Skálað innan um stjörnurnar Guðrún Ansnes skrifar 3. september 2015 09:00 Brynja segist hafa notið þess að skreppa yfir til L.A. í sólina, en milli þess sem hún skálaði við fræga fólkið skellti hún sér á ströndina. Vísir/Anton „Þetta var tryllt, L.A. er náttúrulega tryllt, maður hættir eiginlega að muna hvers vegna maður er hérna á þessu skeri,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir sem lagði land undir fót um liðna helgi og kíkti á fylgifisk MTV-tónlistarhátíðarinnar, eftirpartí Adidas og hönnuðarins Jeremys Scott. „Partíið er rosalega stórt dæmi og eitt þriggja sem haldin eru eftir MTV-verðlaunahátíðina. Þangað mæta þessar stjörnur,“ segir Brynja aðspurð um umfang þessa teitis. „Þarna var allt fullt af frægum andlitum sem maður er vanur að sjá í fjölmiðlum og öryggisgæslan eftir því. Allir í Adidas og frekar afslappað andrúmsloft. Partíið var haldið í lestarstöð sem búið var að lífga upp á. Um leið og ég labbaði inn sat söngkonan Demi Lovato á afgirtu svæði, og það var stranglega bannað að smella af henni myndum. Ég var svolítið að reyna að laumast til að taka myndir, lét eins og ég væri að taka sjálfu og það gekk misvel, hún vildi svolítið halda sig bara út af fyrir sig, á meðan Jeremy Scott lék á als oddi og blikkaði mann og var til í allt,“ segir Brynja og skellir upp úr, en hún sá um að varpa stemningunni beint á klakann, þar sem hún sá um Nova-snapchatið á meðan. Hún segist þó alfarið hafa látið símann eiga sig eftir að lífvörður poppprinsessunnar og tískugyðjunnar Rita Ora hafði afskipti af henni. „Ég fór út á reyksvæðið þar sem hún var og hugsaði mér gott til glóðarinnar, og smellti í eina sjálfu. Áður en ég vissi af hafði vígalegur lífvörður hrifsað af mér símann og eytt öllum myndum af henni út,“ útskýrir Brynja og bætir við að þessi óhugnanlegi lífvörður hafi svo brosað út í annað og verið hið besta skinn. „Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína og passa uppá að Rita yrði ekki mynduð úti að reykja, það er náttúrulega ekki í boði.“ Brynja segist ekki hafa verið sérlega stressuð eða meðvituð um að hún væri að bjóða hálfri þjóðinni með sér í ferðalag, en Nova-snappið er eitt vinsælasta snapp landsins. „Ég fékk smá hnút í magann þegar ég kynnti mig inn en það bráði fljótlega af mér, og ég var farin að vaxa á mér efri vörina áður en langt um leið,“ segir hún glettnislega í lokin. Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Sjá meira
„Þetta var tryllt, L.A. er náttúrulega tryllt, maður hættir eiginlega að muna hvers vegna maður er hérna á þessu skeri,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir sem lagði land undir fót um liðna helgi og kíkti á fylgifisk MTV-tónlistarhátíðarinnar, eftirpartí Adidas og hönnuðarins Jeremys Scott. „Partíið er rosalega stórt dæmi og eitt þriggja sem haldin eru eftir MTV-verðlaunahátíðina. Þangað mæta þessar stjörnur,“ segir Brynja aðspurð um umfang þessa teitis. „Þarna var allt fullt af frægum andlitum sem maður er vanur að sjá í fjölmiðlum og öryggisgæslan eftir því. Allir í Adidas og frekar afslappað andrúmsloft. Partíið var haldið í lestarstöð sem búið var að lífga upp á. Um leið og ég labbaði inn sat söngkonan Demi Lovato á afgirtu svæði, og það var stranglega bannað að smella af henni myndum. Ég var svolítið að reyna að laumast til að taka myndir, lét eins og ég væri að taka sjálfu og það gekk misvel, hún vildi svolítið halda sig bara út af fyrir sig, á meðan Jeremy Scott lék á als oddi og blikkaði mann og var til í allt,“ segir Brynja og skellir upp úr, en hún sá um að varpa stemningunni beint á klakann, þar sem hún sá um Nova-snapchatið á meðan. Hún segist þó alfarið hafa látið símann eiga sig eftir að lífvörður poppprinsessunnar og tískugyðjunnar Rita Ora hafði afskipti af henni. „Ég fór út á reyksvæðið þar sem hún var og hugsaði mér gott til glóðarinnar, og smellti í eina sjálfu. Áður en ég vissi af hafði vígalegur lífvörður hrifsað af mér símann og eytt öllum myndum af henni út,“ útskýrir Brynja og bætir við að þessi óhugnanlegi lífvörður hafi svo brosað út í annað og verið hið besta skinn. „Hann var einfaldlega að vinna vinnuna sína og passa uppá að Rita yrði ekki mynduð úti að reykja, það er náttúrulega ekki í boði.“ Brynja segist ekki hafa verið sérlega stressuð eða meðvituð um að hún væri að bjóða hálfri þjóðinni með sér í ferðalag, en Nova-snappið er eitt vinsælasta snapp landsins. „Ég fékk smá hnút í magann þegar ég kynnti mig inn en það bráði fljótlega af mér, og ég var farin að vaxa á mér efri vörina áður en langt um leið,“ segir hún glettnislega í lokin.
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Sjá meira