Enski boltinn

Benteke sendur í myndatöku vegna meiðslanna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Benteke var tekinn af velli í hálfleik í leik Liverpool og Norwich um helgina.
Benteke var tekinn af velli í hálfleik í leik Liverpool og Norwich um helgina. Vísir/getty
Gary McAllister, aðstoðarþjálfari Liverpool, staðfesti í dag að framherjinn Christian Benteke hefði verið sendur í myndatöku til þess að fá úr því skorið hversu alvarleg meiðslin eru sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Norwich um helgina.

Benteke sem gekk til liðs við Liverpool í sumar fyrir 32 milljónir punda frá Aston Villa fór af velli í hálfleik en Danny Ings sem kom inn fyrir Benteke skoraði eina mark Liverpool í leiknum.

Óvíst er hversu lengi hann verður frá en hann mun allaveganna missa af leik liðsins gegn Carlisle á Anfield annað kvöld. Óvíst er hvort hann geti tekið þátt í leiknum um helgina þegar Liverpool tekur á móti félaginu sem seldi Benteke til Liverpool, Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×