Rammaáætlun inn á sporið aftur Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 3. september 2015 07:00 Fyrir nokkru birtist í Fréttablaðinu grein sem nefnd var „Rammaáætlun út af sporinu“. Greinin byggði á þekkingu sem greinarhöfundur aflaði sér hjá samstarfsmönnum á Orkustofnun á árinu 1969 sem sumarstarfsmaður, sem sá um allar mælingar í jarðhitaborholum, og síðar sem fastur starfmaður á árunum 1973 til 1988. Meðal samstarfsmanna voru jarðeðlisfræðingarnir Guðmundur Pálmason og Sveinbjörn Björnsson og jarðefnafræðingurinn Stefán Arnórsson. Við birtingu greinarinnar bárust strax í tölvupósti þakkir frá prófessor í guðfræði og héraðsdómara. Var þá ljóst að greinin vakti ekki aðeins áhuga þeirra sem fást við orkumál. Boðskapur greinarinnar frá sjónarhóli hagfræði og stjórnunar var í stuttu máli þessi: Huga þarf að nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum með mikilli fyrirhyggju, umfram önnur svæði á landinu. Á Reykjanesskaga búa um það bil tveir þriðju landsmanna. Þar eru stærstu hitaveitur landsins. Orkuþörf þessara hitaveitna vex um tugi MW á ári. Varmaorka jarðhitasvæðanna á Reykjanesskaga er því í efnahagslegu tilliti mun verðmætari en jarðhiti sem er fjarri miklu þéttbýli, svo sem á Þeistareykjum eða í Kerlingafjöllum. Við höfum ekki efni á því að nýta jarðhita á Reykjanesskaga til raforkuframleiðslu með 10 til 15% nýtingu á varmanum. Raforkuhluti Hellisheiðarvirkjunar og Reykjanesvirkjunar er allt of stór fyrir jarðhitasvæðin. Ef stefnt er að því að fullnýta raforkuhluta virkjananna mun það þýða að það þarf að virkja fleiri og fleiri holur og ganga mjög ört á varmaforða svæðanna. Vinnslan er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Það þarf að átta sig á þessum raunveruleika og skipuleggja minnkandi raforkuframleiðslu. Þá þarf að finna not á öðrum jarðhitasvæðum fyrir hluta af þeim búnaði sem ætlaður er til raforkuframleiðslu, þar á meðal alla kæliturnana. Innan tíu ára þarf hitaveituþátturinn að stýra vinnslunni en ekki raforkan. Það voru mikil mistök að reikna með stóriðju í Helguvík sem byggði á raforku frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesskaga. Þar sem raforkan er ekki fyrir hendi á Reykjanesi þarf að leggja öflugar raflínur eftir þéttbýlum Reykjanesskaganum gegnum Njarðvíkur og Keflavík. Ef þörf var á nýju stóriðjusvæði á Suðvesturlandi hefði Þorlákshöfn verið mun heppilegri.Athugasemdir við BitruvirkjunÁ sínum tíma var auglýst eftir athugasemdum við Bitruvirkjun. Höfundur sendi Skipulagsstofnun bréf fyrir átta árum, þann 6. nóvember 2007, sem innifól m.a. eftirfarandi athugasemdir sem enn eiga við. „4. Orkuvinnslan á Hengilssvæðinu er þegar orðin langt umfram náttúrlegt varmastreymi á svæðinu. Það er því gengið á varmaforðann. Þessu má líkja við olíuvinnslu. Orkan á svæðinu mun minnka jafnt og þétt og eftir tiltölulega fáa áratugi mun aflið minnka þannig að virkjanirnar ganga ekki á fullu afli. Fleiri virkjanir munu flýta fyrir því að orkan og aflið minnki. Verði áformaðar fjórar virkjanir allar byggðar á svæðinu í tiltölulega lítilli fjarlægð hver frá annarri, 10 km, munu áhrifasvæði þeirra (áhrif á gufu og jarðvatnsþrýsting) skarast og þær keppa hver við aðra um jarðhitavökvann. Það leiðir til þess að þrýstingurinn minnkar fyrr en ella. Eftir standa fjórar virkjanir með tilheyrandi umverfisspjöllum sem ekki geta framleitt raforku á fullum afköstum. Það þarf að leiða í lög að lágmarksfjarlægð milli jarðvarmavirkjana til raforkuvinnslu sé um 20 km til þess að tryggja að jarðvarminn, orka og afl, endist lengur. Ekki viljum við sitja uppi með tugi af jarðvarmavirkjanalíkum um allt eldvirka beltið frá Reykjanestá að Kelduhverfi eftir öld eða svo. (Djúpboranir gætu leyft fleiri virkjanir). 5. Með því að framleiða þetta mikla raforku nú þegar verður ekki hægt að nýta lághitann (undir 80°C) nema að (litlum) hluta í hefðbundna hitaveitu. Mestum hluta orkunnar, um 90%, er því kastað út í loftið með kæliturnum. Þetta er sóun á orku sem að öðrum kosti myndi nýtast höfuðborginni og raunar höfuðborgarsvæðinu öllu næstu aldirnar. 6. Meðan endurnýjanleg vatnsorka rennur ónýtt til sjávar er siðferðilega rangt að sóa jarðhita til raforkuframleiðslu í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins með mikilli mengun og umhverfisáhrifum. Jarðhitann má geyma til betri tíma til nota í hitaveitu vaxandi höfuðborgar með raforkuframleiðslu sem búbót og með margfaldri nýtingu á orkunni (90%).“ Af átján virkjunarhugmyndum á Reykjanesskaganum fóru aðeins tvær í verndarflokk: Bitra og Grændalur.Skipulagskröfur til jarðvarmavirkjanaMjög mikilvægt er að við skipulag jarðvarmavirkjunar sé gerð skýr krafa sem takmarkar umhverfisáhrif virkjunarinnar. Hana má orða þannig. Öll mannvirki jarðvarmavirkjunar sem eru á yfirborði jarðar skulu vera innan hrings með radíus 1 km (flatarmálið rúmir þrír ferkílómetrar). Þar skal koma fyrir stöðvarhúsi og fjórum til sex borplönum. Frá borplönunum má með skáborun bora út fyrir þennan ramma, enda hafi borholurnar ekki áhrif á yfirborði jarðar út fyrir framangreindan hring. Eftir að virkjunin er tekin í notkun mun myndast þrýstilægð sem mun dýpka og þrýstingur lækka sem samsvarar því að vatnsborðið lækki um tugi eða hundruð metra. Inn í lægðina mun streyma jarðhitavökvi sem lækkar þrýsting í nágrenninu þannig að lægðin stækkar árum og áratugum saman. Má búast við því að hún nái 10 km út frá miðju fyrrgreinds hrings og nái þannig yfir rúmlega 300 ferkílómetra svæði sem má nefna helgunarsvæði. Sjálfbær vinnsla felst í því að taka ekki meira upp úr vinnslusvæðinu en sem nemur náttúrulegu varmaflæði inn í helgunarsvæðið úr iðrum jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru birtist í Fréttablaðinu grein sem nefnd var „Rammaáætlun út af sporinu“. Greinin byggði á þekkingu sem greinarhöfundur aflaði sér hjá samstarfsmönnum á Orkustofnun á árinu 1969 sem sumarstarfsmaður, sem sá um allar mælingar í jarðhitaborholum, og síðar sem fastur starfmaður á árunum 1973 til 1988. Meðal samstarfsmanna voru jarðeðlisfræðingarnir Guðmundur Pálmason og Sveinbjörn Björnsson og jarðefnafræðingurinn Stefán Arnórsson. Við birtingu greinarinnar bárust strax í tölvupósti þakkir frá prófessor í guðfræði og héraðsdómara. Var þá ljóst að greinin vakti ekki aðeins áhuga þeirra sem fást við orkumál. Boðskapur greinarinnar frá sjónarhóli hagfræði og stjórnunar var í stuttu máli þessi: Huga þarf að nýtingu jarðvarma á Reykjanesskaganum með mikilli fyrirhyggju, umfram önnur svæði á landinu. Á Reykjanesskaga búa um það bil tveir þriðju landsmanna. Þar eru stærstu hitaveitur landsins. Orkuþörf þessara hitaveitna vex um tugi MW á ári. Varmaorka jarðhitasvæðanna á Reykjanesskaga er því í efnahagslegu tilliti mun verðmætari en jarðhiti sem er fjarri miklu þéttbýli, svo sem á Þeistareykjum eða í Kerlingafjöllum. Við höfum ekki efni á því að nýta jarðhita á Reykjanesskaga til raforkuframleiðslu með 10 til 15% nýtingu á varmanum. Raforkuhluti Hellisheiðarvirkjunar og Reykjanesvirkjunar er allt of stór fyrir jarðhitasvæðin. Ef stefnt er að því að fullnýta raforkuhluta virkjananna mun það þýða að það þarf að virkja fleiri og fleiri holur og ganga mjög ört á varmaforða svæðanna. Vinnslan er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Það þarf að átta sig á þessum raunveruleika og skipuleggja minnkandi raforkuframleiðslu. Þá þarf að finna not á öðrum jarðhitasvæðum fyrir hluta af þeim búnaði sem ætlaður er til raforkuframleiðslu, þar á meðal alla kæliturnana. Innan tíu ára þarf hitaveituþátturinn að stýra vinnslunni en ekki raforkan. Það voru mikil mistök að reikna með stóriðju í Helguvík sem byggði á raforku frá jarðvarmavirkjunum á Reykjanesskaga. Þar sem raforkan er ekki fyrir hendi á Reykjanesi þarf að leggja öflugar raflínur eftir þéttbýlum Reykjanesskaganum gegnum Njarðvíkur og Keflavík. Ef þörf var á nýju stóriðjusvæði á Suðvesturlandi hefði Þorlákshöfn verið mun heppilegri.Athugasemdir við BitruvirkjunÁ sínum tíma var auglýst eftir athugasemdum við Bitruvirkjun. Höfundur sendi Skipulagsstofnun bréf fyrir átta árum, þann 6. nóvember 2007, sem innifól m.a. eftirfarandi athugasemdir sem enn eiga við. „4. Orkuvinnslan á Hengilssvæðinu er þegar orðin langt umfram náttúrlegt varmastreymi á svæðinu. Það er því gengið á varmaforðann. Þessu má líkja við olíuvinnslu. Orkan á svæðinu mun minnka jafnt og þétt og eftir tiltölulega fáa áratugi mun aflið minnka þannig að virkjanirnar ganga ekki á fullu afli. Fleiri virkjanir munu flýta fyrir því að orkan og aflið minnki. Verði áformaðar fjórar virkjanir allar byggðar á svæðinu í tiltölulega lítilli fjarlægð hver frá annarri, 10 km, munu áhrifasvæði þeirra (áhrif á gufu og jarðvatnsþrýsting) skarast og þær keppa hver við aðra um jarðhitavökvann. Það leiðir til þess að þrýstingurinn minnkar fyrr en ella. Eftir standa fjórar virkjanir með tilheyrandi umverfisspjöllum sem ekki geta framleitt raforku á fullum afköstum. Það þarf að leiða í lög að lágmarksfjarlægð milli jarðvarmavirkjana til raforkuvinnslu sé um 20 km til þess að tryggja að jarðvarminn, orka og afl, endist lengur. Ekki viljum við sitja uppi með tugi af jarðvarmavirkjanalíkum um allt eldvirka beltið frá Reykjanestá að Kelduhverfi eftir öld eða svo. (Djúpboranir gætu leyft fleiri virkjanir). 5. Með því að framleiða þetta mikla raforku nú þegar verður ekki hægt að nýta lághitann (undir 80°C) nema að (litlum) hluta í hefðbundna hitaveitu. Mestum hluta orkunnar, um 90%, er því kastað út í loftið með kæliturnum. Þetta er sóun á orku sem að öðrum kosti myndi nýtast höfuðborginni og raunar höfuðborgarsvæðinu öllu næstu aldirnar. 6. Meðan endurnýjanleg vatnsorka rennur ónýtt til sjávar er siðferðilega rangt að sóa jarðhita til raforkuframleiðslu í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins með mikilli mengun og umhverfisáhrifum. Jarðhitann má geyma til betri tíma til nota í hitaveitu vaxandi höfuðborgar með raforkuframleiðslu sem búbót og með margfaldri nýtingu á orkunni (90%).“ Af átján virkjunarhugmyndum á Reykjanesskaganum fóru aðeins tvær í verndarflokk: Bitra og Grændalur.Skipulagskröfur til jarðvarmavirkjanaMjög mikilvægt er að við skipulag jarðvarmavirkjunar sé gerð skýr krafa sem takmarkar umhverfisáhrif virkjunarinnar. Hana má orða þannig. Öll mannvirki jarðvarmavirkjunar sem eru á yfirborði jarðar skulu vera innan hrings með radíus 1 km (flatarmálið rúmir þrír ferkílómetrar). Þar skal koma fyrir stöðvarhúsi og fjórum til sex borplönum. Frá borplönunum má með skáborun bora út fyrir þennan ramma, enda hafi borholurnar ekki áhrif á yfirborði jarðar út fyrir framangreindan hring. Eftir að virkjunin er tekin í notkun mun myndast þrýstilægð sem mun dýpka og þrýstingur lækka sem samsvarar því að vatnsborðið lækki um tugi eða hundruð metra. Inn í lægðina mun streyma jarðhitavökvi sem lækkar þrýsting í nágrenninu þannig að lægðin stækkar árum og áratugum saman. Má búast við því að hún nái 10 km út frá miðju fyrrgreinds hrings og nái þannig yfir rúmlega 300 ferkílómetra svæði sem má nefna helgunarsvæði. Sjálfbær vinnsla felst í því að taka ekki meira upp úr vinnslusvæðinu en sem nemur náttúrulegu varmaflæði inn í helgunarsvæðið úr iðrum jarðar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun