Skálað innan um stjörnurnar Guðrún Ansnes skrifar 3. september 2015 09:00 Brynja segist hafa notið þess að skreppa yfir til L.A. í sólina, en milli þess sem hún skálaði við fræga fólkið skellti hún sér á ströndina. Vísir/Anton „Þetta var tryllt, L.A. er náttúrulega tryllt, maður hættir eiginlega að muna hvers vegna maður er hérna á þessu skeri,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir sem lagði land undir fót um liðna helgi og kíkti á fylgifisk MTV-tónlistarhátíðarinnar, eftirpartí Adidas og hönnuðarins Jeremys Scott. „Partíið er rosalega stórt dæmi og eitt þriggja sem haldin eru eftir MTV-verðlaunahátíðina. Þangað mæta þessar stjörnur,“ segir Brynja aðspurð um umfang þessa teitis. „Þarna var allt fullt af frægum andlitum sem maður er vanur að sjá í fjölmiðlum og öryggisgæslan eftir því. Allir í Adidas og frekar afslappað andrúmsloft. Partíið var haldið í lestarstöð sem búið var að lífga upp á. Um leið og ég labbaði inn sat söngkonan Demi Lovato á afgirtu svæði, og það var stranglega bannað að smella af henni myndum. Ég var svolítið að reyna að laumast til að taka myndir, lét eins og ég væri að taka sjálfu og það gekk misvel, hún vildi svolítið halda sig bara út af fyrir sig, á meðan Jeremy Scott lék á als oddi og blikkaði mann og var til í allt,“ segir Brynja og skellir upp úr, en hún sá um að varpa stemningunni beint á klakann, þar sem hún sá um Nova-snapchatið á meðan. Hún segist þó alfarið hafa látið símann eiga sig eftir að lífvörður poppprinsessunnar og tískugyðjunnar Rita Ora hafði afskipti af henni. „Ég fór út á reyksvæðið þar sem hún var og hugsaði mér gott til glóðarinnar, og smellti í eina sjálfu. Áður en ég vissi af hafði vígalegur lífvörður hrifsað af mér símann og eytt öllum myndum af henni út,“ útskýrir Brynja og bætir við að þessi óhugnanlegi lífvörður hafi svo brosað út í annað og verið hið besta skinn. „Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína og passa uppá að Rita yrði ekki mynduð úti að reykja, það er náttúrulega ekki í boði.“ Brynja segist ekki hafa verið sérlega stressuð eða meðvituð um að hún væri að bjóða hálfri þjóðinni með sér í ferðalag, en Nova-snappið er eitt vinsælasta snapp landsins. „Ég fékk smá hnút í magann þegar ég kynnti mig inn en það bráði fljótlega af mér, og ég var farin að vaxa á mér efri vörina áður en langt um leið,“ segir hún glettnislega í lokin. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
„Þetta var tryllt, L.A. er náttúrulega tryllt, maður hættir eiginlega að muna hvers vegna maður er hérna á þessu skeri,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir sem lagði land undir fót um liðna helgi og kíkti á fylgifisk MTV-tónlistarhátíðarinnar, eftirpartí Adidas og hönnuðarins Jeremys Scott. „Partíið er rosalega stórt dæmi og eitt þriggja sem haldin eru eftir MTV-verðlaunahátíðina. Þangað mæta þessar stjörnur,“ segir Brynja aðspurð um umfang þessa teitis. „Þarna var allt fullt af frægum andlitum sem maður er vanur að sjá í fjölmiðlum og öryggisgæslan eftir því. Allir í Adidas og frekar afslappað andrúmsloft. Partíið var haldið í lestarstöð sem búið var að lífga upp á. Um leið og ég labbaði inn sat söngkonan Demi Lovato á afgirtu svæði, og það var stranglega bannað að smella af henni myndum. Ég var svolítið að reyna að laumast til að taka myndir, lét eins og ég væri að taka sjálfu og það gekk misvel, hún vildi svolítið halda sig bara út af fyrir sig, á meðan Jeremy Scott lék á als oddi og blikkaði mann og var til í allt,“ segir Brynja og skellir upp úr, en hún sá um að varpa stemningunni beint á klakann, þar sem hún sá um Nova-snapchatið á meðan. Hún segist þó alfarið hafa látið símann eiga sig eftir að lífvörður poppprinsessunnar og tískugyðjunnar Rita Ora hafði afskipti af henni. „Ég fór út á reyksvæðið þar sem hún var og hugsaði mér gott til glóðarinnar, og smellti í eina sjálfu. Áður en ég vissi af hafði vígalegur lífvörður hrifsað af mér símann og eytt öllum myndum af henni út,“ útskýrir Brynja og bætir við að þessi óhugnanlegi lífvörður hafi svo brosað út í annað og verið hið besta skinn. „Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína og passa uppá að Rita yrði ekki mynduð úti að reykja, það er náttúrulega ekki í boði.“ Brynja segist ekki hafa verið sérlega stressuð eða meðvituð um að hún væri að bjóða hálfri þjóðinni með sér í ferðalag, en Nova-snappið er eitt vinsælasta snapp landsins. „Ég fékk smá hnút í magann þegar ég kynnti mig inn en það bráði fljótlega af mér, og ég var farin að vaxa á mér efri vörina áður en langt um leið,“ segir hún glettnislega í lokin.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið