Stórbrotnar golfmyndir Stebba Hilmars Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2015 14:30 Stefán Hilmarsson hefur náð mögnuðum myndum á golfvellinum í sumar. vísir/stefán „Ég tek stundum myndir á vellinum, einkum ef veður er gott og skýjafar fallegt,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem hefur stundað það í sumar að taka ótrúlega fallegar myndir á miðjum golfhring. „Ég smelli af með símanum á milli högga. Ef ég er í stuði og hef smá tíma á teig, þá leik ég mér kannski aðeins með myndirnar með fulltingi tækninnar.“ Stefán er nokkuð sprækur golfari en greinilega enn betri ljósmyndari. Hér að neðan má sjá þessar ótrúlegu ljósmyndir sem söngvari Sálarinnar hefur náð í sumar. Með myndunum má lesa það sem Stefán skrifaði á Facebook þegar hann deildi myndunum.Esjan 30. ágúst: „Tók þátt í golfmóti VITA-ferða í Mosó í dag. Þar er einkar fallegt útsýni, sér í lagi þegar skýin varpa skuggamyndum á Esjuna.“Vísir/stefánGrafarholt 23. júlí: „Kvöldsólin baðar 12. flöt Grafarholtsvallar í kvöld. Kylfingar tveir búa sig undir pútt, sá þriðji beygir sig eftir knetti sínum, býsna beygður eftir nokkrar raunir á brautinni. Gleðin fangaði hann þó fljótt aftur og hafði sá sigur þegar upp var staðið. #WinSomeLoseSome“Vísir/stefánKorpúlfsstaðir 27. ágúst: „Frábær dagur við Korpúlfsstaði. Oft hefur maður hugsað út í stórhug Thors Jensen, sem lét reisa þetta mikla hús undir kúabú á sínum tíma, þegar flest híbýli hérlendis voru hóflegri að gerð, svo ekki sé meira sagt. Jörðina keypti Thor af öðru mikilmenni, Einari Benediktssyni. Á unglingsárum vann ég nokkur sumur í Gufuneskirkjugarði, spölkorn frá. Oft var mér þá starsýnt á Korpúlfsstaði og fannst mikið til koma, en mig minnir að þá hafi þar ekki verið mikil starfsemi, ef nokkur. Reyndar var þetta nánast eina húsið sem sjáanlegt var úr garðinum, sem nú er í miðri byggð. Lokasumarið mitt í Gufunesi lærði ég á bíl og lét kennarinn mig jafnan rúnta til og frá Korpúlfsstöðum til að þjálfa mig í malarvegaakstri. Nú er spilað golf á túnum Thors. Ólíklegt er að hann hafi séð það fyrir.“Vísir/stefánMosfellsbær 18. júlí, Hlíðarvöllur: „Það er vel þolanlegt að bíða aðeins á teig í svona veðri og með þetta útsýni.“Vísir/StefánMyndir úr Heiðmörk 3. ágúst: „Það var ljúft að vakna ferskur og fjallhress í morgun og bruna í golf. Hinn glæsilegi Urriðavöllur við Heiðmörk skartar nú sínu fegursta, einhver fallegasti völlur í N-Evrópu. Sá er þó sýnd veiði, en ekki gefin, einatt mikil áskorun, með löngum par 4-brautum og leikhættum hvarvetna utan brauta. Enda var þetta barátta. En ánægjulegt sem endranær.“Önnur mynd úr Heiðmörk. Golfvöllurinn Oddur í útjaðri Heiðmerkur.vísir/stefán Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
„Ég tek stundum myndir á vellinum, einkum ef veður er gott og skýjafar fallegt,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem hefur stundað það í sumar að taka ótrúlega fallegar myndir á miðjum golfhring. „Ég smelli af með símanum á milli högga. Ef ég er í stuði og hef smá tíma á teig, þá leik ég mér kannski aðeins með myndirnar með fulltingi tækninnar.“ Stefán er nokkuð sprækur golfari en greinilega enn betri ljósmyndari. Hér að neðan má sjá þessar ótrúlegu ljósmyndir sem söngvari Sálarinnar hefur náð í sumar. Með myndunum má lesa það sem Stefán skrifaði á Facebook þegar hann deildi myndunum.Esjan 30. ágúst: „Tók þátt í golfmóti VITA-ferða í Mosó í dag. Þar er einkar fallegt útsýni, sér í lagi þegar skýin varpa skuggamyndum á Esjuna.“Vísir/stefánGrafarholt 23. júlí: „Kvöldsólin baðar 12. flöt Grafarholtsvallar í kvöld. Kylfingar tveir búa sig undir pútt, sá þriðji beygir sig eftir knetti sínum, býsna beygður eftir nokkrar raunir á brautinni. Gleðin fangaði hann þó fljótt aftur og hafði sá sigur þegar upp var staðið. #WinSomeLoseSome“Vísir/stefánKorpúlfsstaðir 27. ágúst: „Frábær dagur við Korpúlfsstaði. Oft hefur maður hugsað út í stórhug Thors Jensen, sem lét reisa þetta mikla hús undir kúabú á sínum tíma, þegar flest híbýli hérlendis voru hóflegri að gerð, svo ekki sé meira sagt. Jörðina keypti Thor af öðru mikilmenni, Einari Benediktssyni. Á unglingsárum vann ég nokkur sumur í Gufuneskirkjugarði, spölkorn frá. Oft var mér þá starsýnt á Korpúlfsstaði og fannst mikið til koma, en mig minnir að þá hafi þar ekki verið mikil starfsemi, ef nokkur. Reyndar var þetta nánast eina húsið sem sjáanlegt var úr garðinum, sem nú er í miðri byggð. Lokasumarið mitt í Gufunesi lærði ég á bíl og lét kennarinn mig jafnan rúnta til og frá Korpúlfsstöðum til að þjálfa mig í malarvegaakstri. Nú er spilað golf á túnum Thors. Ólíklegt er að hann hafi séð það fyrir.“Vísir/stefánMosfellsbær 18. júlí, Hlíðarvöllur: „Það er vel þolanlegt að bíða aðeins á teig í svona veðri og með þetta útsýni.“Vísir/StefánMyndir úr Heiðmörk 3. ágúst: „Það var ljúft að vakna ferskur og fjallhress í morgun og bruna í golf. Hinn glæsilegi Urriðavöllur við Heiðmörk skartar nú sínu fegursta, einhver fallegasti völlur í N-Evrópu. Sá er þó sýnd veiði, en ekki gefin, einatt mikil áskorun, með löngum par 4-brautum og leikhættum hvarvetna utan brauta. Enda var þetta barátta. En ánægjulegt sem endranær.“Önnur mynd úr Heiðmörk. Golfvöllurinn Oddur í útjaðri Heiðmerkur.vísir/stefán
Mest lesið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira