Stórbrotnar golfmyndir Stebba Hilmars Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2015 14:30 Stefán Hilmarsson hefur náð mögnuðum myndum á golfvellinum í sumar. vísir/stefán „Ég tek stundum myndir á vellinum, einkum ef veður er gott og skýjafar fallegt,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem hefur stundað það í sumar að taka ótrúlega fallegar myndir á miðjum golfhring. „Ég smelli af með símanum á milli högga. Ef ég er í stuði og hef smá tíma á teig, þá leik ég mér kannski aðeins með myndirnar með fulltingi tækninnar.“ Stefán er nokkuð sprækur golfari en greinilega enn betri ljósmyndari. Hér að neðan má sjá þessar ótrúlegu ljósmyndir sem söngvari Sálarinnar hefur náð í sumar. Með myndunum má lesa það sem Stefán skrifaði á Facebook þegar hann deildi myndunum.Esjan 30. ágúst: „Tók þátt í golfmóti VITA-ferða í Mosó í dag. Þar er einkar fallegt útsýni, sér í lagi þegar skýin varpa skuggamyndum á Esjuna.“Vísir/stefánGrafarholt 23. júlí: „Kvöldsólin baðar 12. flöt Grafarholtsvallar í kvöld. Kylfingar tveir búa sig undir pútt, sá þriðji beygir sig eftir knetti sínum, býsna beygður eftir nokkrar raunir á brautinni. Gleðin fangaði hann þó fljótt aftur og hafði sá sigur þegar upp var staðið. #WinSomeLoseSome“Vísir/stefánKorpúlfsstaðir 27. ágúst: „Frábær dagur við Korpúlfsstaði. Oft hefur maður hugsað út í stórhug Thors Jensen, sem lét reisa þetta mikla hús undir kúabú á sínum tíma, þegar flest híbýli hérlendis voru hóflegri að gerð, svo ekki sé meira sagt. Jörðina keypti Thor af öðru mikilmenni, Einari Benediktssyni. Á unglingsárum vann ég nokkur sumur í Gufuneskirkjugarði, spölkorn frá. Oft var mér þá starsýnt á Korpúlfsstaði og fannst mikið til koma, en mig minnir að þá hafi þar ekki verið mikil starfsemi, ef nokkur. Reyndar var þetta nánast eina húsið sem sjáanlegt var úr garðinum, sem nú er í miðri byggð. Lokasumarið mitt í Gufunesi lærði ég á bíl og lét kennarinn mig jafnan rúnta til og frá Korpúlfsstöðum til að þjálfa mig í malarvegaakstri. Nú er spilað golf á túnum Thors. Ólíklegt er að hann hafi séð það fyrir.“Vísir/stefánMosfellsbær 18. júlí, Hlíðarvöllur: „Það er vel þolanlegt að bíða aðeins á teig í svona veðri og með þetta útsýni.“Vísir/StefánMyndir úr Heiðmörk 3. ágúst: „Það var ljúft að vakna ferskur og fjallhress í morgun og bruna í golf. Hinn glæsilegi Urriðavöllur við Heiðmörk skartar nú sínu fegursta, einhver fallegasti völlur í N-Evrópu. Sá er þó sýnd veiði, en ekki gefin, einatt mikil áskorun, með löngum par 4-brautum og leikhættum hvarvetna utan brauta. Enda var þetta barátta. En ánægjulegt sem endranær.“Önnur mynd úr Heiðmörk. Golfvöllurinn Oddur í útjaðri Heiðmerkur.vísir/stefán Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
„Ég tek stundum myndir á vellinum, einkum ef veður er gott og skýjafar fallegt,“ segir söngvarinn Stefán Hilmarsson, sem hefur stundað það í sumar að taka ótrúlega fallegar myndir á miðjum golfhring. „Ég smelli af með símanum á milli högga. Ef ég er í stuði og hef smá tíma á teig, þá leik ég mér kannski aðeins með myndirnar með fulltingi tækninnar.“ Stefán er nokkuð sprækur golfari en greinilega enn betri ljósmyndari. Hér að neðan má sjá þessar ótrúlegu ljósmyndir sem söngvari Sálarinnar hefur náð í sumar. Með myndunum má lesa það sem Stefán skrifaði á Facebook þegar hann deildi myndunum.Esjan 30. ágúst: „Tók þátt í golfmóti VITA-ferða í Mosó í dag. Þar er einkar fallegt útsýni, sér í lagi þegar skýin varpa skuggamyndum á Esjuna.“Vísir/stefánGrafarholt 23. júlí: „Kvöldsólin baðar 12. flöt Grafarholtsvallar í kvöld. Kylfingar tveir búa sig undir pútt, sá þriðji beygir sig eftir knetti sínum, býsna beygður eftir nokkrar raunir á brautinni. Gleðin fangaði hann þó fljótt aftur og hafði sá sigur þegar upp var staðið. #WinSomeLoseSome“Vísir/stefánKorpúlfsstaðir 27. ágúst: „Frábær dagur við Korpúlfsstaði. Oft hefur maður hugsað út í stórhug Thors Jensen, sem lét reisa þetta mikla hús undir kúabú á sínum tíma, þegar flest híbýli hérlendis voru hóflegri að gerð, svo ekki sé meira sagt. Jörðina keypti Thor af öðru mikilmenni, Einari Benediktssyni. Á unglingsárum vann ég nokkur sumur í Gufuneskirkjugarði, spölkorn frá. Oft var mér þá starsýnt á Korpúlfsstaði og fannst mikið til koma, en mig minnir að þá hafi þar ekki verið mikil starfsemi, ef nokkur. Reyndar var þetta nánast eina húsið sem sjáanlegt var úr garðinum, sem nú er í miðri byggð. Lokasumarið mitt í Gufunesi lærði ég á bíl og lét kennarinn mig jafnan rúnta til og frá Korpúlfsstöðum til að þjálfa mig í malarvegaakstri. Nú er spilað golf á túnum Thors. Ólíklegt er að hann hafi séð það fyrir.“Vísir/stefánMosfellsbær 18. júlí, Hlíðarvöllur: „Það er vel þolanlegt að bíða aðeins á teig í svona veðri og með þetta útsýni.“Vísir/StefánMyndir úr Heiðmörk 3. ágúst: „Það var ljúft að vakna ferskur og fjallhress í morgun og bruna í golf. Hinn glæsilegi Urriðavöllur við Heiðmörk skartar nú sínu fegursta, einhver fallegasti völlur í N-Evrópu. Sá er þó sýnd veiði, en ekki gefin, einatt mikil áskorun, með löngum par 4-brautum og leikhættum hvarvetna utan brauta. Enda var þetta barátta. En ánægjulegt sem endranær.“Önnur mynd úr Heiðmörk. Golfvöllurinn Oddur í útjaðri Heiðmerkur.vísir/stefán
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið