Konur í kvikmyndagerð Laufey Guðjónsdóttir skrifar 24. september 2015 08:00 Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. Kvikmyndasjóður þarf að stuðla að kraftmiklu umhverfi fyrir framleiðslu kvikmynda og gæta réttlætis við meðferð umsókna og styrkveitingar. Hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands, KMÍ, höfum við nú tekið saman ítarlegri tölur en áður um kynjahlutföll með von um að það varpi betra ljósi á stöðuna og vinnubrögð KMÍ. Samantektin nær til handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda en þessi störf ráða úrslitum í því að koma röddum og sjónarhornum kvenna á framfæri. Eins og sjá má á mynd 1, bárust á árunum 2005-2015 KMÍ 154 umsóknir um framleiðslustyrki, 127 þar sem leikstjóri er karl og voru veittir 74 styrkir og styrkvilyrði. 26 umsóknir bárust þar sem leikstjóri er kona og 15 styrkir veittir. Árangurshlutfall karla og kvenna er jafnt, 58%. Á sama tímabili voru konur framleiðendur 38 mynda af 71 sem hlutu endanlegan framleiðslustyrk. Mynd 2 sýnir fjölda úthlutana framleiðslustyrkja og vilyrða eftir kyni handritshöfunda, leikstjóra og framleiðenda fyrir leiknar myndir í fullri lengd, leikið sjónvarpsefni, heimildarmyndir og stuttmyndir á árunum 2012-2015. Frá 2012 hefur umsóknum með kvenkynsleikstjórum fjölgað og árangurshlutfall hækkað í öllum flokkum framleiðslustyrkja, er nú í 67% fyrir leiknar myndir, 86% í heimildarmyndum, 78% í stuttmyndum og 100% í leiknu sjónvarpsefni. Kvikmyndasjóður styrkir að meðaltali 3-4 kvikmyndir í fullri lengd á ári auk nokkurra lægri styrkja t.d. vegna eftirvinnslu eða samframleiðslu. Tölfræði fyrir hvert ár varðandi úthlutanir getur því sveiflast nokkuð mikið. Synjun um styrk er ekki alltaf endastöð umsækjanda. Fjárhagsstaða sjóðsins hverju sinni skiptir miklu máli og oft kjósa umsækjendur fremur framhaldsstyrki til að þróa verkefni sín betur áður en kemur að endanlegri umsókn um framleiðslustyrk. Ólíkt öðrum menningarstofnunum á menningarsviðinu stendur KMÍ ekki fyrir verkefnum. Umsóknir berast frá listamönnum og/eða framleiðendum sem hafa kvikmyndagerð að atvinnu sem síðan standa alfarið að framkvæmd og fjármögnun umfram það sem nemur styrk úr Kvikmyndasjóði. Gerjun hugmynda og sköpunarkraftur fagmanna ráða för við þróun kvikmynda. Vandinn við að fá fleiri umsóknir frá konum er vel þekktur og fjölþættari en svo að KMÍ geti verið meira en hvetjandi aðili og virkur sem slíkur. T.d. var mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið með þingsályktun árið 2010 að finna leiðir til að hvetja konur til að sækja fram. Innviðir hér á landi eru talsvert fábrotnari en hjá nágrannaþjóðum. Almennt nám í myndlæsi er lítið sem ekkert í grunn- og framhaldsskólum, fáir fagmenntaðir kennarar og lítið til af námsgögnum. Í flestum löndum sem við lítum til er að finna vinnusmiðjur fyrir börn, unglinga og aðra áhugasama sem vilja spreyta sig undir leiðsögn fagafólks. Að Kvikmyndaskóla Íslands frátöldum er formlegt nám í kvikmyndagerð lítið og aðeins í boði í örfáum framhaldsskólum. Til að bæta stöðuna verða allir að leggjast á eitt, KMÍ, skólar, stjórnvöld og fagfólkið.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar