Kaupir 140 leikhúskort fyrir hvert leikár Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Magnús og fjölskylda eru algjörar leikhúsrottur eins og hann kýs að kalla það. Hann telur leikhúslíf á Íslandi ekki vera síðra en á Broadway í New York. vísir/gva „Ætli við förum ekki í leikhús nánast hverja helgi á veturna,“ segir Magnús Skarphéðinsson sem var að festa kaup á 50 leikhúskortum í Borgarleikhúsið en býst við að þurfa að kaupa 20 í viðbót. Hann ætlar líka að kaupa 70 stykki hjá Þjóðleikhúsinu en hvert kort gildir á fjórar sýningar. Meirihluti kortanna er notaður fyrir Sálarrannsóknarfélagið þar sem tilraunahópar fara ásamt fjölskyldum. Magnús ásamt manni sínum og tveimur dætrum notar þó nærri helming miðanna en þau eru algjörar leikhúsrottur eins og Magnús orðar það. „Við höfum gert þetta í fjórtán ár. Þetta er það eina sem við leyfum okkur en við lifum ekki dýrt. Heildarútgjöldin fyrir árskortin eru um 1,5 milljónir en helmingurinn af því er fyrir tilraunahópana. Svo erum við líka duglegir að bjóða vinum dætra okkar en ég er í raun að endurgreiða Guðna Walter sem er nú látinn en hann fór alltaf með okkur systkinin í þrjúbíó í mörg ár og það er ógleymanlegt,“ segir Magnús en hann segist vera spenntur fyrir komandi leikári. „Eins og margt er í ólagi á þessu landi, efnahagurinn, fiskveiðimálin, og skólamál, þá er leikhúslífið ákaflega vandað , flott og vel gert. Ég hef farið á þó nokkrar sýningar erlendis, meðal annars á Broadway í New York, en íslensku sýningarnar eru alls ekkert síðri og það er eitthvað sem landinn má vera stoltur af. Við erum heppin með leikara og leikhús.“ Magnús og fjölskylda eru orðin heimakær í leikhúsunum enda leikarar, starfsfólk og aðrir fastagestir farnir að þekkja til þeirra. „Bestu sætin að mínu mati eru niðri í hornunum enda best að vera við ganginn. Þau sæti eru ekkert voðalega vinsæl en þau eru mjög góð. Sumir leikararnir eru byrjaðir að þekkja okkur og hafa stundum vinkað okkur. Það er mikilvægt að mæta úthvíldur og í góðu formi í leikhús og vera búinn að borða hollan mat áður til þess að minnka nammiátið,“ segir Magnús en hann hefur verið að slá í gegn hjá starfsfólki Borgarleikhússins með því að mæta með pönnukökur fyrir móttökufólkið og leikara. Dætur Magnúsar fara ekki einungis á barnaleikrit heldur fá þær einnig að upplifa alvarlegri og dramatísk verk. „Þetta er svo þroskandi og gott fyrir börn. Það er algjör misskilningur að alvarleg verk séu ekki góð fyrir börn en það er mikil speglun þjóðfélagsins í þeim og gagnrýni. Við erum reyndar búin að fara fjórum sinnum á Billy Elliot en það er eitt besta leikverk ársins.“ Eftir að hafa stundað leikhúsin í fjölmörg ár þá hefur Magnús góða yfirsýn yfir leikhúslífið á Íslandi seinustu ár. „Það leikrit sem hafði mest einna af mest áhrif á mig var Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir 30 árum. Eitt fallegasta verk sem ég hef séð var Mary Poppins í Borgarleikhúsinu hér um árið. Ég fílaði líka Karítas í tætlur en ég fór fimm sinnum á það og það voru allir í fjölskyldunni að verða þreyttir á mér. Að fara á Karítas fyrir mér var eins og að lesa fallegt ljóð og hvenær verður maður leiður á fallegu ljóði?“ Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Ætli við förum ekki í leikhús nánast hverja helgi á veturna,“ segir Magnús Skarphéðinsson sem var að festa kaup á 50 leikhúskortum í Borgarleikhúsið en býst við að þurfa að kaupa 20 í viðbót. Hann ætlar líka að kaupa 70 stykki hjá Þjóðleikhúsinu en hvert kort gildir á fjórar sýningar. Meirihluti kortanna er notaður fyrir Sálarrannsóknarfélagið þar sem tilraunahópar fara ásamt fjölskyldum. Magnús ásamt manni sínum og tveimur dætrum notar þó nærri helming miðanna en þau eru algjörar leikhúsrottur eins og Magnús orðar það. „Við höfum gert þetta í fjórtán ár. Þetta er það eina sem við leyfum okkur en við lifum ekki dýrt. Heildarútgjöldin fyrir árskortin eru um 1,5 milljónir en helmingurinn af því er fyrir tilraunahópana. Svo erum við líka duglegir að bjóða vinum dætra okkar en ég er í raun að endurgreiða Guðna Walter sem er nú látinn en hann fór alltaf með okkur systkinin í þrjúbíó í mörg ár og það er ógleymanlegt,“ segir Magnús en hann segist vera spenntur fyrir komandi leikári. „Eins og margt er í ólagi á þessu landi, efnahagurinn, fiskveiðimálin, og skólamál, þá er leikhúslífið ákaflega vandað , flott og vel gert. Ég hef farið á þó nokkrar sýningar erlendis, meðal annars á Broadway í New York, en íslensku sýningarnar eru alls ekkert síðri og það er eitthvað sem landinn má vera stoltur af. Við erum heppin með leikara og leikhús.“ Magnús og fjölskylda eru orðin heimakær í leikhúsunum enda leikarar, starfsfólk og aðrir fastagestir farnir að þekkja til þeirra. „Bestu sætin að mínu mati eru niðri í hornunum enda best að vera við ganginn. Þau sæti eru ekkert voðalega vinsæl en þau eru mjög góð. Sumir leikararnir eru byrjaðir að þekkja okkur og hafa stundum vinkað okkur. Það er mikilvægt að mæta úthvíldur og í góðu formi í leikhús og vera búinn að borða hollan mat áður til þess að minnka nammiátið,“ segir Magnús en hann hefur verið að slá í gegn hjá starfsfólki Borgarleikhússins með því að mæta með pönnukökur fyrir móttökufólkið og leikara. Dætur Magnúsar fara ekki einungis á barnaleikrit heldur fá þær einnig að upplifa alvarlegri og dramatísk verk. „Þetta er svo þroskandi og gott fyrir börn. Það er algjör misskilningur að alvarleg verk séu ekki góð fyrir börn en það er mikil speglun þjóðfélagsins í þeim og gagnrýni. Við erum reyndar búin að fara fjórum sinnum á Billy Elliot en það er eitt besta leikverk ársins.“ Eftir að hafa stundað leikhúsin í fjölmörg ár þá hefur Magnús góða yfirsýn yfir leikhúslífið á Íslandi seinustu ár. „Það leikrit sem hafði mest einna af mest áhrif á mig var Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir 30 árum. Eitt fallegasta verk sem ég hef séð var Mary Poppins í Borgarleikhúsinu hér um árið. Ég fílaði líka Karítas í tætlur en ég fór fimm sinnum á það og það voru allir í fjölskyldunni að verða þreyttir á mér. Að fara á Karítas fyrir mér var eins og að lesa fallegt ljóð og hvenær verður maður leiður á fallegu ljóði?“
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira