Kaupir 140 leikhúskort fyrir hvert leikár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Magnús og fjölskylda eru algjörar leikhúsrottur eins og hann kýs að kalla það. Hann telur leikhúslíf á Íslandi ekki vera síðra en á Broadway í New York. vísir/gva „Ætli við förum ekki í leikhús nánast hverja helgi á veturna,“ segir Magnús Skarphéðinsson sem var að festa kaup á 50 leikhúskortum í Borgarleikhúsið en býst við að þurfa að kaupa 20 í viðbót. Hann ætlar líka að kaupa 70 stykki hjá Þjóðleikhúsinu en hvert kort gildir á fjórar sýningar. Meirihluti kortanna er notaður fyrir Sálarrannsóknarfélagið þar sem tilraunahópar fara ásamt fjölskyldum. Magnús ásamt manni sínum og tveimur dætrum notar þó nærri helming miðanna en þau eru algjörar leikhúsrottur eins og Magnús orðar það. „Við höfum gert þetta í fjórtán ár. Þetta er það eina sem við leyfum okkur en við lifum ekki dýrt. Heildarútgjöldin fyrir árskortin eru um 1,5 milljónir en helmingurinn af því er fyrir tilraunahópana. Svo erum við líka duglegir að bjóða vinum dætra okkar en ég er í raun að endurgreiða Guðna Walter sem er nú látinn en hann fór alltaf með okkur systkinin í þrjúbíó í mörg ár og það er ógleymanlegt,“ segir Magnús en hann segist vera spenntur fyrir komandi leikári. „Eins og margt er í ólagi á þessu landi, efnahagurinn, fiskveiðimálin, og skólamál, þá er leikhúslífið ákaflega vandað , flott og vel gert. Ég hef farið á þó nokkrar sýningar erlendis, meðal annars á Broadway í New York, en íslensku sýningarnar eru alls ekkert síðri og það er eitthvað sem landinn má vera stoltur af. Við erum heppin með leikara og leikhús.“ Magnús og fjölskylda eru orðin heimakær í leikhúsunum enda leikarar, starfsfólk og aðrir fastagestir farnir að þekkja til þeirra. „Bestu sætin að mínu mati eru niðri í hornunum enda best að vera við ganginn. Þau sæti eru ekkert voðalega vinsæl en þau eru mjög góð. Sumir leikararnir eru byrjaðir að þekkja okkur og hafa stundum vinkað okkur. Það er mikilvægt að mæta úthvíldur og í góðu formi í leikhús og vera búinn að borða hollan mat áður til þess að minnka nammiátið,“ segir Magnús en hann hefur verið að slá í gegn hjá starfsfólki Borgarleikhússins með því að mæta með pönnukökur fyrir móttökufólkið og leikara. Dætur Magnúsar fara ekki einungis á barnaleikrit heldur fá þær einnig að upplifa alvarlegri og dramatísk verk. „Þetta er svo þroskandi og gott fyrir börn. Það er algjör misskilningur að alvarleg verk séu ekki góð fyrir börn en það er mikil speglun þjóðfélagsins í þeim og gagnrýni. Við erum reyndar búin að fara fjórum sinnum á Billy Elliot en það er eitt besta leikverk ársins.“ Eftir að hafa stundað leikhúsin í fjölmörg ár þá hefur Magnús góða yfirsýn yfir leikhúslífið á Íslandi seinustu ár. „Það leikrit sem hafði mest einna af mest áhrif á mig var Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir 30 árum. Eitt fallegasta verk sem ég hef séð var Mary Poppins í Borgarleikhúsinu hér um árið. Ég fílaði líka Karítas í tætlur en ég fór fimm sinnum á það og það voru allir í fjölskyldunni að verða þreyttir á mér. Að fara á Karítas fyrir mér var eins og að lesa fallegt ljóð og hvenær verður maður leiður á fallegu ljóði?“ Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Ætli við förum ekki í leikhús nánast hverja helgi á veturna,“ segir Magnús Skarphéðinsson sem var að festa kaup á 50 leikhúskortum í Borgarleikhúsið en býst við að þurfa að kaupa 20 í viðbót. Hann ætlar líka að kaupa 70 stykki hjá Þjóðleikhúsinu en hvert kort gildir á fjórar sýningar. Meirihluti kortanna er notaður fyrir Sálarrannsóknarfélagið þar sem tilraunahópar fara ásamt fjölskyldum. Magnús ásamt manni sínum og tveimur dætrum notar þó nærri helming miðanna en þau eru algjörar leikhúsrottur eins og Magnús orðar það. „Við höfum gert þetta í fjórtán ár. Þetta er það eina sem við leyfum okkur en við lifum ekki dýrt. Heildarútgjöldin fyrir árskortin eru um 1,5 milljónir en helmingurinn af því er fyrir tilraunahópana. Svo erum við líka duglegir að bjóða vinum dætra okkar en ég er í raun að endurgreiða Guðna Walter sem er nú látinn en hann fór alltaf með okkur systkinin í þrjúbíó í mörg ár og það er ógleymanlegt,“ segir Magnús en hann segist vera spenntur fyrir komandi leikári. „Eins og margt er í ólagi á þessu landi, efnahagurinn, fiskveiðimálin, og skólamál, þá er leikhúslífið ákaflega vandað , flott og vel gert. Ég hef farið á þó nokkrar sýningar erlendis, meðal annars á Broadway í New York, en íslensku sýningarnar eru alls ekkert síðri og það er eitthvað sem landinn má vera stoltur af. Við erum heppin með leikara og leikhús.“ Magnús og fjölskylda eru orðin heimakær í leikhúsunum enda leikarar, starfsfólk og aðrir fastagestir farnir að þekkja til þeirra. „Bestu sætin að mínu mati eru niðri í hornunum enda best að vera við ganginn. Þau sæti eru ekkert voðalega vinsæl en þau eru mjög góð. Sumir leikararnir eru byrjaðir að þekkja okkur og hafa stundum vinkað okkur. Það er mikilvægt að mæta úthvíldur og í góðu formi í leikhús og vera búinn að borða hollan mat áður til þess að minnka nammiátið,“ segir Magnús en hann hefur verið að slá í gegn hjá starfsfólki Borgarleikhússins með því að mæta með pönnukökur fyrir móttökufólkið og leikara. Dætur Magnúsar fara ekki einungis á barnaleikrit heldur fá þær einnig að upplifa alvarlegri og dramatísk verk. „Þetta er svo þroskandi og gott fyrir börn. Það er algjör misskilningur að alvarleg verk séu ekki góð fyrir börn en það er mikil speglun þjóðfélagsins í þeim og gagnrýni. Við erum reyndar búin að fara fjórum sinnum á Billy Elliot en það er eitt besta leikverk ársins.“ Eftir að hafa stundað leikhúsin í fjölmörg ár þá hefur Magnús góða yfirsýn yfir leikhúslífið á Íslandi seinustu ár. „Það leikrit sem hafði mest einna af mest áhrif á mig var Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir 30 árum. Eitt fallegasta verk sem ég hef séð var Mary Poppins í Borgarleikhúsinu hér um árið. Ég fílaði líka Karítas í tætlur en ég fór fimm sinnum á það og það voru allir í fjölskyldunni að verða þreyttir á mér. Að fara á Karítas fyrir mér var eins og að lesa fallegt ljóð og hvenær verður maður leiður á fallegu ljóði?“
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira