Viðskipti erlent

Apple fer í aðra átt en Steve Jobs sá fyrir sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Steve Jobs.
Steve Jobs. Vísir/Getty
Hver vill fá sér svona penna? Þú þarft að teygja þig eftir þeim, ganga frá þeim og svo týnirðu þeim. Ojbara. Enginn vill penna þannig að við skulum ekki nota penna“, sagði Steve Jobs þegar hann kynnti fyrsta iPhone-síma Apple árið 2007.

Jobs átti við svokallaða stylus-penna sem notaðir voru sem fylgihlutir við síma og voru vinsælir þegar fyrsti iPhone-síminn kom út. Í samantekt á CNN er gert að því skóna að Steve Jobs hefði aldrei samþykkt sumar af þeim nýjungum sem Apple hefur kynnt frá því að hann féll frá og Tim Cook tók við. 

Jobs vildi ekki sjá minni útgáfur af iPad.Vísir/Getty
Litlar spjaldtölvur.

Steve Jobs hafði ekki miklar mætur á litlum spjaldtölvum og sagði hann m.a. að 10" skjárinn á upphaflegu iPad-spjaldtölvunni væri lágmarksstærðin sem hentaði smáforritum. Sagði hann að minni skjáir en það myndu ekki virka á spjaldtölvum nema „sandpappír myndi fylgdi með, svo að notendur geti pússað fingur sínar niður í um fjórðung af núverandi stærð.“

Ári eftir að Jobs féll frá kynnti Apple til leiks iPad Mini spjaldtölvuna sem er mest selda spjaltölva Apple hingað til.

Jobs vildi heldur ekki sjá stærri útgáfur af iPhoneVísir/Getty
Stærri símar

Steve Jobs var ekki hrifinn af stórum sínum og gerði reglulega grín að aðalkeppinautum Apple á símamarkaðinum, Samsung. Líkti hann flaggskipi símaframleiðslu kóreska raftæknirisans, Samsung Galaxy S símana við hina ofvöxnu Hummer-jeppa. „Það er ekki hægt að halda utan um þetta. Enginn á eftir að kaupa þetta!“

Ári eftir að Steve Jobs dó gaf Apple út iPhone 5 sem var lengri en fyrri símar Apple og á síðasta ári kynnti Apple til leiks iPhone 6 og iPhone 6 Plus, báðir töluvert stærri en fyrri útgáfur af iPhone-símunum og meira í ætt við Samsung Galaxy S símana.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×