Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 06:00 Logi er elsti leikmaður íslenska liðsins, fæddur árið 1981. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty EM 2015 í Berlín Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er búið að spila 160 mínútur á síðustu fimm dögum og í kvöld er komið að sjötta leik liðsins á sjö dögum. Lokaleikur B-riðilsins í Berlín verður á milli yngsta og elsta liðsins, eða Íslands og Tyrklands. Ísland spilar því fyrsta og síðasta leikinn í riðlakeppninni á sínu fyrsta stórmóti. Það er kannski erfitt að skilgreina hvenær leikmenn teljast orðið til gömlu karlanna en ein leiðin er að miða við 32 ára aldurinn. Aðeins tíu leikmenn eru 32 ára og eldri hjá liðunum sex sem spila í Berlín og svo vill til að Ísland á sex þeirra, eða sextíu prósent af gömlu körlunum. Þeir eru allir svo ungir í anda að þetta skiptir engu máli, sagði Arnar Guðjónsson, annar tveggja aðstoðarþjálfara Íslands, léttur og kátur við Fréttablaðið. Ég hef engar áhyggjur af aldrinum. Menn gefa allt sem þeir eiga í þetta. Fjórir af þeim gömlu í íslenska liðinu eru kjölfestuleikmenn liðsins sem þurfa að skila sínu ætli liðið sér eitthvað í leikjunum. Fyrirliðinn Hlynur Bæringsson, stigahæsti leikmaðurinn Jón Arnór Stefánsson og bakverðirnir öflugu Logi Gunnarsson og Jakob Örn Sigurðarson eru allir í hópi elstu leikmanna riðilsins. Í raun eru það aðeins NBA-stjörnurnar Dirk Nowitzki í Þýskalandi og Pau Gasol hjá Spáni sem eru eldri, auk Spánverjans Felipe Reyes. Einn annar leikmaður á mótinu kemst í öldungahópinn en það er tyrkneski Bandaríkjamaðurinn Ali Muhammed. Ali Muhammed hét áður Bobby Dixon en hann breytti um nafn þegar hann fékk tyrkneskt ríkisfang í sumar. Það er því ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af þreyttum íslenskum fótum þegar kemur að leiknum á móti Tyrkjum í kvöld.Dirk Nowitzki er elstur allra leikmanna í B-riðli.vísir/getty
EM 2015 í Berlín Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira