Enski boltinn

United horfir til Fox

Stefán Árni Pálsson skrifar
Morgan Fox.
Morgan Fox. vísir/getty
Fjölmiðlar ytra greina frá því að Manchester United sé með augastað á vinstri bakverði Charlton  Athletic, Morgan Fox.

Þessi 22 ára bakvörður er kominn í landslið Wales og talið er að United ætli að gera allt til að klófesta leikmanninn í janúar, þar sem Luke Shaw mun líklega ekki taka mikið þátt á þessu tímabili vegna meiðsla.  

Aaron Cresswell, leikmaður West Ham, og  Charlie Taylor, leikmaður Leeds, er einnig á óskalista Louis Van Gaal, knattspyrnustjóra United. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×