Innlent

Björgunarsveitir björguðu hesti í neyð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Með samstilltu átaki var hægt að bjarga hestinum sem varð ekki meint af.
Með samstilltu átaki var hægt að bjarga hestinum sem varð ekki meint af. Landsbjörg
Björgunarsveitir Slysavarnarfélags Landsbjargar á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ voru kallaðir út í gær til að aðstoða hest í neyð við Álfsnes á Kjalarnesi.

Hesturinn hafði fallið í skurð og var fastur í drullu. Að öllu jöfnu eru slík verkefni ekki vanabundin verkefni björgunarsveita en talið var að þekking björgunarsveitarfólks á spottum og hnútum gætu nýst til að koma hestinum til bjargar. Hesturinn var orðinn mjög þreyttur og var talið líklegt að hann gætu drukknað.

Með hjálp gröfu tókst að hífa hestinn úr skurðinum sem var aðframkomin af þreytu. Eftir aðhlynningu var hann þó fljótlega farinn að tölta um túninn á Kjalarnesinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×