Í leikjunum stjórna Andri og Ingvar meira en ég sé kannski hluti inn á vellinum sem er erfiðara að sjá frá hliðarlínunni. En svo hef ég mjög gaman að því að skipuleggja æfingar. Ég hef líka alltaf verið í leiðtogahlutverki og talað mikið. Þetta mun bara hafa góð áhrif á mig,“ segir Helena sem fagnar því að mestu leyti að vera komin heim aftur. „Það er alveg æðislegt að vera heima. Ég finn fyrir því mest núna því síðustu tvær vikur hefðu vanalega verið fyrstu vikurnar úti. Fyrir utan veðrið er þetta alveg frábær en ég venst því alveg eins og áður en ég fór. Ég er bara alveg ótrúlega sátt,“ segir Helena Sverrisdóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti