Enski boltinn

Mourinho um Terry: Það eru allir leikmenn Chelsea meira en ánægðir að fá að spila

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Terry.
John Terry. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði á blaðamannafundi í gær að John Terry, fyrirliði liðsins, er gíraður fyrir að mæta Walsall í deildabikarnum í kvöld.

Terry, sem er í fyrsta sinn á sínum Chelsea-ferli að upplifa það að vera varamaður, sat allan tímann á bekknum gegn Arsenal í stórleik síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni.

Enskir blaðamenn voru fljótir að búa til ríg á milli hans og Mourinho sem Portúgalinn var fljótur að vísa til föðurhúsanna eftir leikinn.

„Auðvitað mun reynsla Johns hjálpa okkur gegn Walsall,“ segir Mourinho í viðtali á heimasíðu Chelsea.

„Hann spilaði ekki síðasta leik þannig hann er ferskur og gíraður í að spila. Það sama gildir um Radamel Falcao.“

„Chelsea er Chelsea og að klæðast bláu treyjunni fylgir ábyrgð. Allir leikmenn Chelsea eru meira en ánægðir að fá að spila,“ segir José Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×