Vonar að kaldhæðni sé vinsæl á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. ágúst 2015 12:00 Josh Blue skemmtir á Íslandi í næstu viku. Grínistinn Josh Blue hlakkar til að koma til Íslands, en þessi sigurvegari í raunveruleikaþættinum Last Comic Standing treður upp í Háskólabíói í næstu viku. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands, ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ segir grínistinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég vona að Íslendingar skilji húmorinn minn. Vonandi er kaldhæðni vinsæl á Íslandi.“ Josh Blue er nokkuð þekktur í heimalandinu. Hann er tíður gestur á sjónvarpsstöðinni Comedy Central og hefur nokkrum sinnum verið á lista yfir bestu grínista Bandaríkjanna sem áhorfendur stöðvarinnar velja. Blue hefur vakið athygli fyrir að gera grín að eigin fötlun, en hann er með CP-hreyfihömlun. Meðfram því að troða upp í Háskólabíói mun hann halda ræðu á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, sem haldin er á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. „Ég er enn að ákveða hvað ég mun tala um á ráðstefnunni. En mig langar að tala um hvernig ég lifi með minni fötlun. Fötlun er alþjóðlegt málefni og mig langar að nálgast málefnið með það í huga og tengjast fólki frá öðrum löndum á þeim grundvelli.“ Blue segir að sigurinn í Last Comic Standing árið 2006 hafi gjörbreytt ferli sínum. „Ég fór frá því að koma fram í smærri sölum eins og í háskólum yfir í að fylla stóra klúbba og hallir um öll Bandaríkin. Ég hef nánast verið á stöðugu ferðalagi síðustu níu árin og sigurinn í Last Comic Standing var upphafið að öllu.“ Blue hlakkar til að hitta Íslendinga í næstu viku og biður þá að kynna sér efnið hans á netinu. „Ég er mjög spenntur að heimsækja landið ykkar. Fáum okkur drykk saman,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann vilji segja við íslensku þjóðina. Josh Blue kemur fram í Háskólabíói 4. september. Hægt er að nálgast við á miði.is. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Grínistinn Josh Blue hlakkar til að koma til Íslands, en þessi sigurvegari í raunveruleikaþættinum Last Comic Standing treður upp í Háskólabíói í næstu viku. „Þetta verður í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands, ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ segir grínistinn í samtali við Fréttablaðið og bætir við: „Ég vona að Íslendingar skilji húmorinn minn. Vonandi er kaldhæðni vinsæl á Íslandi.“ Josh Blue er nokkuð þekktur í heimalandinu. Hann er tíður gestur á sjónvarpsstöðinni Comedy Central og hefur nokkrum sinnum verið á lista yfir bestu grínista Bandaríkjanna sem áhorfendur stöðvarinnar velja. Blue hefur vakið athygli fyrir að gera grín að eigin fötlun, en hann er með CP-hreyfihömlun. Meðfram því að troða upp í Háskólabíói mun hann halda ræðu á ráðstefnunni Sköpun skiptir sköpum, sem haldin er á vegum Öryrkjabandalags Íslands, Þroskahjálpar og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum. „Ég er enn að ákveða hvað ég mun tala um á ráðstefnunni. En mig langar að tala um hvernig ég lifi með minni fötlun. Fötlun er alþjóðlegt málefni og mig langar að nálgast málefnið með það í huga og tengjast fólki frá öðrum löndum á þeim grundvelli.“ Blue segir að sigurinn í Last Comic Standing árið 2006 hafi gjörbreytt ferli sínum. „Ég fór frá því að koma fram í smærri sölum eins og í háskólum yfir í að fylla stóra klúbba og hallir um öll Bandaríkin. Ég hef nánast verið á stöðugu ferðalagi síðustu níu árin og sigurinn í Last Comic Standing var upphafið að öllu.“ Blue hlakkar til að hitta Íslendinga í næstu viku og biður þá að kynna sér efnið hans á netinu. „Ég er mjög spenntur að heimsækja landið ykkar. Fáum okkur drykk saman,“ segir hann þegar hann er spurður hvað hann vilji segja við íslensku þjóðina. Josh Blue kemur fram í Háskólabíói 4. september. Hægt er að nálgast við á miði.is.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira