Innlent

„Erfitt að sjá hvernig standa eigi við gerða kjarasamninga“

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Læknaráð Landspítalans lýsir enn og aftur yfir vonbrigðum með skilningsleysi fjárveitingarvaldsins á starfsemi Landspítalans í ályktun þeirra sem var gerð opinber í dag. Stjórn læknaráðs telur að hlutur Landspítalans í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 dugi ekki til að halda í horfinu miðað við verðlags-og launaþróun og vanrækslu undanfarinna ára.

Læknaráð telur jafnframt að fullyrðingar um aukin framlög til Landspítalans ekki standast skoðun þegar búið er að taka tillit til vísitölubreytinga og að ekkert tillit sé tekið til vaxandi eftirspurnar eftir þjónustu. Þá vekur ráðið sérstaklega athygli á því að ekki sjást merki um að staðið sé við nýgerða kjarasamninga við heilbrigðisstarfsfólk en til þess er fjárlagaramminn of naumt skorinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×