Veikleikavæðing og skilyrðingar Bjarni Karlsson skrifar 17. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Hjálparstarf Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun