Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti máli? Eymundur Eymundsson skrifar 8. september 2015 00:00 Ég, ásamt fleirum, hef rekið mig á ýmislegt sem þarf að breyta í geðheilbrigðiskerfinu og mætti nýta sér meira sjónarmið fólks sem er að glíma við geðraskanir. Af hverju eru ekki fleiri batafulltrúar sem hafa glímt við geðraskanir að vinna á geðdeildum? Einn á Landspítalanum en enginn á Akureyri. Ég hef kallað eftir því að batafulltrúi fólks með geðraskanir verði ráðinn á geðdeild SAk á Akureyri sem getur verið milliliður skjólstæðinga og aðstandenda. Við vitum að það getur verið erfitt að leita sér aðstoðar og oft og tíðum standa skjólstæðingar og aðstandendur ráðþrota og vita ekki hvert þau geta leitað og hvaða úrræði standa til boða. Aðstandendur hafa oft og tíðum verið út undan og staðið algjörlega ráðþrota í einskismannslandi með veikan einstakling sem þarf hjálp. Grófin – geðverndarmiðstöð mun vera með 2-3 fræðslukvöld með fagmönnum fram að áramótum fyrir þau sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum og hvað getur hjálpað. Vonandi munu aðstandendur líka nýta sér þetta tækifæri en þetta verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur. Nú er verið að móta nýja geðheilbrigðisstefnu en verður hlustað á félagasamtök og þeirra sýn á kerfið? Hvernig vinnur kerfið með félagasamtökum og er fólk látið vita af úrræðum sem eru í boði í samfélaginu? Búsetudeild á Akureyri er að gera góða hluti og sama má segja um Lautina með sína skjólstæðinga, enda nauðsynlegt að hafa mismunandi úrræði í samfélaginu.Stjórnvöld Er félagssamtökum mismunað á höfuðborgarsvæðinu eða eftir landshlutum? spyr ég stjórnvöld. Hugarafl í Reykjavík fer í alla grunn- og framhaldsskóla höfuðborgarsvæðis og víðar með geðfræðslu sem hefur hjálpað ungmennum að leita sér aðstoðar. Grófin – geðverndarmiðstöð á Akureyri stefnir að því að gera það sama, auk þess sem kennarar og starfsfólk skólanna munu bætast við. Gaman er að segja frá því að við erum þegar byrjuð með fræðslu fyrir kennara og starfsfólk, sem heppnaðist mjög vel og hlökkum við til að fræða fleiri skóla ef viðtökur verða eins og þessar. Við gerum þetta í góðu samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar enda ekki síður nauðsynlegar forvarnir en vímuefnaforvarnir. Foreldrum mun bjóðast fræðsla, enda er nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst í staðinn fyrir að fela vandann, sem hjálpar engum og getur haft alvarlegar afleiðingar. Við þurfum sálfræðinga í hvern grunn- og framhaldsskóla sem getur bjargað mörgum og gefið þessum börnum og ungmennum tækifæri á að eignast betra líf og lífsgæði. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, brothætt taugakerfi, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, stygglyndi, reiði og félagsleg einangrun eru oft fylgifiskar geðraskana. Oft er vímuefnanotkun undirrót geðraskana og það verður samfélagið að viðurkenna. Frá 13 ára aldri þangað til ég var 38 ára hafði ég hugsað um sjálfsvíg næstum því á hverjum degi en sem betur fer lét ég ekki verða af því. Stjórnvöld virðast líta fram hjá þeim hörmungum sem tíð sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga eru hjá fólki með geðraskanir. Það er mjög sorglegt þegar að meðaltali eru um 36 Íslendingar á ári sem falla fyrir eigin hendi, svo að ekki sé talað um allar þær tilraunir sem eru gerðar. Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ég, ásamt fleirum, hef rekið mig á ýmislegt sem þarf að breyta í geðheilbrigðiskerfinu og mætti nýta sér meira sjónarmið fólks sem er að glíma við geðraskanir. Af hverju eru ekki fleiri batafulltrúar sem hafa glímt við geðraskanir að vinna á geðdeildum? Einn á Landspítalanum en enginn á Akureyri. Ég hef kallað eftir því að batafulltrúi fólks með geðraskanir verði ráðinn á geðdeild SAk á Akureyri sem getur verið milliliður skjólstæðinga og aðstandenda. Við vitum að það getur verið erfitt að leita sér aðstoðar og oft og tíðum standa skjólstæðingar og aðstandendur ráðþrota og vita ekki hvert þau geta leitað og hvaða úrræði standa til boða. Aðstandendur hafa oft og tíðum verið út undan og staðið algjörlega ráðþrota í einskismannslandi með veikan einstakling sem þarf hjálp. Grófin – geðverndarmiðstöð mun vera með 2-3 fræðslukvöld með fagmönnum fram að áramótum fyrir þau sem hafa áhuga á geðheilbrigðismálum og hvað getur hjálpað. Vonandi munu aðstandendur líka nýta sér þetta tækifæri en þetta verður auglýst vel og vandlega þegar nær dregur. Nú er verið að móta nýja geðheilbrigðisstefnu en verður hlustað á félagasamtök og þeirra sýn á kerfið? Hvernig vinnur kerfið með félagasamtökum og er fólk látið vita af úrræðum sem eru í boði í samfélaginu? Búsetudeild á Akureyri er að gera góða hluti og sama má segja um Lautina með sína skjólstæðinga, enda nauðsynlegt að hafa mismunandi úrræði í samfélaginu.Stjórnvöld Er félagssamtökum mismunað á höfuðborgarsvæðinu eða eftir landshlutum? spyr ég stjórnvöld. Hugarafl í Reykjavík fer í alla grunn- og framhaldsskóla höfuðborgarsvæðis og víðar með geðfræðslu sem hefur hjálpað ungmennum að leita sér aðstoðar. Grófin – geðverndarmiðstöð á Akureyri stefnir að því að gera það sama, auk þess sem kennarar og starfsfólk skólanna munu bætast við. Gaman er að segja frá því að við erum þegar byrjuð með fræðslu fyrir kennara og starfsfólk, sem heppnaðist mjög vel og hlökkum við til að fræða fleiri skóla ef viðtökur verða eins og þessar. Við gerum þetta í góðu samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar enda ekki síður nauðsynlegar forvarnir en vímuefnaforvarnir. Foreldrum mun bjóðast fræðsla, enda er nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst í staðinn fyrir að fela vandann, sem hjálpar engum og getur haft alvarlegar afleiðingar. Við þurfum sálfræðinga í hvern grunn- og framhaldsskóla sem getur bjargað mörgum og gefið þessum börnum og ungmennum tækifæri á að eignast betra líf og lífsgæði. Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing, brothætt taugakerfi, skömm, sjálfsvígshugsanir, sjálfshatur, stygglyndi, reiði og félagsleg einangrun eru oft fylgifiskar geðraskana. Oft er vímuefnanotkun undirrót geðraskana og það verður samfélagið að viðurkenna. Frá 13 ára aldri þangað til ég var 38 ára hafði ég hugsað um sjálfsvíg næstum því á hverjum degi en sem betur fer lét ég ekki verða af því. Stjórnvöld virðast líta fram hjá þeim hörmungum sem tíð sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga eru hjá fólki með geðraskanir. Það er mjög sorglegt þegar að meðaltali eru um 36 Íslendingar á ári sem falla fyrir eigin hendi, svo að ekki sé talað um allar þær tilraunir sem eru gerðar. Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti máli?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar