Enski boltinn

McClaren ósáttur: Er reiður og vonsvikinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pressan eykst á McClaren.
Pressan eykst á McClaren. Vísir/Getty
Steve McClaren var að vonum ósáttur eftir að Sheffield Wednesday sem leikur í Championship-deildinni sló út Newcastle í enska deildarbikarnum í gær en ekkert virðist ganga hjá lærisveinum McClaren í upphafi tímabilsins.

Hefur liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum á tímabilinu, 4-1 sigur á Northampton Town í 2. umferð enska deildarbikarsins, en tapið gegn Sheffield Wednesday í gær var fjórða tapið í röð hjá félaginu.

„Hefur þetta verið erfiðara en ég bjóst við? Algjörlega. Þetta fer að nálgast krísuástand og við eigum rétt á þessari gagnrýni. Ég skammast mín ekki en ég er reiður og vonsvikinn,“ sagði McClaren sem sagði leikmenn sína þurfa að laga þetta fyrir leik helgarinnar.

„Það eru engar afsakanir til, við þurfum að fara með baráttuanda inn í leikinn gegn Chelsea og reyna að finna lausn á þessum vanda. Við höfum leikmennina til þess en við getum ekki bara talað um það, það er kominn tími til að framkvæma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×