Tollalækkun til neytenda? Skjóðan skrifar 23. september 2015 12:00 Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Nýtt samkomulag milli Íslands og ESB um gagnkvæma lækkun og niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörur gefur von um nýja tíma fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. Ísland fellir niður tolla á 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á 20 til viðbótar. Þetta þýðir að tollar á unnar landbúnaðarvörur, aðrar en jógúrt, falla niður. ESB fellir líka niður tolla á íslenskar landbúnaðarvörur. Þessu til viðbótar er samkomulag um að báðir aðilar auka verulega tollfrjálsa innflutningskvóta m.a. fyrir ýmsar kjöttegundir og osta. Þetta kemur til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma fram til ársins 2020. ESB eykur verulega tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir íslenskt skyr, smjör og lambakjöt auk þess sem það opnar nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost frá Íslandi. Ljóst er að tollalækkunin á unnum landbúnaðarvörum mun skila sér í vasa íslenskra neytenda. Súkkulaði, pitsur, pasta, bökunarvörur og fleiri unnar landbúnaðarvörur munu lækka í verði. Þá er einnig ljóst að opnunin inn á ESB-markað skapar spennandi tækifæri fyrir íslenska framleiðendur. Það vekur athygli að Ísland skuli fella niður tolla á allar unnar landbúnaðarvörur aðrar en jógúrt. Vart verður það skilið á annan hátt en að hugur íslenskra stjórnvalda standi nær framleiðendum en neytendum. Mjólkursamsalan og KEA eiga mikilla hagsmuna að gæta á innanlandsmarkaði með skyr, jógúrt og fleiri vörur, sem myndu mæta aukinni samkeppni ef tollar á innfluttri jógúrt yrðu aflagðir. Ekki er víst að neytendur njóti stækkunar á tollfrjálsum innflutningskvótum ýmissa kjöttegunda og osta. Með samningnum eru slíkir kvótar auknir stórlega en ná samt ekki nema rétt að skríða upp í 10-15 prósent af heildarneyslu þessara vara hér á landi miðað við neysluna árið 2011. Heildarneyslan hefur þegar aukist verulega frá þeim tíma, m.a. vegna fjölgunar ferðamanna, og mun fyrirsjáanlega aukast enn fram til 2020 þegar stækkun innflutningskvóta verður að fullu komin til framkvæmda. Þá hræða sporin þegar kemur að innflutningskvótum á landbúnaðarvörur. Í orði kveðnu eiga slíkir kvótar að stuðla að lægra vöruverði til neytenda en íslensk stjórnvöld hafa undantekningalítið boðið kvótana upp og selt hæstbjóðanda. Iðulega hafa hæstbjóðendur verið íslenskir framleiðendur sem hagsmuni hafa af því að innflutningur lækki ekki vöruverð til neytenda. Einnig hafa verið brögð að því að framleiðendur kaupi innflutningskvóta dýrum dómum til þess eins að koma í veg fyrir innflutning. Neytendur hafa setið eftir með sárt ennið og goldið fyrir kvótakaup framleiðenda með hærra vöruverði og takmörkuðu vöruúrvali. Stjórnvöld gefa útgerðinni kvótann í sjónum en sá kvóti sem getur lækkað vöruverð til neytenda er boðinn upp og seldur hæstbjóðanda.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira