Fordómum verður ekki útrýmt án áheyrnar Kristína Erna Hallgrímsdóttir skrifar 7. október 2015 11:49 Í vikunni spyr vinkona mín sem situr í Jafnréttisnefnd SHÍ hvort ég lendi í því að vera ávörpuð á ensku. Ég gat nú ekki neitað því, ég lendi stundum í því vegna þess ég fell ekki undir staðalímynd um Íslending. Í framhaldi af því spyr hún mig hvort ég vilji skrifa grein um upplifun mína í tengslum við það. Ég þori að viðurkenna að ég var smeyk við það fyrst. Ástæðan var einfaldlega sú að ég var hrædd um að það yrði litið á það sem væl. En það sem fékk mig til að skipta upp skoðun var einmitt sá hugsunarháttur hjá mér. Þegar á að ræða um fordóma hérlendis er settur upp ákveðinn varnarveggur gagnvart umræðunni sem hefur í haft í för með sér þöggun á þessu málefni. Umræðan nær ekki almennilega að gera vart við sig vegna hindrana sem hún verður fyrir. Þær hindranir felast m.a. í því að raddir þeirra sem verða fyrir fordómum fá ekki áheyrn og mismununin frekar réttlætt á einn eða annan hátt. Viðbrögð mín við að tala um þetta opinberlega gefur til kynna að brýn þörf sé á opinni umræðu um fordóma gagnvart einstaklingum af erlendum uppruna hér á landi. Ég er ekki talskona allra einstaklinga af erlendum uppruna eða þeirra sem eru tvítyngdir. Það er breiður hópur sem hefur mismunandi bakgrunn og upplifun hvers og eins er ávalt einstaklingsbundin. Ég fjalla hér um mína eigin upplifun á því að vera tvítyngd. Ég hef alla tíð búið á Íslandi, faðir minn er Íslendingur og móðir mín Filippseyingur. En þrátt fyrir að hafa alltaf búið á Íslandi fór ég mikið til Filippseyja í æsku og á stóra fjölskyldu þar sem ég er mjög náin. Minningar og uppeldi mitt er því komið frá báðum löndum sem hefur vissulega mótað mig á lífsleiðinni. Algengt er að fólk spyrji mig hvaðan ég sé og ég hef komist að því að það að vera Íslendingur er ekki svarið sem leitast er eftir. Þegar ég segist svo vera hálfur Filippseyingur er spurningin oft gerð réttlát með því að gera athugasemd á hreiminn sem ég hef. Rétt er að taka það fram að íslenska er mitt móðurmál. Í framhaldi af því er ég oft spurð hvort ég líti á mig sem „alvöru“ Íslending og ótal margt fleira mætti telja upp. Það má líka vel velta fyrir sér í hverju það felst að vera „alvöru“ Íslendingur. Upplifun mín á fordómum á Íslandi er falin í hversdagslegum fordómum. Hversdagslegir fordómar eru duldir og smeygja sér inn í gegnum ávörp, athugasemdir eða svokallað „grín“ í daglegu tali. Hér er um að ræða undirliggjandi fordóma sem byggðir eru á staðalímyndum um ákveðna hópa, þjóðerni, litarhætti eða jafnvel kyn. Það má líta á þetta sem ákveðinn valdastrúktúr sem á þátt í að viðhalda mismunun í samfélaginu. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmiðlar séu kallaðir fjórða valdið, þeir eiga stóran þátt í að stýra orðræðu þjóðfélagsins. Ég finn það í sjálfri mér og andrúmsloftinu hve máttur fjölmiðla er mikill. Í kjölfar umfjöllunar um moskumálið svokallaða árin 2013-14 hófst neikvæð umræða í garð múslima sem var fólgin í einhverskonar hræðslu við að spilla hreinleika íslenskrar menningar. Þessi umfjöllun litaði umræðuna um málefni fjölmenningar hérlendis. Umræðan var ekki einungis neikvæð heldur varð andrúmsloftið þungt og á sama tíma varð ég neikvæð. Ég varð sjálf viðkvæmari fyrir ummælum sem ég var vön að fá fyrir, brást harðar við þeim og jafnvel í þeim tilfellum sem það átti ekki við. Núverið hefur umræða um flóttafólk verið ríkjandi og vilji almennings til að taka á móti þeim mikill. Það gefur til kynna að mikil viðhorfsbreyting til fjölmenningar hafi átt sér stað á síðastliðnum misserum. Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. Ástæður fólksflutninga eru margvíslegar, þó meirihlutinn sé í leit að betri lífsgæðum. Að fæðast á Íslandi felur í sér ákveðin forréttindi en því miður eru tækifærin ekki jafn ríkuleg víða í heiminum. Líkt og móðir mín sem ákvað að flytja til Íslands til þess að leita sér betri tækifæra og viðurværis, er nú stór hópur flóttafólks á leið til Evrópu í leit að nákvæmlega því sama. Málefni um fjölmenningarlegt þjóðfélag er mér ofarlega í huga en að sama skapi er það mér nærkomið. Ég er mun bjartsýnni gagnvart því og finn að fólk er sífellt að verða opnara fyrir fjölbreyttara samfélagi. Í umræðu um fjölmenningu á Íslandi er mikilvægt að raddir þeirra sem tilheyra minnihlutahópum fái að heyrast og þeir séu sýnilegir. Vert er að hafa í huga að þetta er fjölbreyttur hópur einstaklinga sem eru sínar eigin persónur líkt og hver annar. Þegar við gefum fjölbreytileikanum færi á því að fá áheyrn þá getum við öðlast aðra sýn og með breyttum hugsunarhætti spornað gegn staðalímyndum sem ekki eiga rétt á sér í raunveruleikanum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir upplifun minnihlutahópa því þegar reynsluheimur þeirra er birtur þá erum við um leið að fá innsýn í okkar eigið samfélag og getum vonandi betrumbætt það í átt að jafnara og samlyndara samfélagi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33 Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11 Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni spyr vinkona mín sem situr í Jafnréttisnefnd SHÍ hvort ég lendi í því að vera ávörpuð á ensku. Ég gat nú ekki neitað því, ég lendi stundum í því vegna þess ég fell ekki undir staðalímynd um Íslending. Í framhaldi af því spyr hún mig hvort ég vilji skrifa grein um upplifun mína í tengslum við það. Ég þori að viðurkenna að ég var smeyk við það fyrst. Ástæðan var einfaldlega sú að ég var hrædd um að það yrði litið á það sem væl. En það sem fékk mig til að skipta upp skoðun var einmitt sá hugsunarháttur hjá mér. Þegar á að ræða um fordóma hérlendis er settur upp ákveðinn varnarveggur gagnvart umræðunni sem hefur í haft í för með sér þöggun á þessu málefni. Umræðan nær ekki almennilega að gera vart við sig vegna hindrana sem hún verður fyrir. Þær hindranir felast m.a. í því að raddir þeirra sem verða fyrir fordómum fá ekki áheyrn og mismununin frekar réttlætt á einn eða annan hátt. Viðbrögð mín við að tala um þetta opinberlega gefur til kynna að brýn þörf sé á opinni umræðu um fordóma gagnvart einstaklingum af erlendum uppruna hér á landi. Ég er ekki talskona allra einstaklinga af erlendum uppruna eða þeirra sem eru tvítyngdir. Það er breiður hópur sem hefur mismunandi bakgrunn og upplifun hvers og eins er ávalt einstaklingsbundin. Ég fjalla hér um mína eigin upplifun á því að vera tvítyngd. Ég hef alla tíð búið á Íslandi, faðir minn er Íslendingur og móðir mín Filippseyingur. En þrátt fyrir að hafa alltaf búið á Íslandi fór ég mikið til Filippseyja í æsku og á stóra fjölskyldu þar sem ég er mjög náin. Minningar og uppeldi mitt er því komið frá báðum löndum sem hefur vissulega mótað mig á lífsleiðinni. Algengt er að fólk spyrji mig hvaðan ég sé og ég hef komist að því að það að vera Íslendingur er ekki svarið sem leitast er eftir. Þegar ég segist svo vera hálfur Filippseyingur er spurningin oft gerð réttlát með því að gera athugasemd á hreiminn sem ég hef. Rétt er að taka það fram að íslenska er mitt móðurmál. Í framhaldi af því er ég oft spurð hvort ég líti á mig sem „alvöru“ Íslending og ótal margt fleira mætti telja upp. Það má líka vel velta fyrir sér í hverju það felst að vera „alvöru“ Íslendingur. Upplifun mín á fordómum á Íslandi er falin í hversdagslegum fordómum. Hversdagslegir fordómar eru duldir og smeygja sér inn í gegnum ávörp, athugasemdir eða svokallað „grín“ í daglegu tali. Hér er um að ræða undirliggjandi fordóma sem byggðir eru á staðalímyndum um ákveðna hópa, þjóðerni, litarhætti eða jafnvel kyn. Það má líta á þetta sem ákveðinn valdastrúktúr sem á þátt í að viðhalda mismunun í samfélaginu. Það er ekki að ástæðulausu að fjölmiðlar séu kallaðir fjórða valdið, þeir eiga stóran þátt í að stýra orðræðu þjóðfélagsins. Ég finn það í sjálfri mér og andrúmsloftinu hve máttur fjölmiðla er mikill. Í kjölfar umfjöllunar um moskumálið svokallaða árin 2013-14 hófst neikvæð umræða í garð múslima sem var fólgin í einhverskonar hræðslu við að spilla hreinleika íslenskrar menningar. Þessi umfjöllun litaði umræðuna um málefni fjölmenningar hérlendis. Umræðan var ekki einungis neikvæð heldur varð andrúmsloftið þungt og á sama tíma varð ég neikvæð. Ég varð sjálf viðkvæmari fyrir ummælum sem ég var vön að fá fyrir, brást harðar við þeim og jafnvel í þeim tilfellum sem það átti ekki við. Núverið hefur umræða um flóttafólk verið ríkjandi og vilji almennings til að taka á móti þeim mikill. Það gefur til kynna að mikil viðhorfsbreyting til fjölmenningar hafi átt sér stað á síðastliðnum misserum. Við þurfum ekki nema að líta í kringum okkur og skoða okkar eigin lifnaðarhætti til að átta okkur á því að það er stöðugt flæði sem á sér stað þvert yfir landamæri. Ástæður fólksflutninga eru margvíslegar, þó meirihlutinn sé í leit að betri lífsgæðum. Að fæðast á Íslandi felur í sér ákveðin forréttindi en því miður eru tækifærin ekki jafn ríkuleg víða í heiminum. Líkt og móðir mín sem ákvað að flytja til Íslands til þess að leita sér betri tækifæra og viðurværis, er nú stór hópur flóttafólks á leið til Evrópu í leit að nákvæmlega því sama. Málefni um fjölmenningarlegt þjóðfélag er mér ofarlega í huga en að sama skapi er það mér nærkomið. Ég er mun bjartsýnni gagnvart því og finn að fólk er sífellt að verða opnara fyrir fjölbreyttara samfélagi. Í umræðu um fjölmenningu á Íslandi er mikilvægt að raddir þeirra sem tilheyra minnihlutahópum fái að heyrast og þeir séu sýnilegir. Vert er að hafa í huga að þetta er fjölbreyttur hópur einstaklinga sem eru sínar eigin persónur líkt og hver annar. Þegar við gefum fjölbreytileikanum færi á því að fá áheyrn þá getum við öðlast aðra sýn og með breyttum hugsunarhætti spornað gegn staðalímyndum sem ekki eiga rétt á sér í raunveruleikanum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir upplifun minnihlutahópa því þegar reynsluheimur þeirra er birtur þá erum við um leið að fá innsýn í okkar eigið samfélag og getum vonandi betrumbætt það í átt að jafnara og samlyndara samfélagi. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinarskriftarátaki Jafnréttisnefndar SHÍ fyrir Jafnréttisdaga 2015. Dagskrá má finna hér.
Íslamd Ég labba inn í Bónus í lopapeysu og gúmmítúttunum. Ég mæti fyrsta athugula augnaráðinu við flatkökuhilluna. 6. október 2015 09:33
Miðbær Reykjavíkur er bara fyrir suma Þessi grein er í raun ákall. Ákall eftir réttlæti. Réttlætið snýst um að allir eigi sama rétt á að njóta skemmtanalífs. Að þeir sem það vilji, fái að upplifa djammið, djúsið og allt sem því fylgir. 5. október 2015 10:11
Óeðlileg ást? Oft heyrir maður talað um það hversu langt Ísland er komið í réttindabaráttu hinsegin fólks og að hér á landi ríki meira umburðarlyndi en í nokkru öðru ríki. 5. október 2015 13:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar