Rammaáætlun inn á sporið aftur Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 3. september 2015 07:00 Fyrir nokkru birtist í Fréttablaðinu grein sem nefnd var „Rammaáætlun út af sporinu“. Greinin byggði á þekkingu sem greinarhöfundur aflaði sér hjá samstarfsmönnum á Orkustofnun á árinu 1969 sem sumarstarfsmaður, sem sá um allar mælingar í jarðhitaborholum, og síðar sem fastur starfmaður á árunum 1973 til 1988. Meðal samstarfsmanna voru jarðeðlisfræðingarnir Guðmundur Pálmason og Sveinbjörn Björnsson og jarðefnafræðingurinn Stefán Arnórsson. Við birtingu greinarinnar bárust strax í tölvupósti þakkir frá prófessor í guðfræði og héraðsdómara. Var þá ljóst að greinin vakti ekki aðeins áhuga þeirra sem fást við orkumál. Boðskapur greinarinnar frá sjónarhóli hagfræði og stjórnunar var í stuttu máli þessi: Huga þarf að nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum með mikilli fyrirhyggju, umfram önnur svæði á landinu. Á Reykjanesskaga búa um það bil tveir þriðju landsmanna. Þar eru stærstu hitaveitur landsins. Orkuþörf þessara hitaveitna vex um tugi MW á ári. Varmaorka jarðhitasvæðanna á Reykjanesskaga er því í efnahagslegu tilliti mun verðmætari en jarðhiti sem er fjarri miklu þéttbýli, svo sem á Þeistareykjum eða í Kerlingafjöllum. Við höfum ekki efni á því að nýta jarðhita á Reykjanesskaga til raforkuframleiðslu með 10 til 15% nýtingu á varmanum. Raforkuhluti Hellisheiðarvirkjunar og Reykjanesvirkjunar er allt of stór fyrir jarðhitasvæðin. Ef stefnt er að því að fullnýta raforkuhluta virkjananna mun það þýða að það þarf að virkja fleiri og fleiri holur og ganga mjög ört á varmaforða svæðanna. Vinnslan er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Það þarf að átta sig á þessum raunveruleika og skipuleggja minnkandi raforkuframleiðslu. Þá þarf að finna not á öðrum jarðhitasvæðum fyrir hluta af þeim búnaði sem ætlaður er til raforkuframleiðslu, þar á meðal alla kæliturnana. Innan tíu ára þarf hitaveituþátturinn að stýra vinnslunni en ekki raforkan. Það voru mikil mistök að reikna með stóriðju í Helguvík sem byggði á raforku frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesskaga. Þar sem raforkan er ekki fyrir hendi á Reykjanesi þarf að leggja öflugar raflínur eftir þéttbýlum Reykjanesskaganum gegnum Njarðvíkur og Keflavík. Ef þörf var á nýju stóriðjusvæði á Suðvesturlandi hefði Þorlákshöfn verið mun heppilegri.Athugasemdir við BitruvirkjunÁ sínum tíma var auglýst eftir athugasemdum við Bitruvirkjun. Höfundur sendi Skipulagsstofnun bréf fyrir átta árum, þann 6. nóvember 2007, sem innifól m.a. eftirfarandi athugasemdir sem enn eiga við. „4. Orkuvinnslan á Hengilssvæðinu er þegar orðin langt umfram náttúrlegt varmastreymi á svæðinu. Það er því gengið á varmaforðann. Þessu má líkja við olíuvinnslu. Orkan á svæðinu mun minnka jafnt og þétt og eftir tiltölulega fáa áratugi mun aflið minnka þannig að virkjanirnar ganga ekki á fullu afli. Fleiri virkjanir munu flýta fyrir því að orkan og aflið minnki. Verði áformaðar fjórar virkjanir allar byggðar á svæðinu í tiltölulega lítilli fjarlægð hver frá annarri, 10 km, munu áhrifasvæði þeirra (áhrif á gufu og jarðvatnsþrýsting) skarast og þær keppa hver við aðra um jarðhitavökvann. Það leiðir til þess að þrýstingurinn minnkar fyrr en ella. Eftir standa fjórar virkjanir með tilheyrandi umverfisspjöllum sem ekki geta framleitt raforku á fullum afköstum. Það þarf að leiða í lög að lágmarksfjarlægð milli jarðvarmavirkjana til raforkuvinnslu sé um 20 km til þess að tryggja að jarðvarminn, orka og afl, endist lengur. Ekki viljum við sitja uppi með tugi af jarðvarmavirkjanalíkum um allt eldvirka beltið frá Reykjanestá að Kelduhverfi eftir öld eða svo. (Djúpboranir gætu leyft fleiri virkjanir). 5. Með því að framleiða þetta mikla raforku nú þegar verður ekki hægt að nýta lághitann (undir 80°C) nema að (litlum) hluta í hefðbundna hitaveitu. Mestum hluta orkunnar, um 90%, er því kastað út í loftið með kæliturnum. Þetta er sóun á orku sem að öðrum kosti myndi nýtast höfuðborginni og raunar höfuðborgarsvæðinu öllu næstu aldirnar. 6. Meðan endurnýjanleg vatnsorka rennur ónýtt til sjávar er siðferðilega rangt að sóa jarðhita til raforkuframleiðslu í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins með mikilli mengun og umhverfisáhrifum. Jarðhitann má geyma til betri tíma til nota í hitaveitu vaxandi höfuðborgar með raforkuframleiðslu sem búbót og með margfaldri nýtingu á orkunni (90%).“ Af átján virkjunarhugmyndum á Reykjanesskaganum fóru aðeins tvær í verndarflokk: Bitra og Grændalur.Skipulagskröfur til jarðvarmavirkjanaMjög mikilvægt er að við skipulag jarðvarmavirkjunar sé gerð skýr krafa sem takmarkar umhverfisáhrif virkjunarinnar. Hana má orða þannig. Öll mannvirki jarðvarmavirkjunar sem eru á yfirborði jarðar skulu vera innan hrings með radíus 1 km (flatarmálið rúmir þrír ferkílómetrar). Þar skal koma fyrir stöðvarhúsi og fjórum til sex borplönum. Frá borplönunum má með skáborun bora út fyrir þennan ramma, enda hafi borholurnar ekki áhrif á yfirborði jarðar út fyrir framangreindan hring. Eftir að virkjunin er tekin í notkun mun myndast þrýstilægð sem mun dýpka og þrýstingur lækka sem samsvarar því að vatnsborðið lækki um tugi eða hundruð metra. Inn í lægðina mun streyma jarðhitavökvi sem lækkar þrýsting í nágrenninu þannig að lægðin stækkar árum og áratugum saman. Má búast við því að hún nái 10 km út frá miðju fyrrgreinds hrings og nái þannig yfir rúmlega 300 ferkílómetra svæði sem má nefna helgunarsvæði. Sjálfbær vinnsla felst í því að taka ekki meira upp úr vinnslusvæðinu en sem nemur náttúrulegu varmaflæði inn í helgunarsvæðið úr iðrum jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist í Fréttablaðinu grein sem nefnd var „Rammaáætlun út af sporinu“. Greinin byggði á þekkingu sem greinarhöfundur aflaði sér hjá samstarfsmönnum á Orkustofnun á árinu 1969 sem sumarstarfsmaður, sem sá um allar mælingar í jarðhitaborholum, og síðar sem fastur starfmaður á árunum 1973 til 1988. Meðal samstarfsmanna voru jarðeðlisfræðingarnir Guðmundur Pálmason og Sveinbjörn Björnsson og jarðefnafræðingurinn Stefán Arnórsson. Við birtingu greinarinnar bárust strax í tölvupósti þakkir frá prófessor í guðfræði og héraðsdómara. Var þá ljóst að greinin vakti ekki aðeins áhuga þeirra sem fást við orkumál. Boðskapur greinarinnar frá sjónarhóli hagfræði og stjórnunar var í stuttu máli þessi: Huga þarf að nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum með mikilli fyrirhyggju, umfram önnur svæði á landinu. Á Reykjanesskaga búa um það bil tveir þriðju landsmanna. Þar eru stærstu hitaveitur landsins. Orkuþörf þessara hitaveitna vex um tugi MW á ári. Varmaorka jarðhitasvæðanna á Reykjanesskaga er því í efnahagslegu tilliti mun verðmætari en jarðhiti sem er fjarri miklu þéttbýli, svo sem á Þeistareykjum eða í Kerlingafjöllum. Við höfum ekki efni á því að nýta jarðhita á Reykjanesskaga til raforkuframleiðslu með 10 til 15% nýtingu á varmanum. Raforkuhluti Hellisheiðarvirkjunar og Reykjanesvirkjunar er allt of stór fyrir jarðhitasvæðin. Ef stefnt er að því að fullnýta raforkuhluta virkjananna mun það þýða að það þarf að virkja fleiri og fleiri holur og ganga mjög ört á varmaforða svæðanna. Vinnslan er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Það þarf að átta sig á þessum raunveruleika og skipuleggja minnkandi raforkuframleiðslu. Þá þarf að finna not á öðrum jarðhitasvæðum fyrir hluta af þeim búnaði sem ætlaður er til raforkuframleiðslu, þar á meðal alla kæliturnana. Innan tíu ára þarf hitaveituþátturinn að stýra vinnslunni en ekki raforkan. Það voru mikil mistök að reikna með stóriðju í Helguvík sem byggði á raforku frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesskaga. Þar sem raforkan er ekki fyrir hendi á Reykjanesi þarf að leggja öflugar raflínur eftir þéttbýlum Reykjanesskaganum gegnum Njarðvíkur og Keflavík. Ef þörf var á nýju stóriðjusvæði á Suðvesturlandi hefði Þorlákshöfn verið mun heppilegri.Athugasemdir við BitruvirkjunÁ sínum tíma var auglýst eftir athugasemdum við Bitruvirkjun. Höfundur sendi Skipulagsstofnun bréf fyrir átta árum, þann 6. nóvember 2007, sem innifól m.a. eftirfarandi athugasemdir sem enn eiga við. „4. Orkuvinnslan á Hengilssvæðinu er þegar orðin langt umfram náttúrlegt varmastreymi á svæðinu. Það er því gengið á varmaforðann. Þessu má líkja við olíuvinnslu. Orkan á svæðinu mun minnka jafnt og þétt og eftir tiltölulega fáa áratugi mun aflið minnka þannig að virkjanirnar ganga ekki á fullu afli. Fleiri virkjanir munu flýta fyrir því að orkan og aflið minnki. Verði áformaðar fjórar virkjanir allar byggðar á svæðinu í tiltölulega lítilli fjarlægð hver frá annarri, 10 km, munu áhrifasvæði þeirra (áhrif á gufu og jarðvatnsþrýsting) skarast og þær keppa hver við aðra um jarðhitavökvann. Það leiðir til þess að þrýstingurinn minnkar fyrr en ella. Eftir standa fjórar virkjanir með tilheyrandi umverfisspjöllum sem ekki geta framleitt raforku á fullum afköstum. Það þarf að leiða í lög að lágmarksfjarlægð milli jarðvarmavirkjana til raforkuvinnslu sé um 20 km til þess að tryggja að jarðvarminn, orka og afl, endist lengur. Ekki viljum við sitja uppi með tugi af jarðvarmavirkjanalíkum um allt eldvirka beltið frá Reykjanestá að Kelduhverfi eftir öld eða svo. (Djúpboranir gætu leyft fleiri virkjanir). 5. Með því að framleiða þetta mikla raforku nú þegar verður ekki hægt að nýta lághitann (undir 80°C) nema að (litlum) hluta í hefðbundna hitaveitu. Mestum hluta orkunnar, um 90%, er því kastað út í loftið með kæliturnum. Þetta er sóun á orku sem að öðrum kosti myndi nýtast höfuðborginni og raunar höfuðborgarsvæðinu öllu næstu aldirnar. 6. Meðan endurnýjanleg vatnsorka rennur ónýtt til sjávar er siðferðilega rangt að sóa jarðhita til raforkuframleiðslu í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins með mikilli mengun og umhverfisáhrifum. Jarðhitann má geyma til betri tíma til nota í hitaveitu vaxandi höfuðborgar með raforkuframleiðslu sem búbót og með margfaldri nýtingu á orkunni (90%).“ Af átján virkjunarhugmyndum á Reykjanesskaganum fóru aðeins tvær í verndarflokk: Bitra og Grændalur.Skipulagskröfur til jarðvarmavirkjanaMjög mikilvægt er að við skipulag jarðvarmavirkjunar sé gerð skýr krafa sem takmarkar umhverfisáhrif virkjunarinnar. Hana má orða þannig. Öll mannvirki jarðvarmavirkjunar sem eru á yfirborði jarðar skulu vera innan hrings með radíus 1 km (flatarmálið rúmir þrír ferkílómetrar). Þar skal koma fyrir stöðvarhúsi og fjórum til sex borplönum. Frá borplönunum má með skáborun bora út fyrir þennan ramma, enda hafi borholurnar ekki áhrif á yfirborði jarðar út fyrir framangreindan hring. Eftir að virkjunin er tekin í notkun mun myndast þrýstilægð sem mun dýpka og þrýstingur lækka sem samsvarar því að vatnsborðið lækki um tugi eða hundruð metra. Inn í lægðina mun streyma jarðhitavökvi sem lækkar þrýsting í nágrenninu þannig að lægðin stækkar árum og áratugum saman. Má búast við því að hún nái 10 km út frá miðju fyrrgreinds hrings og nái þannig yfir rúmlega 300 ferkílómetra svæði sem má nefna helgunarsvæði. Sjálfbær vinnsla felst í því að taka ekki meira upp úr vinnslusvæðinu en sem nemur náttúrulegu varmaflæði inn í helgunarsvæðið úr iðrum jarðar.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun