30 spurningar til að spyrja barnið í stað „hvernig var í skólanum?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2015 15:17 "Hver af kennurum þínum heldurðu að væri líklegastur til að lifa af innrás uppvakninga? Af hverju?“ er möguleg spurning. Vísir/GVA Kannastu við að spyrja barnið alltaf að því sama þegar það kemur heim eftir skóla: „Hvernig var í skólanum?“ eða eitthvað á þá leið. Og að barnið svari „fínt“ eða „gaman“ af litlum áhuga. Til eru betri leiðir til að ná sambandi við börn sín ef marka má samantekt blaðakonunnar Söru Goldstein frá því í byrjun september. Goldstein upplýsir að hún hafi sjálf sótt son sinn í skólann fyrsta daginn í 4. bekk. Hún hafi spurt af áhuga, „hvernig var í skólanum“ og fengið staðlaða svarið „fínt“. Daginn eftir var svarið við sömu spurningu, „tja, það var enginn að hegða sér eins og fífl.“ Leit hún í eigin barm og taldi sig geta betur, við heimskulegri spurningu fást nefnilega heimskuleg svör.Á fjölskylduvefnum Samveru hafa spurningarnar þrjátíu verið þýddar yfir á íslensku en þær má sjá hér að neðan.Hvað fékkstu að borða í hádegismat?Sástu einhvern bora í nefið?Hvað lékuð þið ykkur við í frímínútum?Hvað var það fyndnasta sem gerðist í dag?Var einhver mjög góður við þig í dag?Varst þú góður við einhvern í dag?Hver fékk þig til að brosa í dag?Hver af kennurum þínum heldurðu að væri líklegastur til að lifa af innrás uppvakninga? Af hverju?Hvað lærðir þú nýtt í dag?Hver kom með girnilegasta nestið í dag? Hvað var það?Hvaða áskoranir þurftir þú að takast á við í dag?Ef skólinn væri tívolí, hvaða tæki myndir þú fara í? Af hverju?Hvaða einkunn gæfir þú deginum í dag á bilinu 1 til 10? Af hverju?Ef einn af bekkjarfélögum þínum gæti verið kennari í einn dag, hver myndi hann vera? Af hverju?Ef þú mættir vera kennari í einn dag, hvað myndir þú kenna bekknum þínum?Var einhver að pirra þig í skólanum í dag?Hver vildirðu að væri vinur þinn sem er ekki vinur þinn í dag? Af hverju eruð þið ekki vinir?Hver er mikilvægasta regla kennarans þíns?Hvað er vinsælast að gera í frímínútum?Minnir kennarinn þig á einhvern sem þú þekkir? Hvernig?Segðu mér frá einhverju sem þú komst að um vin þinn í dag.Ef geimverur kæmu í skólann og tækju með sér þrjá krakka, hverja myndir þú helst vilja að þeir tækju með sér? Af hverju?Hvað gerðir þú í dag til að vera hjálplegur?Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér í dag?Hvaða reglu var erfiðast að fylgja í dag?Segðu mér frá einu sem þú myndir vilja læra áður en skólaárið klárast?Hvaða bekkjarfélagi finnst þér vera ólíkastur þér?Hvar í skólanum finnst þér skemmtilegast að vera?Í hverju viltu verða betri í á leikvellinum í skólanum?Er einhver í bekknum sem á erfitt með að fylgja fyrirmælum? Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Kannastu við að spyrja barnið alltaf að því sama þegar það kemur heim eftir skóla: „Hvernig var í skólanum?“ eða eitthvað á þá leið. Og að barnið svari „fínt“ eða „gaman“ af litlum áhuga. Til eru betri leiðir til að ná sambandi við börn sín ef marka má samantekt blaðakonunnar Söru Goldstein frá því í byrjun september. Goldstein upplýsir að hún hafi sjálf sótt son sinn í skólann fyrsta daginn í 4. bekk. Hún hafi spurt af áhuga, „hvernig var í skólanum“ og fengið staðlaða svarið „fínt“. Daginn eftir var svarið við sömu spurningu, „tja, það var enginn að hegða sér eins og fífl.“ Leit hún í eigin barm og taldi sig geta betur, við heimskulegri spurningu fást nefnilega heimskuleg svör.Á fjölskylduvefnum Samveru hafa spurningarnar þrjátíu verið þýddar yfir á íslensku en þær má sjá hér að neðan.Hvað fékkstu að borða í hádegismat?Sástu einhvern bora í nefið?Hvað lékuð þið ykkur við í frímínútum?Hvað var það fyndnasta sem gerðist í dag?Var einhver mjög góður við þig í dag?Varst þú góður við einhvern í dag?Hver fékk þig til að brosa í dag?Hver af kennurum þínum heldurðu að væri líklegastur til að lifa af innrás uppvakninga? Af hverju?Hvað lærðir þú nýtt í dag?Hver kom með girnilegasta nestið í dag? Hvað var það?Hvaða áskoranir þurftir þú að takast á við í dag?Ef skólinn væri tívolí, hvaða tæki myndir þú fara í? Af hverju?Hvaða einkunn gæfir þú deginum í dag á bilinu 1 til 10? Af hverju?Ef einn af bekkjarfélögum þínum gæti verið kennari í einn dag, hver myndi hann vera? Af hverju?Ef þú mættir vera kennari í einn dag, hvað myndir þú kenna bekknum þínum?Var einhver að pirra þig í skólanum í dag?Hver vildirðu að væri vinur þinn sem er ekki vinur þinn í dag? Af hverju eruð þið ekki vinir?Hver er mikilvægasta regla kennarans þíns?Hvað er vinsælast að gera í frímínútum?Minnir kennarinn þig á einhvern sem þú þekkir? Hvernig?Segðu mér frá einhverju sem þú komst að um vin þinn í dag.Ef geimverur kæmu í skólann og tækju með sér þrjá krakka, hverja myndir þú helst vilja að þeir tækju með sér? Af hverju?Hvað gerðir þú í dag til að vera hjálplegur?Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér í dag?Hvaða reglu var erfiðast að fylgja í dag?Segðu mér frá einu sem þú myndir vilja læra áður en skólaárið klárast?Hvaða bekkjarfélagi finnst þér vera ólíkastur þér?Hvar í skólanum finnst þér skemmtilegast að vera?Í hverju viltu verða betri í á leikvellinum í skólanum?Er einhver í bekknum sem á erfitt með að fylgja fyrirmælum?
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira