Enski boltinn

Joe Hart á bekknum: Caballero stendur í rammanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Hart er ekki í markinu hjá City.
Joe Hart er ekki í markinu hjá City. Vísir/Getty
Varamarkvörður Manchester City, Willy Caballero, stendur í rammanum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og mun Joe Hart sitja á bekknum.

Nokkuð óvænt tíðindi en Manchester City er í efsta sæti deildarinnar og hefur Hart staðið í rammanum það sem af er tímabils. Caballero  var í markinu gegn Sunderland í enska deildarbikarnum í vikunni og heldur sæti sínu í byrjunarliðinu.

Pellegrini, knattspyrnustjóri Man. City, sagði í viðtali rétt fyrir leik að Hart hefði verið að glíma við meiðsli í vikunni og gat ekki æft fyrir leikinn í dag. 

Fyrirliði City, Vincent Kompany, er einnig fjarri góðu gamni en hann hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli. Hann er ekki í leikmannahóp City. 

Leikur Manchester City og Tottenham hófst klukkan 11:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×