Enski boltinn

Aron hafði betur gegn Jóhanni Berg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg og félagar töpuðu í dag.
Jóhann Berg og félagar töpuðu í dag. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff  höfði betur gegn Charlton í ensku Championship-deildinni í knattspyrnu í dag en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Charlton.

Karl Ahearne-Grant gerði fyrsta mark leiksins á 49. mínútu leiksins. Joe Mason jafnaði metin fyrir Cardiff og sigurmarkið kom á 76. mínútu þegar Sean Morrison setti boltann í netið.

Aron Einar byrjaði leikinn á bekknum en kom inn á þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jóhann Berg lék allan leikinn fyrir Charlton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×