Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Kristína Erna Hallgrímsdóttir skrifar 7. október 2015 11:49 Í vikunni spyr vinkona mín sem situr í Jafnréttisnefnd SHÍ hvort ég lendi í því að vera ávörpuð á ensku. Ég gat nú ekki neitað því, ég lendi stundum í því vegna þess ég fell ekki undir staðalímynd um Íslending. Í framhaldi af því spyr hún mig hvort ég vilji skrifa grein um upplifun mína í tengslum við það. Ég þori að viðurkenna að ég var smeyk við það fyrst. Ástæðan var einfaldlega sú að ég var hrædd um að það yrði litið á það sem væl. En það sem fékk mig til að skipta upp skoðun var einmitt sá hugsunarháttur hjá mér. Þegar á að ræða um fordóma hérlendis er settur upp ákveðinn varnarveggur gagnvart umræðunni sem hefur í haft í för með sér þöggun á þessu málefni. Umræðan nær ekki almennilega að gera vart við sig vegna hindrana sem hún verður fyrir. Þær hindranir felast m.a. í því að raddir þeirra sem verða fyrir fordómum fá ekki áheyrn og mismununin frekar réttlætt á einn eða annan hátt. Viðbrögð mín við að tala um þetta opinberlega gefur til kynna að brýn þörf sé á opinni umræðu um fordóma gagnvart einstaklingum af erlendum uppruna hér á landi. Ég er ekki talskona allra einstaklinga af erlendum uppruna eða þeirra sem eru tvítyngdir. Það er breiður hópur sem hefur mismunandi bakgrunn og upplifun hvers og eins er ávalt einstaklingsbundin. Ég fjalla hér um mína eigin upplifun á því að vera tvítyngd. Ég hef alla tíð búið á Íslandi, faðir minn er Íslendingur og móðir mín Filippseyingur. En þrátt fyrir að hafa alltaf búið á Íslandi fór ég mikið til Filippseyja í æsku og á stóra fjölskyldu þar sem ég er mjög náin. Minningar og uppeldi mitt er því komið frá báðum löndum sem hefur vissulega mótað mig á lífsleiðinni. Algengt er að fólk spyrji mig hvaðan ég sé og ég hef komist að því að það að vera Íslendingur er ekki svarið sem leitast er eftir. Þegar ég segist svo vera hálfur Filippseyingur er spurningin oft gerð réttlát með því að gera athugasemd á hreiminn sem ég hef. Rétt er að taka það fram að íslenska er mitt móðurmál. Í framhaldi af því er ég oft spurð hvort ég líti á mig sem „alvöru“ Íslending og ótal margt fleira mætti telja upp. Það má líka vel velta fyrir sér í hverju það felst að vera „alvöru“ Íslendingur. Upplifun mín á fordómum á Íslandi er falin í hversdagslegum fordómum. Hversdagslegir fordómar eru duldir og smeygja sér inn í gegnum ávörp, athugasemdir eða svokallað „grín“ í daglegu tali. Hér er um að ræða undirliggjandi fordóma sem byggðir eru á staðalímyndum um ákveðna hópa, þjóðerni, litarhætti eða jafnvel kyn. Það má líta á þetta sem ákveðinn valdastrúktúr sem á þátt í að viðhalda mismunun í samfélaginu. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmiðlar séu kallaðir fjórða valdið, þeir eiga stóran þátt í að stýra orðræðu þjóðfélagsins. Ég finn það í sjálfri mér og andrúmsloftinu hve máttur fjölmiðla er mikill. Í kjölfar umfjöllunar um moskumálið svokallaða árin 2013-14 hófst neikvæð umræða í garð múslima sem var fólgin í einhverskonar hræðslu við að spilla hreinleika íslenskrar menningar. Þessi umfjöllun litaði umræðuna um málefni fjölmenningar hérlendis. Umræðan var ekki einungis neikvæð heldur varð andrúmsloftið þungt og á sama tíma varð ég neikvæð. Ég varð sjálf viðkvæmari fyrir ummælum sem ég var vön að fá fyrir, brást harðar við þeim og jafnvel í þeim tilfellum sem það átti ekki við. Núverið hefur umræða um flóttafólk verið ríkjandi og vilji almennings til að taka á móti þeim mikill. Það gefur til kynna að mikil viðhorfsbreyting til fjölmenningar hafi átt sér stað á síðastliðnum misserum. Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. Ástæður fólksflutninga eru margvíslegar, þó meirihlutinn sé í leit að betri lífsgæðum. Að fæðast á Íslandi felur í sér ákveðin forréttindi en því miður eru tækifærin ekki jafn ríkuleg víða í heiminum. Líkt og móðir mín sem ákvað að flytja til Íslands til þess að leita sér betri tækifæra og viðurværis, er nú stór hópur flóttafólks á leið til Evrópu í leit að nákvæmlega því sama. Málefni um fjölmenningarlegt þjóðfélag er mér ofarlega í huga en að sama skapi er það mér nærkomið. Ég er mun bjartsýnni gagnvart því og finn að fólk er sífellt að verða opnara fyrir fjölbreyttara samfélagi. Í umræðu um fjölmenningu á Íslandi er mikilvægt að raddir þeirra sem tilheyra minnihlutahópum fái að heyrast og þeir séu sýnilegir. Vert er að hafa í huga að þetta er fjölbreyttur hópur einstaklinga sem eru sínar eigin persónur líkt og hver annar. Þegar við gefum fjölbreytileikanum færi á því að fá áheyrn þá getum við öðlast aðra sýn og með breyttum hugsunarhætti spornað gegn staðalímyndum sem ekki eiga rétt á sér í raunveruleikanum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir upplifun minnihlutahópa því þegar reynsluheimur þeirra er birtur þá erum við um leið að fá innsýn í okkar eigið samfélag og getum vonandi betrumbætt það í átt að jafnara og samlyndara samfélagi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33 Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11 Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00 Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í vikunni spyr vinkona mín sem situr í Jafnréttisnefnd SHÍ hvort ég lendi í því að vera ávörpuð á ensku. Ég gat nú ekki neitað því, ég lendi stundum í því vegna þess ég fell ekki undir staðalímynd um Íslending. Í framhaldi af því spyr hún mig hvort ég vilji skrifa grein um upplifun mína í tengslum við það. Ég þori að viðurkenna að ég var smeyk við það fyrst. Ástæðan var einfaldlega sú að ég var hrædd um að það yrði litið á það sem væl. En það sem fékk mig til að skipta upp skoðun var einmitt sá hugsunarháttur hjá mér. Þegar á að ræða um fordóma hérlendis er settur upp ákveðinn varnarveggur gagnvart umræðunni sem hefur í haft í för með sér þöggun á þessu málefni. Umræðan nær ekki almennilega að gera vart við sig vegna hindrana sem hún verður fyrir. Þær hindranir felast m.a. í því að raddir þeirra sem verða fyrir fordómum fá ekki áheyrn og mismununin frekar réttlætt á einn eða annan hátt. Viðbrögð mín við að tala um þetta opinberlega gefur til kynna að brýn þörf sé á opinni umræðu um fordóma gagnvart einstaklingum af erlendum uppruna hér á landi. Ég er ekki talskona allra einstaklinga af erlendum uppruna eða þeirra sem eru tvítyngdir. Það er breiður hópur sem hefur mismunandi bakgrunn og upplifun hvers og eins er ávalt einstaklingsbundin. Ég fjalla hér um mína eigin upplifun á því að vera tvítyngd. Ég hef alla tíð búið á Íslandi, faðir minn er Íslendingur og móðir mín Filippseyingur. En þrátt fyrir að hafa alltaf búið á Íslandi fór ég mikið til Filippseyja í æsku og á stóra fjölskyldu þar sem ég er mjög náin. Minningar og uppeldi mitt er því komið frá báðum löndum sem hefur vissulega mótað mig á lífsleiðinni. Algengt er að fólk spyrji mig hvaðan ég sé og ég hef komist að því að það að vera Íslendingur er ekki svarið sem leitast er eftir. Þegar ég segist svo vera hálfur Filippseyingur er spurningin oft gerð réttlát með því að gera athugasemd á hreiminn sem ég hef. Rétt er að taka það fram að íslenska er mitt móðurmál. Í framhaldi af því er ég oft spurð hvort ég líti á mig sem „alvöru“ Íslending og ótal margt fleira mætti telja upp. Það má líka vel velta fyrir sér í hverju það felst að vera „alvöru“ Íslendingur. Upplifun mín á fordómum á Íslandi er falin í hversdagslegum fordómum. Hversdagslegir fordómar eru duldir og smeygja sér inn í gegnum ávörp, athugasemdir eða svokallað „grín“ í daglegu tali. Hér er um að ræða undirliggjandi fordóma sem byggðir eru á staðalímyndum um ákveðna hópa, þjóðerni, litarhætti eða jafnvel kyn. Það má líta á þetta sem ákveðinn valdastrúktúr sem á þátt í að viðhalda mismunun í samfélaginu. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmiðlar séu kallaðir fjórða valdið, þeir eiga stóran þátt í að stýra orðræðu þjóðfélagsins. Ég finn það í sjálfri mér og andrúmsloftinu hve máttur fjölmiðla er mikill. Í kjölfar umfjöllunar um moskumálið svokallaða árin 2013-14 hófst neikvæð umræða í garð múslima sem var fólgin í einhverskonar hræðslu við að spilla hreinleika íslenskrar menningar. Þessi umfjöllun litaði umræðuna um málefni fjölmenningar hérlendis. Umræðan var ekki einungis neikvæð heldur varð andrúmsloftið þungt og á sama tíma varð ég neikvæð. Ég varð sjálf viðkvæmari fyrir ummælum sem ég var vön að fá fyrir, brást harðar við þeim og jafnvel í þeim tilfellum sem það átti ekki við. Núverið hefur umræða um flóttafólk verið ríkjandi og vilji almennings til að taka á móti þeim mikill. Það gefur til kynna að mikil viðhorfsbreyting til fjölmenningar hafi átt sér stað á síðastliðnum misserum. Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. Ástæður fólksflutninga eru margvíslegar, þó meirihlutinn sé í leit að betri lífsgæðum. Að fæðast á Íslandi felur í sér ákveðin forréttindi en því miður eru tækifærin ekki jafn ríkuleg víða í heiminum. Líkt og móðir mín sem ákvað að flytja til Íslands til þess að leita sér betri tækifæra og viðurværis, er nú stór hópur flóttafólks á leið til Evrópu í leit að nákvæmlega því sama. Málefni um fjölmenningarlegt þjóðfélag er mér ofarlega í huga en að sama skapi er það mér nærkomið. Ég er mun bjartsýnni gagnvart því og finn að fólk er sífellt að verða opnara fyrir fjölbreyttara samfélagi. Í umræðu um fjölmenningu á Íslandi er mikilvægt að raddir þeirra sem tilheyra minnihlutahópum fái að heyrast og þeir séu sýnilegir. Vert er að hafa í huga að þetta er fjölbreyttur hópur einstaklinga sem eru sínar eigin persónur líkt og hver annar. Þegar við gefum fjölbreytileikanum færi á því að fá áheyrn þá getum við öðlast aðra sýn og með breyttum hugsunarhætti spornað gegn staðalímyndum sem ekki eiga rétt á sér í raunveruleikanum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir upplifun minnihlutahópa því þegar reynsluheimur þeirra er birtur þá erum við um leið að fá innsýn í okkar eigið samfélag og getum vonandi betrumbætt það í átt að jafnara og samlyndara samfélagi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33
Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11
Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun