Aldís, við förum til Aserbaídsjan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 11:30 "Við hjónin ákváðum strax að við yrðum að fara til Karabakh með Elítu, vinkonu okkar, og vonuðum að Grantas yrði með okkur í anda,“ segir Aldís. Vísir/Pjetur Oft hafði Grantas Gregorianas orðað það við Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra að þau færu með mökum sínum að skoða föðurland hans, Aserbaídsjan. Hann hnykkti á þeirri ósk daginn áður en hann dó. „Aldís, við förum til Aserbaídsjan,“ sagði Grantas og reis upp við dogg í rúminu. Og hvað getur maður sagt annað en „já, Grantas, auðvitað förum við til Aserbaídsjan“? Svo dó hann daginn eftir – en svona loforð verður maður að efna.“ Þannig lýsir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, tildrögum þess að hún hélt langleiðina til Kaspíahafsins nú í sumar. Formálinn var reyndar sá að hún og maður hennar, Lárus Ingi Friðfinnsson, höfðu eignast gott vinafólk í Hveragerði, hjónin Grantas Gregorianas sem ólst upp í Bakú í Aserbaídsjan og Elítu Latanauskiene sem er frá Litháen. „Grantas var mjög upptekinn af því að fá að sýna okkur landið sitt og var alltaf að segja okkur sögur þaðan. Skyldfólkið hans býr nú í Nagorno Karabakh, sem er landlukt hérað inni í Aserbaídsjan en hann vildi að við kynntumst öllu þar. Við sögðum alltaf „já, já, einhvern tíma förum við þangað saman“ en í okkar huga var það bara fjarlægur draumur. En svo veiktist Grantas mjög hastarlega af krabbameini og lést í fyrravor, aðeins sextugur að aldri. Ég heimsótti hann dauðvona á Landspítalann en hann virtist ekki alveg gera sér grein fyrir í hvað stefndi og sá enn ferðina okkar í hillingum.Ferskutíminn var í algleymingi í Karabakh.„Við hjónin ákváðum strax að við yrðum að fara til Karabakh með Elítu, vinkonu okkar, og vonuðum að Grantas yrði með okkur í anda. Elíta hafði aldrei komið til Karabakh en við byrjuðum á að skoða landið hennar, Litháen, keyrðum um það þvert og endilangt og vorum í afskaplega góðu yfirlæti hjá vinum hennar og ættingjum. Þar var tekið afar vel á móti okkur, hver stórveislan rak aðra og öllum mat var skolað niður með vodka eins og þarlendra er siður.“ Aldís segir Litháen hafa komið sér á óvart enda hafi hún ekki kynnt sér það mikið fyrirfram. „Við hjónin förum yfirleitt bara á staðina og upplifum það sem við lendum í, í hverju landi fyrir sig. Stundum pöntum við ekki einu sinni hótelin fyrirfram. Við fórum til dæmis til Bosníu-Hersegovínu, Króatíu og Slóveníu fyrir tveimur árum og þvældumst um með bakpoka, ýmist í bílaleigubíl eða rútum og leituðum að náttstað þar sem við lentum hverju sinni. Núna vorum við aðeins skipulagðari og gistum líka inni á heimilum í Litháen. Landslagið þar er ekkert ósvipað og í Danmörku, verðlagið er hlægilega lágt á okkar mælikvarða og þar er ótrúlega margt að sjá; kastala, kirkjur, strendur og söfn og auðvitað er alls staðar heilmikil saga. Það er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að kynna sér Litháen betur.“Í einni af mörgum matarveislum ferðarinnar. Lárus með gestgjafanum Rimu, vinkonu Elítu. Þetta er matur handa fjórum og heitu réttirnir ókomnir á borðið.Frá Litháen flugu Aldís og ferðafélagar til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Hún segir langflesta flugfarþegana hafa verið brottflutta Armena að koma í heimsókn, klyfjaða gjöfum til ættingjanna í heimalandinu. „Í þessum löndum er unga fólkið meira og minna farið til annarra landa að leita betri lífskjara og láta þá sem heima eru njóta góðs af. Jerevan er falleg borg þar sem margt er að sjá, hitinn var mikill eða um 43°C yfir daginn en loftslagið er mjög þurrt þannig að maður verður minna var við hitann en annars væri. „Við leigðum okkur einfaldlega leigubíl allan daginn og bílstjórinn sýndi okkur helstu kennileiti borgarinnar, meðal annars Republica-torgið þar sem mikil mótmæli fóru fram fyrir nokkrum vikum, risastóran markað, koníaksverksmiðju og kirkjur. Bílstjórinn var afskaplega elskulegur og bauð okkur heim til tengdaforeldra sinna sem buðu okkur upp á berjasafa og ávexti úr garðinum og leystu okkur út með gjöfum.“Vinkonurnar Aldís og Elíta upplifðu bæði ævintýri og trega, ásamt Lárusi Inga sem tók myndina.Í Jerevan lenti Aldís á spítala því í skógarferð í Litháen hafði hún verið illa bitin af skorkvikindi og var nú komin með sýkingar, bólgur og ofnæmisviðbrögð. „Ég var flutt á stærsta sjúkrahús borgarinnar en þegar ég kom í anddyrið þá leist mér vægast sagt ekkert á húsið og aðbúnaðinn en læknarnir voru framúrskarandi og það var vel hugsað um mig. Ég mun hins vegar aldrei framar minnast á aðbúnað á íslenskum sjúkrahúsum. Munurinn er sláandi.“ Í Jerevan voru ferðafélagarnir í nokkra daga áður en ættingjar Grantasar sendu leigubíl eftir þeim frá Karabakh, um 400 kílómetra leið. „Þetta var ábyggilega flottasti bíllinn í bænum, nýlegur Land Cruiser Prado,“ segir Aldís. „Bílstjórinn keyrði hins vegar eins og brjálæðingur, enda hafði hann keypt sér númeraplötur sem veittu honum rétt til að haga sér eins og hann lysti, löggan vinkaði honum áfram og aðrir bílar fuku út í kant eins og flugur þegar við brunuðum eftir miðlínu eða á röngum vegarhelmingi á allt að 140 kílómetra hraða. Auk þess reykti bílstjórinn, talaði stanslaust í símann og var með armenska tónlist á hæsta styrk. En á leiðarenda komumst við og fólkið hans Grantasar tók gríðarlega vel á móti okkur. Frændfólk hans rekur byggingafyrirtæki, veitingastað og gistiheimili og sýndi okkur alla helgustu staði Karabakh, eldgamlar kirkjur, hof og klaustur, jafnvel allt frá upphafsdögum kristninnar.“Aldís og Elíta gæða sér á nýsprottnum maís í Karabakh.Aldís segir Armeníu sólbakaða og þurra grjótsléttu. „Það er erfitt að átta sig á hvernig fólkið í litlu þorpunum við veginn dregur fram lífið í Armeníu en Karabakh er gróðursælt hérað sem á margan hátt minnir á Sviss. Það er mikil matarkista, þar vaxa allir ávextir sem hugsast getur og alveg skiljanlegt að bæði Armenar og Azerar hafi ásælst svo gróskumikið svæði enda hefur það verið stríðshrjáð í langan tíma.“ Sex ára stríðinu lauk árið 1994 en sjá má áhrif þess víða, að sögn Aldísar. Hún segir uppbyggingu enn í gangi og munu taka langan tíma, kostnaður við að þurfa að byggja upp innviði samfélagsins aftur og aftur sé augljós. „Við Íslendingar fyndum fyrir því ef við þyrftum að byggja upp grunnskólana, leikskólana og allar aðrar stofnanir á fimmtíu ára fresti af því að allt hefði verið sprengt í tætlur, fyrir utan öll mannslífin sem fórnað er í svona átökum. Við erum forréttindafólk, að hafa aldrei lent í að verja landið okkar, hér hafa ekki geisað blóðugar styrjaldir vegna þess að það hefur engan langað í þessa eyju lengst úti í hafi. Aftur á móti hafa margar aðrar þjóðir þurft að upplifa slíkt og það markar samfélögin.“ En var ekki tilfinningaþrungið fyrir Elítu að koma á þessar slóðir? „Jú, hún hafði gaman af að koma til Karabakh sem hún var búin að heyra manninn sinn tala um í mörg ár en auðvitað var sárt líka að hann skyldi ekki vera með. Við söknuðum hans öll mikið.“Lárus og Aldís á Republica torginu í í Jerevan í Armeníu þar sem mikil mótmæli fóru fram fyrir nokkrum vikum. Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Oft hafði Grantas Gregorianas orðað það við Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra að þau færu með mökum sínum að skoða föðurland hans, Aserbaídsjan. Hann hnykkti á þeirri ósk daginn áður en hann dó. „Aldís, við förum til Aserbaídsjan,“ sagði Grantas og reis upp við dogg í rúminu. Og hvað getur maður sagt annað en „já, Grantas, auðvitað förum við til Aserbaídsjan“? Svo dó hann daginn eftir – en svona loforð verður maður að efna.“ Þannig lýsir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, tildrögum þess að hún hélt langleiðina til Kaspíahafsins nú í sumar. Formálinn var reyndar sá að hún og maður hennar, Lárus Ingi Friðfinnsson, höfðu eignast gott vinafólk í Hveragerði, hjónin Grantas Gregorianas sem ólst upp í Bakú í Aserbaídsjan og Elítu Latanauskiene sem er frá Litháen. „Grantas var mjög upptekinn af því að fá að sýna okkur landið sitt og var alltaf að segja okkur sögur þaðan. Skyldfólkið hans býr nú í Nagorno Karabakh, sem er landlukt hérað inni í Aserbaídsjan en hann vildi að við kynntumst öllu þar. Við sögðum alltaf „já, já, einhvern tíma förum við þangað saman“ en í okkar huga var það bara fjarlægur draumur. En svo veiktist Grantas mjög hastarlega af krabbameini og lést í fyrravor, aðeins sextugur að aldri. Ég heimsótti hann dauðvona á Landspítalann en hann virtist ekki alveg gera sér grein fyrir í hvað stefndi og sá enn ferðina okkar í hillingum.Ferskutíminn var í algleymingi í Karabakh.„Við hjónin ákváðum strax að við yrðum að fara til Karabakh með Elítu, vinkonu okkar, og vonuðum að Grantas yrði með okkur í anda. Elíta hafði aldrei komið til Karabakh en við byrjuðum á að skoða landið hennar, Litháen, keyrðum um það þvert og endilangt og vorum í afskaplega góðu yfirlæti hjá vinum hennar og ættingjum. Þar var tekið afar vel á móti okkur, hver stórveislan rak aðra og öllum mat var skolað niður með vodka eins og þarlendra er siður.“ Aldís segir Litháen hafa komið sér á óvart enda hafi hún ekki kynnt sér það mikið fyrirfram. „Við hjónin förum yfirleitt bara á staðina og upplifum það sem við lendum í, í hverju landi fyrir sig. Stundum pöntum við ekki einu sinni hótelin fyrirfram. Við fórum til dæmis til Bosníu-Hersegovínu, Króatíu og Slóveníu fyrir tveimur árum og þvældumst um með bakpoka, ýmist í bílaleigubíl eða rútum og leituðum að náttstað þar sem við lentum hverju sinni. Núna vorum við aðeins skipulagðari og gistum líka inni á heimilum í Litháen. Landslagið þar er ekkert ósvipað og í Danmörku, verðlagið er hlægilega lágt á okkar mælikvarða og þar er ótrúlega margt að sjá; kastala, kirkjur, strendur og söfn og auðvitað er alls staðar heilmikil saga. Það er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að kynna sér Litháen betur.“Í einni af mörgum matarveislum ferðarinnar. Lárus með gestgjafanum Rimu, vinkonu Elítu. Þetta er matur handa fjórum og heitu réttirnir ókomnir á borðið.Frá Litháen flugu Aldís og ferðafélagar til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Hún segir langflesta flugfarþegana hafa verið brottflutta Armena að koma í heimsókn, klyfjaða gjöfum til ættingjanna í heimalandinu. „Í þessum löndum er unga fólkið meira og minna farið til annarra landa að leita betri lífskjara og láta þá sem heima eru njóta góðs af. Jerevan er falleg borg þar sem margt er að sjá, hitinn var mikill eða um 43°C yfir daginn en loftslagið er mjög þurrt þannig að maður verður minna var við hitann en annars væri. „Við leigðum okkur einfaldlega leigubíl allan daginn og bílstjórinn sýndi okkur helstu kennileiti borgarinnar, meðal annars Republica-torgið þar sem mikil mótmæli fóru fram fyrir nokkrum vikum, risastóran markað, koníaksverksmiðju og kirkjur. Bílstjórinn var afskaplega elskulegur og bauð okkur heim til tengdaforeldra sinna sem buðu okkur upp á berjasafa og ávexti úr garðinum og leystu okkur út með gjöfum.“Vinkonurnar Aldís og Elíta upplifðu bæði ævintýri og trega, ásamt Lárusi Inga sem tók myndina.Í Jerevan lenti Aldís á spítala því í skógarferð í Litháen hafði hún verið illa bitin af skorkvikindi og var nú komin með sýkingar, bólgur og ofnæmisviðbrögð. „Ég var flutt á stærsta sjúkrahús borgarinnar en þegar ég kom í anddyrið þá leist mér vægast sagt ekkert á húsið og aðbúnaðinn en læknarnir voru framúrskarandi og það var vel hugsað um mig. Ég mun hins vegar aldrei framar minnast á aðbúnað á íslenskum sjúkrahúsum. Munurinn er sláandi.“ Í Jerevan voru ferðafélagarnir í nokkra daga áður en ættingjar Grantasar sendu leigubíl eftir þeim frá Karabakh, um 400 kílómetra leið. „Þetta var ábyggilega flottasti bíllinn í bænum, nýlegur Land Cruiser Prado,“ segir Aldís. „Bílstjórinn keyrði hins vegar eins og brjálæðingur, enda hafði hann keypt sér númeraplötur sem veittu honum rétt til að haga sér eins og hann lysti, löggan vinkaði honum áfram og aðrir bílar fuku út í kant eins og flugur þegar við brunuðum eftir miðlínu eða á röngum vegarhelmingi á allt að 140 kílómetra hraða. Auk þess reykti bílstjórinn, talaði stanslaust í símann og var með armenska tónlist á hæsta styrk. En á leiðarenda komumst við og fólkið hans Grantasar tók gríðarlega vel á móti okkur. Frændfólk hans rekur byggingafyrirtæki, veitingastað og gistiheimili og sýndi okkur alla helgustu staði Karabakh, eldgamlar kirkjur, hof og klaustur, jafnvel allt frá upphafsdögum kristninnar.“Aldís og Elíta gæða sér á nýsprottnum maís í Karabakh.Aldís segir Armeníu sólbakaða og þurra grjótsléttu. „Það er erfitt að átta sig á hvernig fólkið í litlu þorpunum við veginn dregur fram lífið í Armeníu en Karabakh er gróðursælt hérað sem á margan hátt minnir á Sviss. Það er mikil matarkista, þar vaxa allir ávextir sem hugsast getur og alveg skiljanlegt að bæði Armenar og Azerar hafi ásælst svo gróskumikið svæði enda hefur það verið stríðshrjáð í langan tíma.“ Sex ára stríðinu lauk árið 1994 en sjá má áhrif þess víða, að sögn Aldísar. Hún segir uppbyggingu enn í gangi og munu taka langan tíma, kostnaður við að þurfa að byggja upp innviði samfélagsins aftur og aftur sé augljós. „Við Íslendingar fyndum fyrir því ef við þyrftum að byggja upp grunnskólana, leikskólana og allar aðrar stofnanir á fimmtíu ára fresti af því að allt hefði verið sprengt í tætlur, fyrir utan öll mannslífin sem fórnað er í svona átökum. Við erum forréttindafólk, að hafa aldrei lent í að verja landið okkar, hér hafa ekki geisað blóðugar styrjaldir vegna þess að það hefur engan langað í þessa eyju lengst úti í hafi. Aftur á móti hafa margar aðrar þjóðir þurft að upplifa slíkt og það markar samfélögin.“ En var ekki tilfinningaþrungið fyrir Elítu að koma á þessar slóðir? „Jú, hún hafði gaman af að koma til Karabakh sem hún var búin að heyra manninn sinn tala um í mörg ár en auðvitað var sárt líka að hann skyldi ekki vera með. Við söknuðum hans öll mikið.“Lárus og Aldís á Republica torginu í í Jerevan í Armeníu þar sem mikil mótmæli fóru fram fyrir nokkrum vikum.
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira